Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 32

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 32
32 JÓLIN 1993. Hafnarsjóður Neskaupstaðar óskar bæjarbúum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar viðskipta- vinum sínum árið sem er að líða. Hafnarstjórinn í Neskaupstað Visbendingar 1-3 1. vísbending I 2. vísbending Neyðarsímanúmer Leikur að eldfærum A neyðarstundu er mikilvægt að síma- númer neyðarþjónustu sé einfalt og auð- velt að muna. Hvernig er neyðarsímsvör- un nú háttað í landinu? Núverandi kerfi er þannig að lögreglan hefur síma 0112 í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og slökkvilið og sjúkrafiutningar 11100 til vara 0112, almannavarnir 22040 eða 11150. Vitað er að í landinu eru tugir símanúmera, sumir segja jafnvel 170, sem þjóna því hlutverki að vera neyðar- númer. í brennandi húsnæði eða við önn- ur neyðartilvik, t. d. líkamsárás, er öruggara að hafa eitt númer, stutt og ein- falt, sem auðvelt er að muna. Hvað skal gera ef eldur verður laus? Varið alla við . . .eldur er laus. Sjáið um að allir fari út. Hringið í neyðarsíma- númer slökkviliðs. Tilkynnið hvar er að brenna, takið á móti slökkviliðinu er það kemur á stað- inn og gefið nánari upplýsingar ef þær eru fyrir hendi. Notið slökkvitæki á staðnum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkvilið- ið kemur. Ef tími leyfir, lokið dyrum og gluggum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið kemur. Foreldrar athugið: Skiljið lítil börn aldrei ein eftir. Setjið límmiða á sfmtæk- ið á heimilinu með neyðarsímanúmeri lögreglu og slökkviliðs. Kennið bömum og unglingum hvernig og hvenær á að hringja i neyðarsímanúm- er sem á við í ykkar heimabyggð. Börn undir fimm ára aldri eru í veru- legri lífshættu vegna eldsvoða sem verða í heimahúsum. Of margir eldar verða vegna leiks barna með eldspýtur og vindl- ingakveikjara sem freista þeirra yngstu, vegna þess meðal annars hve litskrúöugir þeir eru. Eru eldspýtur og vindlingakveikjarar geymdir þar sem böm ná ekki til á þínu heimili? 3. vísbending Eldsvoðar vegna matargerðar Eldamennska er algengasta ástæða fyr- ir eldsvoðum í heimahúsum ekki síst cf verið er að nota feiti við matargcrð. Temjið ykkur eftirfarandi: Farið ekki úr eldhúsinu meðan á elda- mennsku stendur. Staðsetjið ekki auðbrennanleg efni fyrir ofan eldavélina. Komi upp eldur í potti eða pönnu á cldavélinni, þá rjútið strauminn að hell- unni og rennið loki yfir pottinn eða pönnuna til að kæfa eldinn. Hringið í slökkviliðið. Hellið aldrci vatni á feitiseld. Algengasta orsök bnina er vegna mannlcgra mistaka frekar en að cldavél- ar og rafmagnstæki hili og valdi íkviknun. Sfteíís/(díinn í 9{es/(aupstað ós(ar 9{prðfirðingum aCeðiíeara jáía árs oa jriðar ojj paCjjar jyrir viðs(iptin á árinu sem er að Cíða iNjjjir re/(straraðiíarpa/fáa sersta/(Cepajyrirpóðarmóttö/Qir SCc/junpur fij. ós/(ar viðs/QptazJinum sínum á SLusturCandi aíeðiCepjra jóCa árs opj friðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.