Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 3
Húsfreyjxin
Reykjavík _ _ 11. árgangur
Júlí-sept. LJtgefandi: Kvenfélagasamband fslands 3. töiubiað
Sr. Jón Auðuns:
KONAN OG HEIMILIÐ
Flutt á fundi Prestkvennafélags íslands í júní 1960.
FYRIR röskum 25 árum átti ég ánægju-
lega dvöl í eina viku á unaðslegum stað
við óvenjulegar aðstæður, og aðstæður,
sem þið konur fáið aldrei að kynnast.
f yndislegum háfjalladal, þar sem Dóná
liðast í mjúkum bugðum milli bakkanna,
snævi þakin fjöll Alpanna ber við bláan
himin og djúpur friður fyllir dalinn,
stendur eitt af allra fegurstu klaustrum
Þýzkalands. 80 munkar af Benedikts-
reglu áttu heima í hinni geysi miklu
klausturbyggingu, sem var full af lista-
verkum og geymdi auk þess stórkostlegt
bókasafn. Um langan aldur höfðu kunnir
listamenn verið meðal munkanna þar í
Beuron og þar hafa mörg menningar-
verðmæti geymzt, meðal annars hinn
frægi Ijóðaflokkur, Carmina Buronis,
Beuron-ljóðið, sem flutt var á hljómleik-
um hér í Reykjavík á liðnum vetri og
mikinn fögnuð vakti þeirra, sem heyrðu.
En einkum hafa málarar meðal munk-
anna í Beuron getið sér mikið orð, og
jafnvel myndað sérstakan málaraskóla,
sérstaka liststefnu, sem kennd er við
Beuron.
Meðan ég dvaldist þar í eina viku sem
gestur hinna gestrisnu munka, var þar
frægastur bræðranna hinn víðkunni mál-
aramunkur, Hollendingurinn Verkade,
sem þá var orðinn aldurhniginn. Af hon-
um hafði ég því miður ekki tal, en sá
hann aðeins með sitt bogna bak og sínar
silfurhærur í kirkjunni og í matsalnum.
Verkade hafði á yngri árum farið víða,
leitað og lært, og heimkynni hafði hann
fundið á þessum fagra friðarstað, þar sem
engar konuhendur búa bræðrunum heim-
ili. I klaustrinu var að sjálfsögðu mikið
næði til lestrar fyrir gestina, einkum á
hinum löngu þagnarstundum. Og hljóð-
leikinn var mikill í hinni miklu bygg-
ingu, þar sem allir, munkar og gestir,
gengu í mjúkum og þykkum flókaskóm,
til þess að rjúfa ekki klausturkyrrðina
með fótataki.
I klaustrinu las ég meðal annars sjálfs-
ævisöguna, sem bróðir Verkade hefur
ritað um trúarleit sína og listþróun. Hann
nefnir ævisöguna: Die Unruhe zu Gott:
óróleikinn eftir Guði. Engu síður en hið
ágæta og fróðlega innihald vakti mér
margar hugsanir tileinkunin á bókinni.
Hann tileinkar hana bróður sinum og
lúterska æskuheimilinu sínu í Hollandi.
Við klausturfriðinn í Beuron hafði
hinn aldni málaramunkur unað í 40 ár,
og vafalaust hafði hann fundið þar mikla
hamingju. En þegar hann ritar ævisög-
una, gat hann ekki annað en tileinkað
hana æskuheimilinu sinu í fjarlægð,
æskuheimilinu, sem hann hafði að mestu
rofið tengslin við, er hann gerðist munk-
ur. Hér i klaustrinu hafði hann lifað há-
leitu lífi við iðkun trúar, fegurðar og list-
ar, en foreldrahúsunum, sem miklu voru
HÚSFREYJAN
3