Húsfreyjan - 01.07.1960, Qupperneq 10
Rannveig Þorsteinsdóttir:
Okkar á milli sagt
Á ÖÐRUM stað hér í blaðinu birtast
lögin um orlof húsmæðra, sem sam-
þykkt voru á síðasta Alþingi.
Það eru rétt 5 ár síðan mál þetta
kom fyrst til umræðu á landsþingi K.í.
og var vísað til milliþinganefndar, en
áður hafði það nokkuð verið rætt inn-
an samtakanna. Á þeim 5 árum, sem
málið var í undirbúningi hjá K. í., var
það m. a. rætt á landsþingum og for-
mannafundum og ritað um það í Hús-
freyjuna. Málið ætti því að vera orðið
nokkuð kunnugt okkur öllum, sem um
það höfum fjallað, en það sýnir sig,
að nú, þegar lögin liggja fyrir og á að
fara að framkvæma þau, þá er þó sitt
hvað, sem þarf athugunar og kynning-
ar.
Enda þótt lögin geri ekki ráð fyrir,
að sett verði reglugerð samkvæmt
þeim, þá má ganga út frá því, að svo
verði gert, og nýafstaðinn formanna-
fundur K.f. beindi þeirri ósk til félags-
málaráðuneytisins, að það setti sem
fyrst reglugerð um orlof húsmæðra.
Við setningu reglugerðarinnar, en
þó einkum við framkvæmd laganna,
hljóta að koma fram ýmsar spurning-
ar, sem þarf að svara, og má búast við
slíku lengi á meðan starfsemin er að
fá festu hér hjá okkur, en þar sem
ýmislegt hefur þegar komið fram í ný-
afstöðnum umræðum um málið, vildi
ég leyfa mér hér með að ræða það
nokkuð og reyna að skýra það lítillega.
Það, sem lögin um orlof húsmæðra
fela í sér, er fyrst og fremst það, að
ríkissjóður skal árlega leggja fram
ákveðna fjárupphæð í orlofssjóð hús-
mæðra. Eftir lauslegri áætlun, ætti
sjóðurinn árlega að fá um 320 þús. kr.,
sem ætlazt er til, að verði varið til
þess að styrkja orlofsdvöl fyrir hús-
mæður víðs vegar um landið. Það
verður Félagsmálaráðuneytið, sem út-
hlutar þessu fé.
Héraðssambönd kvenfélaga skulu
kjósa orlofsnefndir, hvert á sínu svæði,
og getur hvert héraðssamband ráðið
því, hversu margar orlofsnefndir það
kýs. Skilyrðið er, að hver orlofsnefnd
hafi ákveðið orlofssvæði þar sem hún
starfar, m.ö.o. héraðssamböndin þurfa
að gera sér grein fyrir því, hvað séu
eðlileg orlofssvæði innan héraðssam-
bandsins og kjósa orlofsnefndirnar eft-
ir því. Það má t.d. vel hugsa sér, að
þar sem eru þorp og bæir á sambands-
svæðunum. séu þessir staðir eðlileg
orlofssvæði, og að rétt sé að kjósa
sérstakar orlofsnefndir fyrir þá. Or-
lofsnefndir skulu kosnar til þriggja
10
HÚSFREYJAN