Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 12
HVER DAGUR VAR KRAFTAVERK Frú Halína Kowalska sendifulltrúi SEM STENDUR veitir kona aðeins einu erlendu sendiráði á Islandi forstöðu. Það er pólska sendiráðið, sem frú Halina Kowalska sendifulltrúi stýrir. Kynni milli fslands og Póllands hafa verið takmörkuð fram að þessu og m, a. þess vegna báðum við frú Kowalska að segja lesendum Húsfreyjunnar ögn af sínum högum og þá um leið af högum pólskra kvenna almennt. Ég er fædd og uppalin í höfuðborg Póllands, Varsjá, sagði frú Kowalska, en gatan þar sem ég fæddist, var jöfnuð við jörðu, þegar Pólverjar gerðu uppreisn gegn herfjötri nazista 1944. Þá voru 85 hundraðshlutar Varsjár lagðir í rúst, svo að nú þekki ég mig naumast aftur, er ég geng um borgina endurbyggða. Ég lauk lögfræðiprófi við háskóla borgarinnar og ég verð alltaf hrærð, er ég geng fram hjá fallega, stóra jámhliðinu framan við há- skólann og lít á aðalbygginguna, sem var eitt af fáum húsum, sem uppi stóð eftir styrjöldina. Nú hefur háskólinn verið stækkaður og endurbættur, en ber þó enn svo mikið af sínum gamla svip, að end- urminningarnar frá hinum Ijúfu æsku- árum koma í hugann í hvert sinn og farið er hjá. Ég veit ekki, hvort nokkur getur skilið, hve dýrmætt mér var, er ég kom til þess að fá endurnýjuð námsskilríki mín að styrjöldinni lokinni, að sjá nafn hins sama háskólaritara á afritinu og var á frumskírteini mínu. Slíku verður mað- ur feginn á tímum, þegar enginn veit, hver enn er lífs af þeim, sem maður þekkti fyrrum. Eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum, réðist ég til starfa hjá bæjaryfirvöldun- um. Hugur minn stóð mjög til þess að geta orðið dómari við unglingadómstól, en þá hefði ég fyrst orðið að vinna kaup- laust í mörg ár á málfærsluskrifstofu og til þess skorti mig efni. Nú eru lang- flestir dómarar við slíka dómstóla í Pól- landi konur og má telja það eðlilegt, þær ættu að skilja betur vandamál unglinga, sem komast í andstöðu við lögin ein- hverra hluta vegna. Hvar dvölduð þér á stríðsárunum? Ég var alltaf í Póllandi, en þá urðu menn að flytja stað úr stað og vinna hvað sem fyrir kom, ekki sízt þeir meðal menntamanna, sem hölluðust að hinum 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.