Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 14
Kindur rúnar í haga manns, en alls eru í landinu um 30 mill- jónir manna. Hvernig var aðstaða kvenna í Póllandi fyrr á árum? Voru þær lítilsvirtar og undirokaðar? Saga Póllands er um aldir saga þjóð- ar, sem barizt hefur gegn áþján og árás- um og konur hafa aldrei látið sinn hlut eftir liggja í þjóðernisbaráttunni og hafa því ætíð notið virðingar í þjóðfélaginu. Ein kona klæddist karlmannsfötum og barðist af miklum hetjuskap og vissi eng- inn að hún var kona, fyrr en hún féll í orrustu. Það var í uppreisn Pólverja um miðja 19. öld og síðan er hún meðal þeirra þjóðhetja, sem mestur ljómi er um. A 19. öld komu líka fram margir merkir kvenrithöfundar og skáld, sem með rit- verkum sínum lögðu sjálfstæðisbaráttunni mikið lið. Nei, pólskar konur hafa ekki staðið í skugga karlmannanna sem ósjálfstæðar verur, heldur samhliða þeim og oft í fylkingarbrjósti. Hver er yðar per- sónulega reynsla — er erfiðara fyrir konu að komast til metorða inn- Ung vísindakona an utanríkisþjónustunn- ar en fyrir karlmann? Þvert á móti, liggur mér við að segja. Nú eru konur hvattar mjög ein- dregið til að taka þátt í þeim störfum sem öðrum og frami byggist ein- göngu á hæfni einstak- lingsins, kynið skiptir þar engu máli. En auðvitað gæti kona staðið gagn- vart því að neyðast til að velja milli þess að taka t. d. hátt em- bætti erlendis og ef hún væri gift, að verða þá að skilja við fjölskyldu sína um sinn, eða afsala sér stöðunni. Hverjar breytingar hafa einkum orðið á kjörum kvenna í Póllandi eftir styrj- öldina? Fyrst og fremst það, að nú eiga konur auðveldara með að notfæra sér mennt- unarmöguleika vegna þess, að mismunur á launum karla og kvenna hefur minnk- að. Áður höfðu konur lagalega jafnan rétt og karlar til menntunar, en fjárhag- urinn meinaði mörgum að notfæra sér hann. Þá var líka oft atvinnuleysi í land- inu og þegar fækka þurfti starfsfólki á vinnustað, urðu það að jafnaði giftu kon- 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.