Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 15
urnar, sem fyrst misstu vinnuna, ef eig-
inmenn þeirra höfðu vinnu. Vegna vax-
andi iðnvæðingar landsins eiga konur nú
kost á fjölbreyttari og meiri vinnu, og
má sem dæmi nefna þær tölur, að fyrir
stríð voru aðeins 9 af hundraði vinnu-
færra kvenna starfandi utan heimila, en
nú eru það 33 af hundraði. Fyrir stríð
unnu 47 konur af hverjum hundrað, sem
líkamlega vinnu stunduðu, heimilisstörf,
en nú er það aðeins 1 af hverjum hundrað.
I öllum andlegurri störfum hefur þátttaka
kvenna aukizt mjög mikið, t. d. eru 799
konur dómarar í Póllandi.
Hafa konur í Póllandi sérfélög með
sér?
Já, þar starfa öflug kvennasamtök að
menningar- og heilbrigðismálum, bæði í
borgum og sveitum. I borgum leggja sam-
tökin mikla áherzlu á að aðstoða konur
til að afla sér aukinnar verkmenntunar,
koma á fót sumardvalarstöðum fyrir
börn og aðstoða bágstaddar fjölskyldur
á ýmsan hátt. í sveitunum eru um 150
þúsund konur í kvennasamtökunum, þær
halda uppi námskeiðum í störfum, sem
varða heimilishald, útvega meðlimum sín-
um heimilistæki til leigu, reka dagheim-
ili og heilsuverndarstöðvar. I borgunum
starfa um tvö þúsund ráðunautar á veg-
um kvennasamtakanna og veita aðstoð
í lögfræðilegum vandamálum, í mennt-
unar- og heilbrigðismálum. Pólsku
kvennasamtökin eru aðilar að alþjóðleg-
um kvennasamtökum og hafa einnig sam-
starf við kvennasamtök í einstökum lönd-
um um ýmis málefni, sem varða allar
konur heims.
Frú Kowalska hefur sýnt mikinn áhuga
á málefnum íslenzkra kvennasamtaka og
hún er sennilega eina erlenda konan, sem
er áskrifandi að Húsfreyjunni, en hún les
nú þegar íslenzku sér til gagns. Við þökk-
um henni þá vinsemd, sem hún hefur
sýnt okkur og óskum henni velfarnaðar.
Sigríður Thorlacius.
Lög um orlof husmæðra
1. gr. Komið skal á fót orlofsnefndum, einni
eða fleiri, á starfssvæði hvers héraðssambands
kvenfélaga, er hafi það hlutverk að sjá um veit-
ingu orlofsfjár til húsmæðra, skipulagningu
hvíldarstaða þeirra og ferðalaga svo og önnur
verkefni í því sambandi. Þar sem mæðrastyrks-
nefndir eru starfandi á orlofssvæðinu, skulu or-
lofsnefndir leita samstarfs við þær.
2. gr. í hverri orlofsnefnd skulu vera þrjár
konur, kosnar á aðalfundi hlutaðeigandi héraðs-
sambands, og þrjár til vara. Kosið skal til þriggja
ára i senn. Orlofsnefndir skipta sjálfar með sér
verkum. Þær skulu vera ólaunaðar.
3. gr. Fé orlofssjóðs skal fengið með þessum
hætti:
1. Ríkissjóður greiðir árlega upphæð, sem
svarar til minnst 10 kr. fyrir hverja hús-
móður á landinu.
2. Með framlögum bæjar- og hreppsfélaga.
3. Með framlögum kvenfélaga og kvenfélaga-
sambanda.
4. Með gjöfum, áheitum og öðrum þeim hætti,
sem orlofsnefndum og kvenfélögum þykir
henta.
Framlögum samkvæmt 1. lið skiptir félags-
málaráðuneytið milli orlofssvæða með hliðsjón
af mótframlögum samkvæmt 2., 3. og 4. lið.
4. gr. Rétt til orlofsfjár eiga allar konur, sem
veita heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það
starf. Enn fremur má veita orlofsfé vegna barna
allt að 10 ára aldri, helming á móti konu, ef
sérstaklega stendur á. Orlof skal að jafnaði ekki
vera styttra en 10—14 dagar.
5. gr. Við úthlutun orlofsfjár, er getur numið
öllum kostnaði við fullt orlof, skulu orlofsnefndir
hafa til hliðsjónar efnahag f jölskyldunnar, barna-
fjölda og aldur þeirra, húsnæði og heilsufar svo
og aðrar þær ástæður, sem að áliti orlofsnefndar
ber sérstaklega að taka tillit til.
Geyma má fé orlofssjóðs milli ára, ef ástæða
þykir til.
6. gr. Félagsmálaráðuneytið skal láta prenta
umsóknareyðublöð fyrir umsóknir um orlofsfé
til húsmæðra og senda orlofsnefndum.
7. gr. Á meðan ekki hafa verið reist sérstök
orlofsheimili, skulu orlofsnefndir hafa samvinnu
við félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðu-
neytið og aðra hlutaðeigendur um afnot skóla
og annarra opinberra bygginga til oorlofsdvalar,
eftir því sem við verður komið.
8. gr. Skylt er orlofsnefndum að senda fé-
lagsmálaráðuneytinu árlega skýrslu um starf-
semi sína ásamt reikningsskilum.
9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
HÚSFREYJAN
15