Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 16
SILFURSTJARNAN
Eftir Erling Paulsen
Niðurl.
Elísa fæddi barn sitt hálftíma áður en
ráðhúsklukkan hringdi inn nýja árið. Það
var drengur. Þegar klukkan sló 24 var
hún komin í mjallhvítt rúm með dreng-
inn við brjóstið í einu af tveggja manna
herbergjum fæðingarstofnunarinnar. En
frá útvarpinu hljómaði áramótasálmur,
sunginn af blönduðum kór.
„Frú Nohr.“ Unga, vingjarnlega hjúkr-
unarkonan birtist í dyrunum. „Maðurinn
yðar er hérna úti.“
„Maðurinn minn?“ tók hún upp undr-
andi. En um leið sá hún fölt, en bros-
andi andlit Toms að baki hjúkrunarkon-
unnar. „En Tom,“ kallaði hún upp, „þetta
er vinnutíminn þinn.“ Hann kom inn að
rúminu, stór og klunnalegur með vönd
af liljum og fjögralaufasmára í hendinni,
en augun brún og blikandi hvíldu stöðugt
ýmist á henni eða barninu.
„Eg hringdi út að geyminum,“ sagði
hann í fáti. „Ég bað Larsen að sjá um
mína vakt til klukkan eitt. Ég varð að
sjá þig og barnið fyrst.“ Hann lagði blóm-
vöndinn á borðið við hliðina á rúminu og
vöggunni. Augu hans voru gljáandi og
rök af gleðitárum og klökkvi í röddinni,
svo að hún næstum því brast. „Og það
varð drengur," hvíslaði hann. „Til ham-
ingju, Elísa. Hvernig líður þér núna?“
„Þakka þér fyrir,“ sagði hún blíðlega.
„En hvernig gaztu náð í þessi blóm, Tom,
á þessum tíma sólarhringsins?“
Hann brosti vandræðalega. „Ég gekk
frá einni búð til annarrar, þangað til ég
fann eina, þar sem eigandinn hafði íbúð
áfasta við búðina. Hann var röskur og
skilningsríkur og seldi mér þennan vönd.“
„Þakka þér fyrir, Tom,“ sagði hún aft-
ur og skyndilega brá fyrir klökkva í rödd-
inni. í fyrsta sinn í tvö ár Ijómuðu augu
hennar af einlægri gleði. En í myrkrinu
úti fyrir snjóugum gluggarúðunum þaut
flugeldur upp í loftið og dró á eftir sér
grænar og rauðar eldrákir yfir himininn.
f rúminu við hliðina á Elísu lá dökk-
hærð, ung kona. Við brjóst hennar lá líka
nýfætt barn, tæplega klukkutíma gamalt.
Þegar hjúkrunarkonan kom inn til að
ráðstafa blómum Elísu, sagði konan: „Er
maðurinn minn ekki hérna fyrir framan,
ungfrú?“
,,Nei,“ svaraði hjúkrunarkonan, „en
hann ætlaði að koma aftur. Hann ætlaði
að hringja á hverjum klukkutíma til þess
að vita, hvað gerðist, sagði hann.“
Elísa lá með barn sitt við brjóstið og
hélt í höndina á því. Hún horfði á dökk-
hærðu konuna í hinu rúminu og stirðnaði
upp sem snöggvast. Konan hafði lyft
handleggnum til þess að hagræða barni
sínu. En við grannt armband hennar, sem
hún hafði um úlnliðinn, var fest silfur-
stjarna alveg sams konar og sú, sem hékk
við armband Elísu sjálfrar. „Hún hlýtur
að vera kona Bents,“ hugsaði Elísa með
sér, „og það er barnið hans Bents, sem
liggur þarna við brjóst hennar.“
Konan í hinu rúminu sneri sér að hjúkr-
unarkonunni á ný. „Sagði maðurinn minn
nokkuð um, hvert hann ætlaði, ungfrú?
Ætlaði hann að fara heim?“
„Það veit ég ekki,“ svaraði hjúkrunar-
konan.
„Ó, ungfrú, viljið þér ekki reyna að
hringja til hans? Segið honum, að það
hafi orðið stúlka. Hann óskaði einmitt
eftir því. Og biðjið hann að koma strax
hingað á fæðingarstofnunina."
Stundarfjórðungi síðar stóð Tom upp
til að fara. Hann hafði nú unnið bug á
feimni sinni og ráðaleysi. Hann beygði
sig yfir vögguna, þar sem hinn nýfæddi
sonur hans lá og svaf. Svo sagði hann
hlæjandi: „Er það ekki ótrúlegt, Elísa?
Við höfum eignazt son. Við tvö höfum
16
HÚSFREYJAN