Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 18
úti í bænum, syngjandi, áhyggjulaus,
hugsunarlaus, fullur af lífsgleði-og
kampavíni? I tvö ár hafði Elísa haft hina
dýpstu meðaumkun með sjálfri sér. Hún
fann einnig nú til meðaumkunar, en ekki
með sjálfri sér, heldur með frú Bang. Hún
sneri höfðinu og horfði á litla nýfædda
drenginn sinn. „Hann hefur erft sterkleg-
an munn Toms og skarðið í hökuna,“
hugsaði hún og varð skyndilega hlýtt um
hjartarætur. Hugur hennar reikaði áfram.
Hún minntist þess, þegar þeir Bent og
Tom höfðu staðið hlið við hlið frammi á
ganginum og talað við hjúkrunarkonuna,
Bent í sínum glæsilega kjólbúningi, Tom
í grófum og snjáðum vinnufötum. Aftur
gerði hún samanburð á þessum tveimur
mönnum, sem örlög hennar voru svo
tengd við, og nú sá hún þá í öðru og nýju
ljósi. „Já,“ hugsaði hún, „það er til margs
konar ást. Ást, sem blossar skyndilega
upp með glæstu litskrúði — líkt eins og
flugeldarnir þarna úti —, en er svo horfin
samstundis út í veður og vind. Og það
er til ást, sem verður til í gráum hvers-
dagsleikanum, en vex og dafnar óendan-
lega hægt, unz hún verður loks að eldi,
ekki loga, sem blossar upp og deyr um
leið, heldur eldi, sem brennur á jörðinni
og vermir og blessar þá, sem hafa fundið
hann.“ „Tom,“ hvíslaði hún skyndilega
og grúfði andlitið ofan í koddann, „ég
elska þig. Það er ekki aðeins að byrja
nýtt ár, það er líka nýtt líf.“
Klukkan var nærri því fimm. Unga
hjúkrunarkonan stóð við fótagaflinn á
rúmi frú Bang, með óákveðna og dapur-
lega drætti í kringum munninn. „Frú
Bang, maðurinn yðar hefur. nú hringt.“
„Ó, guði sé lof, hann kemur þá loks-
ins.“
„Nei, frú Bang, hann kemur ekki. Hann
bað mig að skila kveðju. Hann getur því
miður ekki komið. Hann ætlar að koma
á morgun, sagði hann-----í dag, meina
ég, í heimsóknartímanum.“
Frú Bang leit döprum augum á hjúkr-
unarkonuna. „Hvaðan hringdi hann? Var
hann í veizlu? Var hann fullur?“
„Hann hefur áreiðanlega aðeins verið
þreyttur, frú Bang, eða kannski lasinn.
Ég hugsa, að hann hafi hringt heiman
að. Ætli hann hafi ekki bara verið lasinn
og háttað?“
Frú Bang hné niður á koddann og
starði vonsvikin og hrygg út í loftið. „Já,
það er líklega þannig,“ sagði hún hljóm-
laust. „Getið þér ekki látið mig fá svefn-
töflur, ungfrú, ég hef ekkert getað sofið.“
Elísa lá einnig vakandi og horfði á fölt
og þreytulegt andlit frú Bang, og hana
langaði mest til að fara að gráta. „Vesa-
lings frú Bang. Að Bent skuli geta verið
svona hugsunarlaus, svona hjartalaus,“
hugsaði hún með sér.
Hjúkrunarkonan var tæplega horfin út
úr dyrunum, þegar fótatak heyrðist úti
á hinum langa sjúkragangi. Það var ekki
fótatak hjúkrunarkonunnar, það var karl-
maður. „Hann kemur þá samt sem áður,“
hvíslaði frú Bang, og settist til hálfs upp
í rúminu. Hún starði eftirvæntingarfull á
dyrnar. „Ó, Guði sé lof. Ég vissi, að hann
myndi koma.“ Dyrnar opnuðust og há-
vaxinn, brosleitur maður, klæddur vinnu-
fötum, stóð í gættinni.
„Tom,“ kallaði Elisa undrandi. „Já —
en---------“
Hann kom alveg inn. Svo settist hann
á stólinn við rúm Elísu. Hann ljómaði af
fögnuði og horfði til skiptis á Elísu og
barnið í vöggunni. „Ég fékk fríið fyrr,“
sagði hann andstuttur. „Ég sagði yfir-
manninum, að barnið væri fætt og það
hefði verið drengur. Það er heldur ekki
svo mikið að gera svona seinni hluta næt-
ur. Ég ók hérna um, af því-------.“ Hann
hló lágt og feimnislega, „af því að mig
langaði svo til að sjá þig og drenginn
aftur og af því það er dálítið, sem mig
langar til að segja þér.“
„Dálítið, sem þú ætlar að segja mér?“
tók hún upp eftir honum.
Stór munnur haps opnaðist i hlýju
brosi. „Já, en vertu ekki svona hræðslu-
leg, elskan mín, það eru góð tíðindi, sem
ég ætla að segja þér.“ Hann leit alvarlega
á hana. „Elísa,“ sagði hann svo eftir litla
18
HÚSFREYJAN