Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 19
þögn, ,,við flytjum okkur. Við erum búin
að vera nógu lengi í bakhúsinu. Drengur-
inn á að vaxa upp, þar sem er bæði loft
og ljós og falleg græn tré að horfa á. A
morgun fer ég og skrifa undir kaupsamn-
inginn um raðhúsið, sem þú varst hrifn-
ust af.“
„Já, en Tom, það er dásamlegt,“ greip
hún fram í. ,,En við höfum bara ekki efni
á að greiða svona stóra upphæð.“
,,Ég sel mótorhjólið,“ sagði hann. ,,Ég
get fengið 3000 krónur fyrir það og með
því sparifé, sem við eigum, verður það
nóg.“
Augu hennar fylltust tárum. „Mótor-
hjólið,“ sagði hún, „en það er þér fyrir
öllu.“
„Það er það ekki,“ sagði hann og brosti,
„ekki lengur, ekki núna. Það er mér meira
virði, að þú og drengurinn fái góða íbúð
en að geta ekið um á mótorhjóli.“
„Mundu, hvað langt er í vinnuna, Tom.“
„Ég get hjólað eða farið á tveimur
jafnfljótum." Hann hló ánægjulega. „En
það er ekki til neins fyrir þig að mót-
mæla. Þetta eru afgerð kaup.“
„Ó, Tom, en hvað þú ert indæll.“ Hún
grét hljóðlega. Hann tók hendurnar, sem
hún rétti honum og kyssti þær blíðlega.
Svo leit hann enn einu sinni í vögguna og
stóð upp til að fara. „Farðu nú að sofa,“
hvislaði hann. „Ég kem aftur i fyrramálið.
Góða nótt, elskan mín.“
„Góða nótt, Tom.“ Hún lá með spennt-
ar greipar á brjóstinu og hlustaði eftir
skellunum í mótorhjólinu, sem fjarlægð-
ust og dóu út niðri á götunni. Kyrrðin
ríkti á ný. Aðeins smásnökt frá rúmi frú
Bang rauf öðru hvoru þögnina. Utan við
gluggann tók að skíma. Skýin hurfu og
dauf, fjarlæg stjarna kom í ljós á morg-
unhimninum. Elísa greip um litlu silfur-
stjörnuna, sem hékk við úrkeðjuna henn-
ar. Svo sleit hún stjörnuna af keðjunni.
Aldrei, aldrei framar ætlaði hún að bera
þessa stjörnu. Hún minnti hana svo sorg-
lega á mann, sem hún nú fyrirleit.
Frú Bang sofnaði að síðustu, en Elísa
lá vakandi umvafin djúpum friði, og horfði
brosandi móti nýja árinu. Hún hlustaði á
rólegan andadrátt sofandi barnsins síns
í vöggunni við hliðina á rúminu. „Litli
drengurinn okkar Toms,“ hvíslaði hún og
var á þessari stundu fullkomlega ham-
ingjusöm. Hún hélt enn á litlu silfur-
stjörnunni í lófanum og fann nú, að hún
vildi samt sem áður ekki fleygja henni.
Hún ætlaði að geyma hana, ekki til minn-
ingar um mann, sem henni hafði einu
sinni þótt vænt um, heldur til minning-
ar um það, sem þessi langa nýársnótt
hafði kennt henni: Að lífið getur verið
kalt og miskunnarlaust, en að það getur
líka verið gjafmilt og fagurt. Bent var
maður, sem var hvorki verður ástar henn-
ar né nokkurrar annarrar konu, en hann
hafði rétt fyrir sér i því, að jörðin var líka
stjarna. Hún spennti greipar aftur og
brosti. Já, hún lifði á stjörnu og ham-
ingjan lá fyrir fótum hennar. Hún þurfti
aðeins að höndla hana og deila henni með
Tom og litla barninu, sem þau höfðu
eignazt.
Svanhildui- Eggertsdóttir þýdddi.
KONAN OG HEIMILIÐ
Framh. af bls. 6.
lausnarans bjó, mannssonarins, sem
saknaði heimilisins og átti hvergi höfði
sínu að að halla?
Og þó hafði málaramunkurinn fundið
heimili, sem bjó yfir sterkum töfrum.
Þá töfra fann ég vel eftir einnar viku
dvöl í Beuron, þegar gestafaðirinn hafði
leitt mig til dyra, hin þungu klausturhlið
lokuðust, ég var aftur staddur úti í um-
heiminum og leit um öxl til klaustur-
hliðanna, sem báru að yfirskrift þetta
eina orð, höggvið í steininn: PAX: Friður.
Ég veit ekki elskulegu konur, hvort
mér hefur tekizt að flytja hér mál, sem
yður hefur orðið ánægja eða gagn að
hlýða á. En hér er á ferðinni svo mikið
mál. Raunar ekki sérstaklega prests-
kvennanna, heldur allra kvenna. En ég
þakka fyrir, að þið hlustuðuð á mig.
Sr. Jón Auðuns.
HÚSFREYJAN
19