Húsfreyjan - 01.07.1960, Qupperneq 21
birgðaskjólgjafi. Að öðru leyti tilkomu-
lítill og lússækinn.
Reyniviður — gráreynir, ilmreynir og
silfurreynir eru góð garðatré, en eru yfir-
leitt látin standa of þétt, svo að þau
njóta sín sjaldan. Til frambúðar mun ekki
veita af 2.5—2.3 m rými.
Hlynur — fagurt garðatré, en nokkuð
viðkvæmt í byrjun. Styrkist með aldrin-
um. Aðeins haft sérstætt.
Askur — einnig viðkvæmur á uppvaxt-
arárunum, en sækir sig. Aðeins hafður
sérstæður.
Gullregn — blómauðugt, lágvaxið tré
eða stór runni. Fjallagullregn þrífst hér
vel og er haft sérstætt, t.d. í námunda
við tjöm eða bekk í garðinum. Að sjálf-
sögðu koma margvíslegir aðrir staðir til
greina.
Heggur — stórvaxinn runni eða lítið
tré sem þrífst hér mjög misjafnlega.
Blómsælt og gróðursetjist sem sérstætt
eða oftast í runnabeði, sé það í beinu
áframhaldi af skjólbelti.
Grasflatir
Þegar gengið hefur verið frá trjá- og
runnabeðum, liggur næst fyrir að jafna
svæði það, sem eftir er og sá í það grasi.
Um leið og þetta er gert, er merkt fyrir
þeim blómabeðum, sem í garðinum eiga
að vera.
„Hvort er betra að sá, eða nota þök-
ur?“ spyrja margir. Það er betra að sá.
Með sáningu fæst yfirleitt langum fallegri
og mýkri grasflöt en eftir þökur. Ástæð-
an er fyrst og fremst sú, að við sáningu
er notazt við grastegundir, sem reynsla
er fengin fyrir, að henti bezt grasflötum
garða. Með þökum fylgja einatt ýmsar
tegundir, sem eru miður heppilegar, eru
t.d. of grófgerðar, greina sig illa við sí-
endurtekinn slátt, eða þola illa mikla um-
ferð. I þokkabót bætast svo við ýmsar
illgresistegundir, sem alltaf leynast innan
um þökur.
Ef þökur væru beinlínis ræktaðar til
þess að nota í garða, eins og víða tíðkast
erlendis, horfði málið öðru vísi við; þá
væri þökulagning jafnvel réttlætanlegri
en sáning, vegna þess yfirburðar, að gras-
flöt lögð þökum er svo að segja tilbúin
til notkunar strax.
Sáðflöt krefst aftur á móti töluverðrar
biðlundar, því helzt má ekki ferðast á
henni fyrsta sumarið nema til nauðsyn-
legra verka. Af þeirri ástæðu munu marg-
ir velja að leggja þökur, og máski einnig
sökum þess að það er auðveldara og ein-
faldari vinna að þekja en sá.
í fáum löndum mun gefast betra tæki-
færi til ræktunar á góðum grasflötum en
einmitt hér, en því veldur hið svala og
raka veðurfar. Og þótt ekki væri annað
en vel hirtar grasflatir í kringum öll íbúð-
arhús, yrði ærin breyting á umhverfi okk-
ar. Fyrsta skilyrði fyrir góðri grasflöt er,
að jarðvegur sé djúpur, myldinn og
hvorki of leir- né sandborinn. Gott er að
stinga eða tæta hann upp að hausti, svo
frost og loft nái að leika um hann yfir
veturinn. Leggja verður mikla áherzlu á,
að hann sé laus við allt rótarillgresi (t.d.
húsapunt oð þistil) áður en sáð er. Bera
þarf ríflega á landið af vel fúnum búfjár-
áburði, eða 50—70 kg á 10 m2. Að auki
er rétt að dreifa 150 g af kalí, 350 g af
þrífosfati og 1.5—2.0 kg af áburðarkalki
Mynd I.
Sandkassinn er ómissandi, þar sem
börn eru. Gætið þess að láta hann
liggja vel við sólu, og að trjágróður
skyggi ekki um of á hann.
HÚSFREYJAN
21