Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 24

Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 24
hlassi og gert stórt strik í reikninginn. Þetta ætti hvert barn að geta skilið. Það er enginn hlutur til, stór eða smár, sem ekki er gerður úr aragrúa örsmárra ósýnilegra agna — tilveran öll er byggð á þeim — smæðin er því meira virði en flestir hyggja. Smámunirnir geta því ver- ið mjög mikils virði, jafnvel þótt þeir líti hversdagslega út. Við skulum nú taka til athugunar nokk- ur atriði í sambandi við bleikingu þvott- ar með klóri og bleikivatni. Til eru hús- mæður í þessu landi, sem orðið hafa varar við lélega endingu þvottar síns og eru þær of margar. Ef þið, sem þessar línur lesið, eruð í þeim hópi, þá gefið ykkur stund til að íhuga, hvernig þið hafið farið með tauið. Hvaða þvottaefni hafið þið notað og hverra bragða hafið þið neytt, til þess að fá þvottinn ykkar hvítan? Það eru efalaust ekki allar húsmæður, sem gera sér Ijóst, hvaða áhrif þvotta- aðferðir og ýmis þvottaefni og önnur hjálparmeðul hafa á þvottinn. Þess vegna vil ég gefa gott ráð þeim, sem er sárt um þvottinn sinn: Notið aldrei þvottaefni, sem bleikir (sjálfvirkt), án þess að afla ykkur upplýsinga um, hvemig á að nota það og hve mikið er af perbór- ati í því. Mörg sjálfvirk þvottaefni gera jafn mikinn skaða og klórnotkun, séu þau notuð of mikið og á rangan hátt. Notið ekki klór eða bleikivatn, án þess að brýn nauðsyn sé til, og alls ekki, nema kunna full skil á, hvers konar áhrif það hefur á tauið og hvemig bezt er að nota það án þess, að það skaði meir en þörf er. Klór og bleikivatn er mjög skaðlegt fyrir þvottinn, og það segir fljótt til sín, ef það er notað ógætilega. Gætið þess.einnig, að þetta tvennt er sitt hvað. Klórvatn er að- eins klórkalk leyst upp í vatni, en bleiki- vatn er klórkalk og sódi blandað saman í upplausn. Bleikivatnið er sterkara en klórvatnið. Klórvatn, sem við ætlum að laga sjálf, er gert á eftirfarandi hátt: Klórkalkið þarf að leysa mjög vel upp og er það gert í köldu vatni. Við notum i/4 úr bolla (h.u.b. 1 matskeið) af klór- kalki og leysum það upp í ofurlitlu af vatni, síum þetta á þéttu bómullarklæði og bætum við volgu vatni, svo að það verði um ein fata eða 10 1 allt saman. Það er áríðandi að sía þetta vel, því klór- kalkmolar, sem annars kunna að vera í blöndunni, eta göt á tauið á örskömmum tíma, ef þeir fá að liggja með. Nota verður heil, glerhúðuð ílát eða það, sem bezt er, tréílát. Sterk klórupplausn mun þó skemma glerhúðina smám saman og gera hana matta. Aldrei má láta klór í málmílát. Klór leysir upp málma. Af þessu má ráða að fara verður varlega, þegar verið er með klór, ekki má ýrast á fötin, því þá skilur það oftast nær eftir upplitaða skellu eða gat. Klórið er einnig mjög hættulegt fyrir öndunarfæri og augu. Það rýkur mjög fljótt upp, og ef það slettist í augu, getur það haft alvarlegar afleiðingar. Klórgas er baneitrað og ef loftið, sem við öndum að okkur, inniheldur aðeins 0,001% klór er það hættulegt, og ef það inniheldur svo mikið sem 1%, þá er það bráður dauði hverjum þeim, er andar því að sér í örfáar mínútur. Nauðsynlegt er því að geyma klórið í vel þéttum umbúðum, þrýsta lok- inu vel á baukinn, þegar búið er að taka úr honum í hvert sinn, og þó að klórkalk- ið sé geymt þar, sem ekki er hætta á, að það eitri andrúmsloftið, þá er nauðsyn- legt, að ílátið sé loftþétt — klórið er gas- tegund, sem rýkur burt, ef ekkert aðhald er. Viðkvæmur þvottur er aldrei látinn í klórupplausn, það er aðeins gróft og óvandað tau, sem þannig er farið með, helzt bómullarefni. Hör er oft bleiktur, en hann þolir það verr en bómull. Ull og silki má aldrei bleikja með klóri. Tauið, sem bleikja á, er þvegið vand- lega og soðið, ef þörf er — skolað sér- staklega vel, síðan er það lagt blautt í upplausnina og látið liggja sem stytzt í Framhald á bls. 28. 24 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.