Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 26

Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 26
Veljið áleggið eftir brauðtegundinni Mikið kryddað, saltað og reykt álegg hæfir bezt bragðmiklu brauði, rúgbrauði og flatbrauði. Bragðminna álegg hæfir bezt heilhveiti- og hveitibrauði. Sé álegg- ið bragðmikið á skrautið að vera bragð- lítið, eins og t.d. hrærð egg á reyktu áleggi. Bezt er að brauðið sé dagsgamalt, er þá bæði auðveldara að skera það og smyrja. Rúgbrauð skal sneiða þunnt, ann- að brauð heldur þykkara. Nokkrar reglur, sem gott er að fylgja: Útbúið allt álegg, áður en þér byrjið að skera og smyrja sjálft brauðið, t.d. að sjóða egg, hakka allt, sem hakka þarf, útbúa salöt o.s.frv. Skerið brauðið í eins stórar sneiðar og hægt er, t.d. langsum. Þurfi að taka af skorpur eða brauðsneiðarnar skornar m/ mótum, er það gert áður en smurt er. Takið ekki smjörið beint úr ísskápn- um, heldur látið það standa við stofu- hita í nokkrar klst. fyrir notkun. Oft er Ijúffengt að setja krydd sam- an við smjörið, t.d. sinnep, sem hæfir vel reyktu kjötáleggi; sítrónusafa, sem hæf- ir fisk- og skeldýraáleggi og ávöxtum; piparrót, sem hæfir nautakjöti; stein- selju, sem hæfir bæði fisk- og kjötáleggi. En það fer eftir smekk hvers og eins, hvort á að nota það og hversu sterkt Smurt brauð með vínblöndu Egg og síld raðað á ýmsa vegu á litlar brauðsneiðar kryddbragðið á að vera, en munið að betra er van en of. Notið breiðan, fjaðrandi hníf til að smyrja með, og smyrjið fyrst allar brauð- sneiðarnar, skerið þær síðan niður, legg- ið þá allt álegg á, það bragðminnsta fyrst, og skreytið svo allt að lokum. Munið að þerra hnífa og áhöld vel, þegar skift er um álegg. Smurt brauð er ætíð fallegast og ljúf- fengast nýsmurt, en sé það útbúið nokkru áður en það er borið fram, er það látið á harðundnar leirþurrkur á bakka og rak- ur smjörpappír lagður yfir. Sjálfsagt er að setja salöt og grænt skraut á brauðið um leið og það er borið fram. Þarf ekki að taka nema augnablik að koma því á, ef allt er tilbúið. Ath. að hafa salöt það þykk, að þau fljóti ekki út af brauðinu, og ef salatblöð eru til, er ágætt að leggja þau undir. Einnig er hægt að geyma brauðið smurt en áleggslaust. Raða því á bakka, leggja smjörpappír á milli eða hvolfa tveimur sneiðum saman og breiða svo rakan klút yfir. Hentugt, er útbúa þarf mikið brauð. Aldrei má smyrja kex eða annað hart brauð fyrr en rétt áður en það er borið fram. Hér á eftir eru svo nokkrar leiðbein- ingar um það, hvaða skraut hæfir hinu ýmsa áleggi. Hvernig því er komið fyrir, fer eftir smekk, þess skal aðeins gætt, að ofhlaða ekki brauðsneiðarnar. 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.