Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 27

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 27
Síld x kryddlegi: lauksneiðar og dill. Síld í ediki: lauksneiðar. Sardínur í olíu: sítrónusneiðar. Sardínur í tómat: grænt salat eða kai'si. Síldarsalat: eggjasneið, steinselja. Reykt síld: hrærð egg eða hreðkur og hrá eggjarauða eða laukur. Steikt fiskflök: sítrónusneið, remolaði- sósa, eitthvað grænt. Rækjur: sítrónusneið, mayonies og grænt. Humar: sítrónusneið, mayonies og grænt. Reyktur lax: hrærð egg, steinselja. Enskt buff: brúnaður laukur eða asíur, piparrót, soðhlaup eða steikt egg. Svínasteik: rauðkál, soðhlaup, sveskj- ur og soðin epli, asíur. Saxað buff: brúnaður laukur, asíur, steikt egg. Kálfasteik: agúrkusalat, soðhlaup. Lambasteik: agúrkusalat, soðhlaup, sveskjur. Lifrarkæfa: rauðrófur, soðhlaup. Kæfa: rauðrófur. Sviðasulta: rauðrófur. Hangikjöt: hrærð egg. Steikt flesk (bacon): brúnaður lauk- ur og steikt epli. Hamborgarhryggur: ítalskt salat. Uxatunga: ítalskt salat og grænt. Ávextir: þeyttur rjómi ávaxtahlaup. Heitt ostabrauð með reyktu fleski og tómötum Brauðterta skreytt með tómötum, rækjum og majones ,,Spege“pylsa: lauksneiðar. Eggjasneiðar: beinlaus síld eðatómat- sneiðar, majones. Kartöflusneiðar: agúrkusneiðar eða tómatsneiðar, majones. Rifið hrátt grænmeti: sítrónusneiðar, steinselja eða hreðkur, grænt salat. Tómatsneiðar: agúrkusneiðar, lauk- sneiðar, steinselja, majones. Ostur: hreðkur eða agúrkusneiðar eða tómatsneiðar. Setja má fleiri en eina áleggstegund á sömu brauðsneiðina, sem ýmist getur ver- ið kringlótt, ferköntuð eða aflöng. Er þá áætluð ein brauðsneið á mann. Raða skal álegginu á brauðsneiðarnar í þeirri röð, sem gert er ráð fyrir að það sé bor- að, hafa t.d. ekki sild á miðri sneið, en síld á að borða fyrst. Heitt brauð er hægt að útbúa nokkru áður en það er borið fram, stungið svo inn í heitan ofn, þegar húsmóðirin fer að hella á könnuna. Nokkrar tillögur að heitu brauði: Sardínur í olíu, rifinn ostur. Tómatar, steinselja, ostur. Rækjur, karrý, ostur. Rækjur, steinselja, majones þeytt eggjahvíta. Ostur, reykt flesk, tómatar. Hangikjöt eða skinka, sinnep, ostur. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.