Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 30

Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 30
Mynd II. Ýmsir óska sér að hafa litla tjörn í garð- inum. Ekki er rétt að staðsetja hana í miðjum garði, eins og sumir gera, heldur út til hliðar, t. d. út undir einhverju horni garðsins. Við tjörnina má hafa hellulagt svæði og bekk. Gróðursetning er framkvæmd snemma að vori. Eftir miðlínu beðsins er strengd snúra. Meðfram henni er stungið lóðrétt niður með spaða og honum rykkt til þeirr- ar hliðar, er veit að manni; verður þá önnur hlið raufarinnar lóðrétt, en hin ská- sneidd. Bezt er að velja ungar plöntur í limgerði — eða 2—3 ára — sem búið er að endurgróðursetja einu sinni. Barrtré þurfa þó að vera nokkuð eldri (4—5 ára) og æskilegt, að þau hafi verið tvígróður- sett. Plöntunum er raðað í raufina upp að lóðréttu hliðinni, síðan er mold fyllt að. og stigið fast að rótunum. Sé moldin þurr, er vökvað eftir gróðursetningu. Vaxtarrýmið í limgerði er haft nokkuð breytilegt eftir tegundum; yfirleitt er þó gróðursett mjög þétt, eða frá 15 og upp í 30 sm (t.d. björk og víðir 20 sm, greni 25. álmur 30). Alla tíð meðan limgerði er smátt, er þess gætt að halda jarðvegi lausum og hreinum. Hér á landi er völ á mörgum heppileg- um tegundum trjákenndra plantna fyrir limgerði. Sem dæmi má nefna: björk, blátopp, gulvíði, viðju, baunatré, runna- muru, dvergmispil, alparibs, álm og greni- tegundir. Hæð þeirra tegunda er misjöfn, sama máli gegnir um vaxtareiginleika og annað, er ásamt tilgangi ráða úrslitum um, hvaða tegund beri að velja fyrir við- komandi garð. ★ Auk þeirra meginþátta, sem drepið hef- ur verið á, í sambandi við byggingu skrúð- garða, skulu hér talin upp örfá atriði til viðbótar, sem nauðsynlegt er að taka til- lit til við skipulagningu. Sumir kunna að vera þeirrar skoðunar — sjálfsagt fáir þó — að lítil þörf sé að reikna með bifreiða- stæði, þegar gengið er. frá lóðinni. Það kann að vera rétt í einstaka tilfellum, en þó er skynsamlegt að taka það til greina við skipulagninguna, og gera ráð fyrir plássi, bæði fyrir skýli og bifreiðastæði. Sorptunnum þarf að áætla stað. Allir vilja helzt fela þær, sé þess nokkur kostur. Má t.d. leyna þeim á bak við 2—3 runna á aðgengilegum, en ekki um of fjarlægum stað, fyrir þá, sem þurfa aðgang að þeim. Snúrustæðum verður yfirleitt að gera ráð fyrir. Skal reynt að velja þeim stað, sem erfitt er að nota til annarra hluta; þó má snúrustæði ekki vera í of mikilli fjarlægð frá húsi. Þau mörgu íbúðarhús, sem hafa olíugeyma, eru oft í vanda stödd með að láta sem minnst á þeim bera, því algengt er, að þeim sé komið fyrir á áber- andi stöðum. Auk þess er algengt að hæð- arstaðsetning þeirra sé svo frámunalega klaufaleg að erfitt getur reynzt að dylja þá. Rétt er að tyrfa olíugeyma að svo miklu leyti sem hægt er, eða setja utan á þá grjóthleðslu og gróðursetja í hana lágvaxna runna og steinbeðsjurtir. Er þá öruggt að farið verður gætilega að, af þeim, sem sjá um olíubyrgðirnar. Slíkri viðleitni til fegrunar þorir enginn að sýna ósóma. Að síðustu má ekki gleyma leikplássinu fyrir bömin. Því verður að áætla sólríkan stað, þar sem húsmóðirin á auðvelt með 30 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.