Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 31

Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 31
Saga Kvenfélagasambands íslands árin 1951—1960 (Framhald af sögu sambandsins í 1. tbl. 1. árg.) Árin 1951—1954 Á LANDSÞINGI K.í. 1949 var kosin milli- þinganefnd til þess að endurskoða lög K.í. Lagði hún fram nokkrar breytingartillög- ur á landsþingi 1951, en ekki mikilvægar. Þar eð fjárhagur sambandsins var enn þröngur, virtust litlar.líkur fyrir því, að unnt yrði í bráð að taka upp aftur það fyrirkomulag að hafa framkvæmdastjóra á fullum launum. Var þvi frestað breyt- ingu á lögunum, en sömu nefnd falið að vinna áfram að breytingum á lögunum í samráði við stjórn K.I. Skyldi þá meðal annars tekið til athugunar, hvort laga- ákvæðið um framkvæmdastjóra skyldi eigi niður fellt, enda framlengd á þessu landsþingi tillagan frá þinginu 1949, að fela stjórninni að sjá um framkvæmdir og skrifstofuhald. Hafði Rannveig Þor- steinsdóttir annazt um skrifstofuna fyrir stjórnarinnar hönd undanfarin tvö ár. Er landsþing kom saman árið 1953, lágu fyrir víðtækari breytingar á lögun- um en verið hafði árið 1951, meðal ann- ars sú breyting að nema úr lögum ákvæð- ið um framkvæmdastjóra. Náðu flestar breytingartillögurnar fram að ganga, enda stefnuskrá sambandsins í engu breytt né aðalfyrirkomulagi og uppbygg- að gefa því gætur innan frá húsinu. Leik- svæðið má ekki skera um of við nögl, því börnin þurfa gott svigrúm til athafna. Á leiksvæðinu þarf að hafa rúmgóðan sand- kassa, og mætti helluleggja í kringum hann. Fleiri leiktæki koma og til greina. Yfirleitt fer vel á því að afmarka eina eða fleiri hliðar leiksvæðisins með lág- vöxnum gróðri, sem má þó ekki draga að verulegu leyti úr birtu þess. Óli Valur Hansson. HÚSFREYJAN ingu. Mikilvægasta nýmæli í hinum end- urskoðuðu lögum var, að það árið, sem ekki væri haldið landsþing, skyldi haldinn fulltrúaráðsfundur, en fulltrúaráð ætti að vera skipað formönnum allra héraðssam- banda. Gæti stjórn sambandsins á þennan hátt rætt mikilvæg mál við formennina og héraðssamböndin á hinn bóginn staðið í lífrænna sambandi við aðalstjórnina, auk þess sem fundir þessir gætu lagt fyrir landsþingin til ákvörðunar ýmis mál, er héraðssamböndin bæru fyrir brjósti. Á þessu sama landsþingi, 1953, var stjórn K.I. falið að undirbúa 25 ára af- mælismót sambandsins á árinu 1955. Skyldi hátíð þessi vera haldin í sambandi við 11. landsþing K.I. og fulltrúum öllum boðið til mótsins, ásamt formönnum allra félaga innan sambandsins. Ákveðið var og, að gæti formaður félags ekki mætt á móti þessu, væri heimilt að einhver önnur kona úr stjórn hlutaðeigandi félags gæti komið í hennar stað. Að öðru leyti hafði stjórn K.I. óbundnar hendur um undir- búning og tilhögun mótsins. Afmælismótið 1955 Mótið hófst með samsæti i Sjálfstæðis- húsinu í Reykjavík mánudaginn 6. júní kl. 8.30 síðdegis. Voru þar saman komnir formenn kvenfélaga eða fulltrúar þeirra viðs vegar að af landinu, auk stjórnar og starfsmanna K.I. og nokkurra boðsgesta annarra, þar á meðal félagsmálaráðherra, Steingríms Steinþórssonar. Hófst mótið með því, að lúðrasveit lék lagið „Island ögrum skorið“. Að því búnu flutti formaður K.I., frú Guðrún Péturs- dóttir, ávarp, bauð gesti velkomna, minnt- ist brautryðjenda samtakanna, lýsti nokk- uð starfsháttum Kvenfélagasambandsins og kvað efnt til móts þessa meðal annars til þess að koma á nánara sambandi milli 31 L

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.