Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 32
kvenfélaganna í landinu og stjórnar K.l.
Að ávarpi formanns loknu var sungið
„Blessuð sértu sveitin mín“.
Þá flutti félagsmálaráðherra ræðu.
Flutti hann K.I. og kvenfélögum landsins
þakkir ríkisstjórnarinnar fyrir unnin þjóð-
nýt störf á undanförnum árum. Drap
hann meðal annars á, hversu mörg kven-
félög hefðu lagt fram af mikilli fórnfýsi
störf við fjársöfnun til ýmissa stofnana
þjóðfélagsins og þar með átt drjúgan þátt
í, að þær kæmust á laggirnar. Var að
ræðu ráðherrans lokinni sungið „Hver á
sér fegra föðurland“. En að þvi búnu tal-
aði frú Ragnhildur Pétursdóttir, heiðurs-
formaður sambandsins. Rakti hún í stór-
um dráttum tildrög og undirbúning að
stofnun K.I. Var nú sungið „Hvað er svo
glatt“, og svo sezt að kaffidrykkju. Á
rPeðan setið vai" undir borðum skemmti
Þuríður Pálsdóttir með söng, en Arndís
Björnsdóttir leikkona las ævintýrið „Ósk-
in“ eftir Einar H. Kvaran. Samkvæminu
lauk laust eftir miðnætti.
Næsta dag, þriðjudaginn 7. júní, var
áformað að halda sýningu á heimilis-
áhöldum í húsakynnum Húsmæðrakenn-
araskóla Islands í kjallara Háskóla Is-
lands. Hafði skólastjóri Húsmæðrakenn-
araskólans, Helga Sigurðardóttir með
hjálp nemenda skólans, annazt um upp-
setningu og tilhögun sýningarinnar.
Skyldu þátttakendur afmælismótsins
mæta í hátíðasal Háskólans kl. 10 ár-
degis. Flutti þá formaður K.I. nokkur
ávarpsorð, en gaf að því búnu Helgu Sig-
urðardóttur, skólastjóra, orðið. Bauð hún
gesti velkomna til sýningarinnar og fór
nokkrum orðum um sýninguna sjálfa. Að
ræðu skólastjóra lokinni léku þeir saman
á fiðlu og píanó Þorvaldur Steingrímsson
og Karl Billieh. Var síðan gengið til kjall-
ara og sýningin skoðuð undir leiðbeiningu
og með útskýringum nemenda Húsmæðra-
kennaraskólans, en jafnframt voru þarna
kaffiveitingar.
Klukkan 2 síðdegis þennan sama dag
var svo fundur settur í Tjarnarbíó. For-
maður K.I. setti fundinn og tilnefndi að
fundarstjóra Aðalbjörgu Sigurðardóttur,
en að fundarritara Sigríði Einarsdóttur á
Eyrarlandi. Samkvæmt dagskrá, er fyrir
lá, flutti Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri
húsmæðraskólans að Varmalandi, erindi
um húsmæðraskólana og heimilin, en að
því erindi loknu flutti Rannveig Þorsteins-
dóttir erindi um starf Kvenfélagasam-
bands Islands, héraðssambanda og ein-
stakra kvenfélaga. Var að því búnu orðið
gefið laust. Til máls tók þá Sigurbjörg
Hólm frá Siglufirði og flutti stutta hvatn-
ingarræðu til húsmæðraskólanna og raun-
ar allra kvenna landsins um að vemda
móðurmálið. Nokkrar fleiri konur tóku
til máls.
Sama dag mættu konurnar að Hótel
Borg kl. 7 síðdegis til þess að sitja veizlu
í boði félagsmálaráðherra. Fór veizla sú
fram með mestu prýði og var séð fyrir
nokkrum skemmtiatriðum, er gestir
skemmtu sér við hið bezta og að síðustu
var stiginn dans af mesta fjöri.
Miðvikudaginn 8. júní höfðu félögin í
Bandalagi kvenna í Reykjavík tekið að
sér umönnun fulltrúanna utan af landi.
Hófst dagskrá þessa dags með því, að
konurnar skyldu mæta í Þjóðminjasafn-
inu kl. 10 árdegis. Eftir að hafa skoðað
safnið dreifðust aðkomukonur í smáhóp-
um, ásamt þar til kjörnum nefndum frá
kvenfélögunum í Reykjavík, og skemmtu
sér með ýmsum hætti, er mun hafa lokið
hjá flestum með því að fara í Þjóðleik-
húsið um kvöldið.
Fimmtudaginn 9. júní kl. 11,30 árdegis
var lagt af stað til Þingvalla. Var hinn
fornhelgi sögustaður íslendinga skoðað-
ur rækilega og að því búnu setið kaffiboð
áfengisvarnanefnda kvenna í Reykjavík
og Hafnarfirði, en síðan haldið aftur til
Reykjavíkur.
Um kvöldið kl. 19.30 hófst kvöldverð-
arboð í Sjálfstæðishúsinu og skyldi það
vera skilnaðarhófið. Var fljótlega sezt að
borðum og matur fram reiddur. Voru
ræðuhöld mikil yfir borðum, minni drukk-
in og árnaðaróskir fluttar. Meðal annars
talaði þar sendiherra Dana á Islandi, Bodil
32
HÚSFREYJAN