Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 34
laganna í landinu. Hafa nú flest félög og
héraðssambönd sent sína sögu, en sökum
fjárskorts var tekin sú ákvörðun að koma
handritunum í örugga geymslu, þar til
fjárhagur rýmkaðist og hafizt yrði handa
um að vinna úr þeim.
Milliþinganefndin í félagsmálum bar
fram á 2. formannafundi K.I., er haldinn
var á Laugarvatni í sept. 1956, tillögur
um viss atriði, er samræma bæri í lögum
allra héraðssambanda. Jafnframt lagði
nefndin til, að stofnað yrði til bréfaskóla
til þess meðal annars að fræða konur í
kvenfélögum um almenn fundarsköp. —
Féllst fundurinn á að tillögur þessar
færu óbreyttar fyrir næsta landsþing. A
12. landsþingi, er haldið var í september-
mánuði 1957, lágu tillögur þessar fyrir
og voru þar samþykktar óbreyttar ein-
róma. Stjórn K.I. var falið að sjá um að
héraðssamböndin breyttu lögum sínum
skv. tillögum þessum. Hefur síðan verið
að því unnið og talsverður meiri hluti
héraðssambandanna þegar lokið þessum
lagabreytingum, svo að vænta má, að
verki þessu verði lokið, er 14. landsþing
kemur saman á næsta ári, 1961. Á lands-
þinginu 1957 og einnig 1959 var félags-
málanefnd endurkosin í því skyni að
halda uppi bréfaskólanum og jafnframt
vinna að tillögum um samræmingu á lög-
um allra kvenfélaga innan K.I. Verða þær
tillögur að líkindum lagðar fyrir lands-
þing 1961.
Milliþinganefnd sú, er árið 1955 var
kjörin til að undirbúa löggjöf um orlof
húsmæðra, starfaði ötullega að undirbún-
ingi málsins, meðal annars með því að
kynna sér löggjöf nágrannaþjóða í þessu
efni. Lagði hún fram skýrslu um störf sín
á landsþingi 1957 og gerði grein fyrir,
hvernig málum þessum væri háttað ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Taldi þing
þetta sjálfsagt, að störfum yrði haldið
áfram og voru kjörnar í milliþinganefnd
til að vinna að málinu áfram þær Jósef-
ína Helgadóttir, Herdís Ásgeirsd., Hall-
fríður Jónasdóttir, Jakobína Matthiesen
og Petrína Jakobsson. Áður höfðu þær
Rannveig Þorsteinsdóttir og Helga Magn-
úsdóttir beðizt eindregið undan kosningu
sökum anna, en Ingibjörg Zofoníasdóttir
hafði engan þátt getað tekið í nefndar-
störfunum sökum f jarlægðar, og Hallfríð-
ur Jónasdóttir þá tekið sæti í nefndinni
sem fyrsta varakona. Á landsþingi 1959
lagði svo nefnd þessi fram frumvarp að
lögum um orlof húsmæðra, er var sam-
þykkt án verulegra breytinga á lands-
þinginu og stjórn K.í. falið að sjá um, að
frumvarp þetta yrði flutt á næsta Alþingi.
Fengust alþingismenn úr öllum stjórn-
málaflokkum til þess að vera flutnings-
menn frumvarpsins. Lauk málinu svo á
síðasta alþingi, að frumvarpið náði þar
samþykkt með nokkrum breytingum og
er nú orðið að lögum, þótt reglugerð um
framkvæmd þess hafi enn eigi verið samin
af ríkisstjórninni.
Eitt nýmæli er nú mjög á döfinni hjá
K.I. og var rætt á síðasta landsþingi, en
það er samvinna milli K.I. og Búnaðar-
félags Islands, einkum varðandi fræðslu.
Kaus landsþingið þriggja kvenna nefnd
til þess að vinna að málinu, en hún flutti
málið á síðasta Búnaðarþingi, sem kaus
3 menn í nefnd til þess að starfa með
nefndinni frá K.I. að undirbúningi máls-
ins.
Sýnt þykir, að einp heimilisráðunautur
fái eigi annað fræðslustarfi um land allt
og er nú að því unnið að fá úr þessu bætt
með fjölgun ráðunauta.
Sérstakur þáttur í starfi K.í.
Útgáfa „Húsfreyjunnar“
Oft hafði á árunum 1947—1949 verið
rætt um, að K.I. væri nauðsynlegt að
eignast sitt eigið málgagn og jafnvel verið
skipuð nefnd til þess að athuga, hvort til
mála gæti komið að vera í samvinnu við
einhverrf annan aðila um blaðaútgáfu.
Virtist nefndarkonum slíkt ekki vera til-
tækilegt af ýmsum ástæðum. Á landsþingi
1949 hafði blaðsútgáfa það mikið fylgi,
að kosin var þriggja kvenna nefnd til þess
að vinna að því að hrinda í framkvæmd
útgáfu blaðs, ef unnt væri. Nefndin skyldi
34
HÚSFREYJAN