Húsfreyjan - 01.07.1960, Qupperneq 35
vera stjórn K.I. til aðstoðar í máli þessu,
en vitanlega hafði stjórnin úrskurðarvald-
ið. Eftir marga sameiginlega fundi nefnd-
arinnar og Stjórnar K.í. og margs konar
undirbúning varð það að ráði að hleypa
af stokkunum blaði, er bæri nafnið ,,Hús-
freyjan“ samkvæmt uppástungu formanns
sambandsins, Guðrúnar Pétursdóttur. —
Kom fyrsta tölublaðið út fyrri hluta árs
árið 1950 og hófst með ávarpi formanns
K.I. Endaði ávarp formanns á þessa leið:
,,Það er ósk vor, að ,,Húsfreyjunni“ megi
í framtíðinni auðnast að flytja þann fróð-
leik til íslenzkra kvenna, sem efli þær til
að styðja að heill og hamingju heimilanna
og að þær verði sífellt minnugar þess, að
heimilið er hyrningarsteinn þjóðfélags-
• _ U
ms.
I þessum orðum formanns er innifalinn
aðaltilgangur blaðsins. En vitanlega var
einnig til þess ætlazt, að blaðið yrði til
þess að auka og efla félagsanda innan
samtakanna og á þann hátt tryggja ein-
læga samvinnu um stefnuskrármál K.I.
Stjórn K.I. sá ein um útgáfu fyrsta tölu-
blaðsins, en réði skömmu siðar frú Guð-
rúnu Sveinsdóttur, fjölhæfa gáfukonu, vel
ritfæra, sem ritstjóra blaðsins. Hennar
naut þó eigi við í starfi þessu lengur en
svo, að undir hennar ritstjórn kom út
hálfur fjórði árgangur. Lét hún af störf-
um á miðju ári 1953, þar eð henni bauðst
þá söngkennarastarf, tímafrekt, en henni
mjög hugstætt, því að hún er söngelsk
og söngfróð mjög. Gegnir hún nú söng-
kennslu við kennaraskólann.
Á landsþingi 1953 kom fram tillaga um
að kjósa sérstaka útgáfustjórn fyrir blað-
ið með það fyrir augum, að nefnd, er eigi
hefði öðrum störfum að sinna fyrir sam-
bandið en að sjá um útgáfu blaðsins, gæti
frekar einbeitt sér að útgáfu og útbreiðslu
blaðsins en stjórn K.I., er hafði í mörg
horn að líta við stjórn á málefnum sam-
bandsins. Náði tillaga þessi fram að ganga
og var ákveðið, að nefndin skyldi skipuð
þremur konum, kosnum á því þingi.
Kjörnar voru þær Svafa Þórleifsdóttir,
Elsa E. Guðjónsson og Sigrún Árnadóttir.
Varð það skömmu síðar að samráði með
stjórn K.I. og útgáfustjórn, að Svafa Þór-
leifsdóttir skyldi vera aðalritstjóri, en þær
Elsa og Sigrún annast vissa þætti í blað-
inu. Einnig féllst stjórn K.I. á, að Rann-
veig Þorsteinsdóttir skyldi fyrst um sinn
annast afgreiðslu og innheimtu blaðsins
á skrifstofu sambandsins, eins og verið
hafði frá upphafi. En árið 1957 varð sú
breyting á með afgreiðslu og innheimtu
blaðsins, að Rannveig Þorsteinsdóttir lét
af þeim störfum, að eigin ósk, en við tók
Svafa Þórleifsdóttir. Fluttist afgreiðslan
þá og skömmu síðar af skrifstofu sam-
bandsins að Laugavegi 33A, þar sem hún
er enn til húsa.
Brátt varð það að samkomulagi innan
útgáfustjórnarinnaar, að sérhæfa efni
blaðsins meira en verið hefði, með því að
hafa í hverju blaði sérstaka greinaflokka,
manneldisþátt og heimilisþátt. Annaðist
Sigrún hinn fyrrnefnda, en Elsa heimilis-
þáttinn. Nokkurt skemmtiefni hefur og
verið leitazt við að hafa í hverju blaði,
auk ýmiss konar fróðleiks um almenn
efni. Með útkomu 4. tölublaðs 5. árg.
(1954) hófst nýr fastur þáttur í blaðinu,
er fjalla skyldi um ýmis sambandsmál,
eftir því sem stjórn K.I. óskaði eftir á
hverjum tíma. Átti Rannveig Þorsteins-
dóttir upptökin að þessum þætti og hefur
lang oftast séð um þær greinar.
Þær Svafa og Elsa eru enn í ritstjórn
blaðsins, en árið 1957 baðst Sigrún undan
endurkosningu og þær Elsa og Svafa tóku
eigi endurkosningu nema með því skil-
yrði, að kosnar væru varakonur þeirra.
I stað Sigrúnar Árnadóttur var kosin
Kristjana Steingrimsdóttir, húsmæðra-
kennari og í varastjórn voru kosnar Sig-
ríður Thorlacius fyrir Svöfu, en Sigríður
Kristjánsdóttir, húsmæðrakennari fyrir
Elsu. Á siðasta landsþingi voru þær allar
endurkosnar, þó með þeirri breytingu, að
nú skipa þær allar útgáfustjórn blaðsins
samkvæmt tillögu, er samþykkt var á
þinginu.
I fyrstu var ákveðið, að blaðið skyldi
koma út fjórum sinnum á ári og hvert
HÚSFREYJAN
35