Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 39
tillaga var borin upp um breytingar á núgild-
andi skipulagi.
Helga Magnúsdóttir bar fram þá ósk, að Rann-
veig Þorsteinsdóttir veitti skrifstofunni forstöðu
eins og verið hefði, og tóku margir fulltrúanna
undir það.
Fjárhagsnefnd var sammála sjónarmiðum
stjórnar K.I. í fjármálunum.
2. Ráðunautastarfsemin og samstarfið við
Búnaðarfélag íslands.
Framsögumaður Helga Magnúsdóttir. Rœddi
hún málið á breiðum grundvelli og taldi nauð-
synlegt, að haldið vœri opnum möguleikum bæði
fyrir því að hafa ríkisráðunauta og héraðsráðu-
nauta.
Eftir allmiklar umræður voru svofelldar álykt-
anir samþykktar:
I. — Formannafundur K.í. lætur í ljós ánægju
sína yfir því, að B.í. hefur kosið nefnd til þess
að starfa með milliþinganefnd K.í. að auknu og
nauðsynlegu samstarfi milli þessara samtaka.
II. — Formannafundurinn ítrekar ályktun síð-
asta landsþings um fjölgun heimilisráðunauta
K.í. og felur stjórninni að vinna að því, að sem
fyrst komi fleiri landsráðunautar til starfa hjá
sambandinu. Jafnframt telur fundurinn nauð-
synlegt, að sem fyrst verði sett lagaákvæði um
heimilisráðunauta, er starfi sem héraðsráðunaut-
ar. Ennfremur telur fundurinn nauðsynlegt, að
samstarfsnefnd og stjórn K.I. hlutist til um, að
gerðar ver$i ráðstafanir til þess, að ráðunautar
K.í. fái sömu réttindi og ráðunautar B.I.
3. Orlof húsmæðra.
Framsögumaður Aðalbjörg Sigurðardóttir. Út-
skýrði hún hin nýju lög um orlof húsmæðra, er
gefin voru út hinn 30. maí 1960. Voru lögin og
væntanleg framkvæmd þeirra mikið rædd, og
ýmsar fyrirspurnir og athugasemdir gerðar.
Að umræðum loknum voru eftirfarandi álykt-
anir samþykktar:
I. — Formannafundur K.f. beinir því til hér-
aðssambandanna, að þau kjósi sem allra fyrst
orlofsnefndir, samkvæmt lögum um orlof hús-
mæðra og að nefndirnar fari að vinna að fram-
kvæmd laganna, hver á sínu svæði.
II. — Formannafundurinn beinir því til stjórn-
ar K.Í., að fá til birtingar á landsþingi hverju
sinni, yfirlit félagsmálaráðuneytisins um orlofs-
mál húsmæðra og reikninga orlofssjóðs.
III. — Formannafundur K.í. beinir því til fé-
lagsmálaráðuneytisins, að það setji sem allra
fyrst reglugerð um orlof húsmæðra í samræmi
við lög frá 30. maí 1960 um það efni.
4. Samræming á lögum félaga.
Framsögumaður Svafa Þórleifsdóttir. Gat hún
þess fyrst, að ennþá ættu nokkur sambönd eftir
HÚSFREYJAN
kemur út 4 sinnum á ári.
Ritstjórn:
Svafa Þórleifsdóttir
Laugavegi 33A - Sími 16685
Sigríður Thorlacius
Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783
Elsa E. Guðjónsson
Laugateigi 31 - Sími 33223
Sigríður Kristjánsdóttir
Stigahlíð 2 - Sími 35748
Kristjana Steingrimsdóttir
Hringbraut 89 - Sími 12771
Afgreiðslu og innheimtu annast
Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33 A.
Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu
kostar hvert venjulegt hefti 10 kr. Gjald-
dagi er fyrir 1. október ár hvert.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
að skila lögum sínum samræmdum, samkvæmt
því, sem landsþing ákvað, en þó taldi hún, að
tími væri kominn til þess, að fara að undir-
búa samræmingu á lögum félaganna, samkvæmt
ályktun landsþings. Lagði framsögumaður fram
tillögur frá milliþinganefnd í félagsmálum um
nokkur ákvæði, sem skylt væri að hafa í félags-
lögum kvenfélaga. Málið var rætt nokkuð, eftir
að það kom frá nefnd, og var síðan ákveðið að
iáta ekki fara fram atkvæðagreiðslu um tillögur
félagsmálanefndar, en vísa málinu til næsta
landsþings.
5. Steinunn Ingimundardóttir, heimilisráðunaut-
ur sambandsins flutti mjög skemmtilegt og fróð-
legt erindi um starfsíþróttamót, sem hún sótti
í Danmörku á s.l. hausti á vegum K.í. og U.M.F.Í.
Sýndi hún jafnframt myndir frá mótinu, svo og
nokkrar myndir sem hún hefur tekið í sambandi
við starf sitt hér og á fundum sambanda, sem
hún hefur sótt. Var gerður mjög góður rómur
að máli Steinunnar.
6. Önnur mál.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þeim lið.
Fundinum barst kveðjuskeyti frá Sambandi
norðlenzkra kvenna, og sendi hann Halldóru
Bjarnadóttur svar, þar sem henni voru þökkuð
ómetanleg störf í þágu kvenna.
HÚSFREYJAN
39