Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 40

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 40
Um bækur HÖFUNDUR NJÁLU eftir Barða Guðmundsson Það ev ekki venjulegt, að fræðilegar bækur eins og þessi, séu svo spennandi, að maður lesi þær með svipaðri eftirvænt- ingu og skáldsögur. Bókin um höfund Njálu er mestmegnis ritgerðir, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum undanfarin tuttugu ár, en nokkrar þeirra voru þó óprentaðar þegar bókarhöfundur lézt. — Allar munu þær að verulegu leyti unnar til undirbúnings meira verki, sem höf- undi entist ekki aldur til að vinna, en hvað sem því líður, þá eru þær stór- skemmtilegar aflestrar í þeim búningi, Fræðimenn munu taka kenningum Barða Guðmundssonar mjög misjafnlega, en hann heldur því fram, að höfundur Njálu sé Þorvarður Þórarinsson. Hafi hann fellt fjölmörg atvik sinnar eigin ævi í söguferil, sem að einhverju leyti sé byggður á arfsögnum um þæ persónur, sem sagan fjallar um. Bláu eru sterkar og þœgilegar Skjólfatagerðin h.f. Bolholti 6 Mér hefur alltaf þótt Sturlunga í heild óaðgengileg, aldrei getað fylgzt að fullu með öllum þeim ættarböndum og mála- flækjum, sem þar er frá skýrt. En við lestur á ritgerðum Barða Guðmundsson- ar er sem margir þræðir greiðist og skýr- ist, svo að hið mannlega verður ljósara fyrir óbreyttan lesanda, sem aðeins les fornsögurnar sér til skemmtunar, en ekki til fræðimennsku. Barði rekur saman at- burði, sem lýst er í Sturlungu og Njáls- sögu og vefur þessa tvíhliða atburðarás saman á svo skemmtilegan hátt, að aldrei slaknar á athygli lesenda. — S. Th. EFNI: bls. Konan og heimiliö (sr. Jón Auðuns .......... 3 Handavinnusýning (Sigr. Thorlacius) ......... 7 Okkar á milli sagt (Rannveig Þorsteinsdóttir) 10 Hver dagur var kraftaverk (Sigr. Thorlacius) 12 Lög um oriof húsmæðra ...................... 15 Silfurstjarnan (saga, niðurl.) ............. 16 Skrúðgarðar (niðurl. Óli Valur Hannesson) .... 20 Heimilisþáttur (Sigríður Kristjánsdóttir) .... 23 Manneldisþáttur (Kristjana Steingrímsdóttir) 25 Saga Kvenfélagasamb. ísl. (Svava Þórleifsd.) 31 Kvenfélag Selfoss (Sigr. Thorlacius) ....... 36 Utdráttur úr fundargerð 4. formannaf. K.í... 38 Um bækur (Sigr. Thorlacius) ................ 40 Orðsending ................................. 40 ORÐSEISDING TIL KAUPENDA HÚSFREYJUNNAR Afgreiðsla „Húsfreyjunnar" vill vekja athygli á, að nauðsynlegt er, að tilkynna bústaðaskipti, ef unnt á að vera að senda kaupendum blaðið. Á það skal bent að gjalddagi blaðsins er fyrir 1. október ár hvert. Þar sem nokkrir kaupondur eru í sama kven- félagi er mjög æskiiegt, að einhver félagskona taki að sér innheimtu. Með því móti sparast póstgjöld og fyrirhöfn við að senda út póstkröf- ur tii hvers einstaklings, enda óhjákvæmilegt að bæta þá póstkröfugjaldinu við árgjaldið. Skilvísi kaupendanna er eitt höfuðskilyrði fyr- ir því, að fjárhagur blaðsins sé sæmilegur og hægt sé að gera það sem bezt úr garði. Þeir fáu, sem enn hafa ekki gert skil fyrir 10. árg. (1959) eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem allra fyrst. 40 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.