Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 4
HEIMILISHAGFRÆÐI
Heimilishagfræði fjallar um búskap
einstaklinga og fjölskyldna. Með góðum
búskap er átt við það, að menn reyni að
notfæra svo hyggilega sem tök eru á allt
það, sem fellur til búsins.
Húsmæður þurfa að hagnýta það, sem
fellur til búsins, þær eru neyzlustjórar
á heimilinu, ef svo mætti að orði kveða.
Áður fyrr var, eins og kunnugt er, allur
matur skammtaður og var það verk hús-
móðurinnar og sömuleiðis hefur hún séð
hverjum heimilismanni fyrir fatnaði. En
þá fór öll framleiðsla á fatnaði og allur
matartilbúningur fram á heimilinu sjálfu
og bjó hvert heimili sem mest að sínu.
Nú er þetta allt öðruvísi. Framleiðsla
á heimilunum hefur stórum minnkað og
hefur iðnaðurinn tekið við mörgum heim-
ilisstörfum. Framleiðslan er nú mjög fjöl-
breytt og verður fjölbreyttari með hverju
ári, svo að segja má, að það sé miklu erf-
iðara að vera ,,neyzlustjóri“ en áður fyrr.
Svo sem kunnugt er hefur frú Eiríka
Friðriksdóttir, hagfræðingur undanfarin
ár rannsakað neyzluna á íslandi á vegum
framkvæmdabankans. Niðurstöður henn-
ar voru birtar í tímariti Framkvæmda-
bankans ,,Úr þjóðarbúskapnum“. Held
ég að fróðlegt sé að athuga þessar nið-
urstöður nánar.
Þegar smásöluverð er reiknað á öllum
hlutum, sem notaðir hafa verið, var það
árið 1958 samtals fyrir alla Islendinga
4.096 millj. kr. á öllum neyzluvörum.
(Smáleiðréttingar hafa komið fram
seinna) Stærsti liðurinn er að sjálfsögðu
maturinn. I hann eyddum við 1163 millj.
eða um 28% af öllum kostnaði. Til sam-
anburðar má geta þess að föt og skófatn-
aður okkar kostaði 499 millj. Þar sem
húsmæður hafa mest áhrif á matarkostn-
aðinn, skal hann gerður að umtalsefni
hér. Hefur frú Eirika skipt þeim kostn-
aði í níu flokka, eins og sýnt er í töflu I.
Til þess að gera það auðveldara að fá yf-
irlit yfir allar þessar tölur, hef ég ein-
ungis skrifað þær upp í heilum milljónum
króna og getur því numið nokkrum
hundruðum þúsunda króna til eða frá.
Kornvörur og brauð kr. millj. króna 102
Kjöt og kjötvörur - 313
Fiskur og fiskmeti - 73
Mjólk, ostar og egg - 279
Olía og feitmeti _ _ - 96
Ávextir og grœnmeti - 130
Kaffi, te, kakao - 55
Sykur, sulta og sœlgœti _ _ - 100
Önnur matvœli - 15
Fyrir kornvörur og brauð var borgað
102 millj. kr. eða um 9% af matarkostn-
aðinum. Af þeirri upphæð var borgað
63 millj. fyrir brauð og kökur keyptar í
búð, en 39 millj. fyrir mjöl og grjón. Kök-
urnar kostuðu 23 millj., en rúgbrauðið
ekki nema 5 millj. Það er því skiljanlegt
að brauðbaksturinn sitji á hakanum hjá
bökurum.
Fyrir kjöt og kjötvörur voru greiddar
313 millj. kr. eða um 28% af matarkostn-
aðinum. Skiptist þessi liður í allmarga
flokka, sem ég skal ekki gera að umtals-
efni hér. Virðist fara í vöxt að kaupa full-
tilbúið álegg og ýmsar kjötiðnaðarvörur
eins og pylsur o. þ. u. 1., og er ekki nema
gott eitt um það að segja, þegar notað er
kjöt í það, sem annars færi til spillis. En
margt af þessu tlbúna áleggi getum við
sparað stórfé á með því að búa það til
sjálfar. T. d. kostar tilbúin rúllupylsa í
dag 90,50 kr, hvert kg en 35-40 kr. hvert
kg heimatilbúin. Ef við gerum ráð fyrir
4
HÚSFREYJAN