Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 12
SkammdegisnóH Framhald af bls. 9. Nú hrökk litla stúlkan upp af dvalan- um. Hún engdist sundur og saman, andlit hennar afmyndaðist. Eitt andartak leit hún á móðurina skelfdum augum. Síðan linaðist átakið og litli líkaminn varð máttlaus aftur. Björg var sannfærð um að barnið myndi deyja. Það gat aðeins dregist dá- lítið. Hún hafði aldrei séð manneskju deyja, en hún var allt í einu orðin alveg róleg. Hún minntist þess, er hún hafði eitt sinn heyrt gamla konu segja: — Þeir eiga miklu ólokið, sem eiga eftir að skilja við þennan heim. Þessi orð höfðu sezt í huga hennar, og hún hugsaði þau nú. Þettta stóra, óskiljanlega var komið til hennar og var að taka barnið hennar frá henni. Lífið hafði engan veginn reynzt henni létt, og aldrei hafði hún verið verulega hamingjusöm. En ekki vildi hún skipta við fólkið, sem nú var að dansa og skemmta sér í þinghúsinu í Holti. Hún fann einhvem veginn til þess, enda þótt hún hugsaði það ekki skýrt, og hefði því síður getað gert grein fyrir því, eða sagt frá hugsunum sínum, að meira var í það varið að standa augliti til auglitis við þetta alvarlegasta fyrirbæri lífsins heldur en að skemmta sér í hugsunarleysi. Hún skildi, að í nótt var hún að læra þyngstu lexíu, sem fyrir hana hafði verið lögð á lífsleiðinni. Nú reið á, að hún gæti stað- izt þessa raun. Litla stúlkan hennar var ef til vill bezt geymd hjá guði. Þá losnaði hún við allt andstreymi. Honum einum varð hún að treysta. Jón kom með lækninn um morguninn. Þá var Gunna dáin fyrir stundu. Hún lá þarna í rúminu, svo hvít og hrein, og móðirin hafði lokað augum hennar og lagt litla líkið til. Læknirinn horfði á Björgu með hlýju í augum og furðaði sig víst á rósemi hennar. Hann sat stundar- korn inni í baðstofunni, drakk kaffi og talaði við hjónin. Elztu bömin voru vöknuð og horfðu á lækninn stórum undrunaraugum. Þau yngri lágu enn sofandi í bólum sínum. Hér hafði hann ekkert lengur að gera. Leitt að hann var sóttur of seint. Vesal- ings konan að hafa vakað hér alein með börnunum þessa myrku skammdegisnótt og horft upp á dauðastríð telpunnar sinn- ar. Hann langaði að mæla til hennar ein- hverjum huggunarorðum, en vafðist tunga um tönn, fann ekki réttan tón. Jón hlaut vist að fylgja honum til baka. Það var ekki um annað að gera en að kveðja konuna og halda svo af stað. Hann tók fast í hönd hennar, klappaði henni á herðarnar og sagði að lokum: — Þér standið yður vel — eins og hetja. — Þakka yður fyrir komuna, læknir, svaraði Björg, — þó að það yrði um sein- an. Sigga var nýkomin heim, er þeir fóru, Jón og læknirinn. Hún fór að gráta, er hún sá hvemig komið var og barmaði sér yfir því, að hún hefði farið á skemmtun- ina og yfirgefið mágkonu sína. — Mér datt ekki í hug, að þetta færi svona illa, sagði hún snöktandi. — Ég má ekki til þess hugsa, að þú hafir stritt hér ein í alla nótt. Ég hefði ekki átt að vera að flækjast á þessa samkomu.. — Þetta var mér að kenna, Sigga mín, svaraði Björg ofur rólega. — Ég gat beðið þig að vera kyrra hjá mér, en var of stór- lát til þess. Sjáðu hvað litla ljúfan bless- uð brosir fallega. Hún hefur séð eitthvað fagurt, þegar hún var að skilja við. Engla- börnin hafa tekið á móti henni. Ég var heldur ekki ein. Enginn er einn, sem finn- ur til nálægðar guðs, og það hef ég aldrei fundið jafn greinilega og nú í nótt. Síðan signdi hún yfir litla barnslíkið og nokkur tár hrundu um leið niður vanga hennar. 12 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.