Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 10
Svafa Þórleifsdóttir:
Okkar á milli sagt
Samkomulag hefur orðið um það
milli stjórnar K. 1. og mín, að ég fengi
rúm fyrir nokkur orð um útgáfustarf
sambandsins eða með öðrum orðum,
að þátturinn væri að þessu sinni helg-
aður ,,Húsfreyjunni“, blaði K. I.
Mál mitt leyfi ég mér að hefja með
því að færa öllum lesendum blaðsins
kveðju og árnaðaróskir á nýbyrjuðu
ári frá stjórn K. 1. og ritstjórn, Hús-
freyjunnar".
Eins og venja er margra einstakl-
inga og sennilega flestra fyrirtækja,
voru nú um áramótin gerðir upp reikn-
ingar „Húsfreyjunnar“ og leitazt við
að gera áætlun um kostnað við útgáfu
blaðsins á næsta ári. Reikningar ársins
1962 sýndu, því miður, lakari niður-
stöðutölur en tvö undanfarin ár og
skal hér að nokkru að því vikið. Um
næstsíðustu áramót, 1961—’62, var
tekjuafgangur rúmlega 25 þús. krónur.
1 trausti þess að ekki yrðu miklar verð-
sveiflur á árinu 1962 var því engu
breytt um verð blaðsins, sem þá hafði
staðið óbreytt í tvö ár. Þá óraði hvorki
ritstjóm blaðsins né stjórn K. í. fyrir
þeirri verðhækkun, er varð á árinu.
Varð bjartsýni þessi til þess, að í ljós
kom við reikningslok nú um síðustu
áramót, að útgáfukostnaður blaðsins á
árinu varð svo miklu meiri en tekjurn-
ar, að svo að segja allur tekjuafgangur
fyrri ára fór til þess að jafna tekju-
hallann. Til þessa árs er því fyrirliggj-
andi aðeins nokkuð á annað þúsund
krónur. Nú liggur í augum uppi, að
blaðið verður ekki gefið út á þessu ári
svo vel fari með því að hafa aðeins
sömu tekjur og það hefur haft. Ber
jafnframt að geta þess, að hækkun
kostnaðar við útgáfuna síðastliðið ár
tekur aðeins til síðari helmings ársins.
Hins vegar þarf að horfast í augu við
það, að þessi kostnaðaraukning kemur
niður á öllu yfirstandandi ári, jafn
vel þó að svo mikillar bjartsýni gæti,
að þess sé vænst, að verðlag allt hald-
ist óbreytt þetta ár. Að öllu þessu at-
huguðu var aðeins um tvennt að velja,
annaðhvort að minnka útgáfukostnað-
inn með því að minnka blaðið að mun,
fækka myndum og í stuttu máli að láta
kaupendum i té minna lesefni og óásjá-
legra blað, eða hækka áskriftarverð
ritsins
Á síðasta landsþingi K. I., 1961, kom
það berlega í ljós, að konunum var
ríkt í huga að gera blaðið sem bezt úr
garði og að fá meira lesefni, ef kostur
væri. Að athuguðu máli varð því niður-
staðan sú að taka síðari kostinn, þann
að hækka áskriftaverð blaðsins.
Ákveðið hefur nú verið, að áskriftar-
verðið árið 1963 verði 50 krónur. Nem-
ur þessi hækkun tæplega 43%. Til
samanburðar má geta þess, að á síð-
astliðnu ári mun áskriftarverð dag-
blaðanna hér í höfuðborginni hafa
hækkað um 60—63%. Er hér aðeins
um illa nauðsyn að ræða, en ekki það,
að stjórn K. 1. og ritstjórn „Húsfreyj-
unnar“ séu að reyna að gera útgáfu
blaðsins að gróðafyrirtæki. Sambandið
10
HÚSPREYJAN