Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 17
mcmnneldisþattur Ingólfur Davíðsson: Hollusta grœnmetis Fiskur og kjöt er undirstöðumatur má það vera of gróft, né óhæfilega mikið okkar Islendinga — og hefur lengi ver- ið. Neyzla grænmetis fer samt mjög vax- andi. En er nokkur kraftur í grænmet- inu? Þetta er mest vatn segja sumir! Jú, en eru ekki um % hlutar líkams- þunga okkar sjálfra vatn? — Fyrr á tímum var gildi matar aðallega miðað við hitaeiningarnar í honum. Hitaeining- ar eru góðar, en ekki eru þær taldar algildar lengur, síður en svo. Fleira þarf til þess að fæði sé kjarngott, t. d. fjör- efni og málmsölt. Kemur þá grænmeti í góðar þarfir. Þurrefni grænmetis er að jafnaði talið 5—15%, mest kolvetni, þ. e. mjölvi og sykur. Eggjahvítuefni aðeins 1—2%. Undantekning eru ertur og baunir, sem eru eggjahvíturíkar. Nota Austurlandabúar jafnvel sojabaunir í kjöts stað að kalla má. Fita er hverf- andi lítil í grænmeti (minna en 1%). I grænmeti er jafnaðarlega um 1% af steinefnum, einkum kalki; minna af fos- fór og mjög mismikið af járni. Einnig ofurlítið af joði, magníum, kalíum, natrí- um o. fl. I grænmeti eru fjölbreytileg fjörefni (vítamín), sem verja gegn skyrbjúg, augnaþursýki, náttblindu, Beri-beri, pell- agra o. fl. hörgulsjúkdómum. Bæði fjör- efnin og steinefnin eru ríkulegust í nýju „grænu grænmeti“, þ. e. grænum blöð- um, t. d. fífilblöðum, skarfakáli, salati, spinati, grænkáli o. fl. kálblöðum gul- rófnablöðum, steinseljum o. fl. Er stein- seljan jafnvel auðugri af C-fjörefni en sítrónur. Trénið (sellulósa) í grænmet- inu örfar hreyfingar þarmanna. En ekki af því. Bezt er grænmetið hrátt sem sal- at, eða t. d. saxað saman við skyr, eða borðað nýrifið. Brytjið ekki grænmetið smátt til suðu og sjóðið það í sem minnstu vatni — og drekkið vatnið. Ekki má sjóða í járn- eða koparpottum! Nokkuð af C-fjörefni fer út í vatnið við suðuna. Eftir 15 mínútna suðu 1200 g af grænkáli, reyndust 300 mg af C-fjör- efni hafa farið út í vatnið. Ef grænmeti er haldið heitu klukkustundum saman, eins og t. d. oft ber við í eldhúsum mat- sölustaða, eyðileggst mestallt C-fjörefn- ið. I 100 g af rósakáli eru 85—90 mg af C-fjörefni. En eftir tveggja tíma suðu aðeins 30 mg og eftir 6 tíma 3 mg, eða nær ekkert. Er langsoðið eða margupp- hitað grænmeti (þ.á.m. kartöflur) lítils virði. Stutt suða í litlu vatni bezt. Frakkar hafa hrátt grænmetið í sjóð- andi olíu og aðeins svolítið vatn svo það brenni ekki. Er það talin ágæt aðferð. I tímaritið Heilbrigt líf 1,—4. tbl. ’61, ritar Baldur Johnsen læknir fróðlega grein, „Þættir úr manneldisfræðinni“. Segir þar svo m. a.: „Þrjár fæðutegundir kartöflur, gulrófur og mjólk verða alltaf uppistaðan í C-vítamínbúskap okkar Is- lendinga, af því að þær tilheyra daglegu fæði okkar, eru auðveldar í framleiðslu, ódýrar og geymast vel, ef aðgæzla er viðhöfð og eru bragðgóðar og innihalda mörg önnur efni, sem einnig eru mjög mikilvæg líffræðilega séð. Af ræktuðu kálmeti má benda á steinselju, grænkál, spínat, salat, blómkál, hvítkál og rabar- Framhald á bls. 28. húspreyjan 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.