Húsfreyjan - 01.07.1966, Qupperneq 6
livort lyf lians eðia kjarnorka sé „góð“ eða
„iH“ fyrir mannkynið.
Því liefur skilningurinn á því, að vís-
indi megna ekki að sporna við misnotkun
þeirra afla, sem þau liafa leyst úr læðingi,
vakjð trúaráhuga milljóna manna. Þessi
nýi trúaráhugi sannar, að margir gera sér
grein fyrir því, að á kjarnorkuöld þarfn-
ast maðurinn umfram allt sterkara sið-
gæðislegs aðlialds til að stjórna þeim geig-
vænlegu öflum, sem hann hefur sjálfur
framkallað.
Mörgum finnst sem kirkjan, þetta aldna
vígi trúarinnar, gerizt illa leikin af árásum
vísindalegrar vantrúar undanfarin þrjú
hundruð ár. Af því hafa margir álitið, að
trú og vísindi væru ósamrýmanleg, að þekk-
ing og trú gætu ekki farið saman.
Ekkert getur verið fjær hinu sanna. Yís-
indi og trú eru ekki andstæð öfl, heldur
systur. Vísindin reyna að kynnast sköpun-
arverkinu sem bezt, trúin reynir að skilja
skaparann betur. Vísindin reyna að beizla
náttúruöflin í kring um manninn, trúin
reynir að beizla öflin, sem húa hið innra
með honum.
Vísindin eiga ekki sérstaka siðfræði, en
í skoðun sinni og leit að nýjurn skilningi
á sköpunarverkinu, hafa þau mótað verð-
mæti siðfræðilegs eðlis. Þau hafa skapað
sannsögli og auðmýkt. Öll sönn vísindi
lialda gildi sínu meðal allra þjóða og um
allan aldur og vísindalegur sannleikur er
viðurkenndur, þegar búið er að sannreyna
hann. Hafi maðurinn nokkurn tíma kom-
izt nærri því að svara spurningu Pílatusar,
„Hvað er sannleikur?“, ])á hafa það verið
vísindin, sem vörðuðu leiðina. Sjálfur trúi
ég skilyrðislaust á endanlegan sigur sann-
leikans. Ég er viss um, að jafnframt því,
sem við lærum meira um náttúruna, verða
almennt viðurkenndar vísindalegar niður-
stöður til þess að móta liin almennu, mann-
legu markmið og framkomu fólks.
Efnishyggjumenn nítjándu aldarinnar
og Marxistískir arftakar þeirra á tuttug-
ustu öldinni, reyndu að sannfæra okkur
um það, að þegar við fræddumst frekar
um sköpunarverkið með tilstyrk vísind-
anna, þá gætum við lifað án trúar á skap-
arann. Enn sem komið er, er þó niðurstað-
an sú, að nteð hverju nýju svari, sem við
fáurn, vakna nýjar spurningar. Því betur
sem við skiljum margbreytileik frumeind-
anna, eðli lífsins eða ntikilfengleik sólkerf-
anna, þess meiri ástæðu höfum við til að
undrast dýrð sköpunarverks Drottins.
En það er ekki lotningin og aðdáunin
cin, sem skapar okkur þörf á guðstrú. Mað-
urinn þarfnast trúar, eins og liann þarfnast
fæðu, vatns og lofts.
Þrátt fyrir öll vísindi heimsins þörfn-
umst við trúarinnar á Guð. Við þörfnumst
liennar í livert sinn og trúin á okkur sjálf
])rýtur.
S. Th. j>ýddi.
Páll Ólafsson:
Xífwwut
Tíminn mínar treinir ævistundir,
líkt sem kemba’ er teygð við tein
treinir hann mér sérlivert mein.
Skyldi’ liann eftir eiga’ að hespa, spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta’ í höföld, draga’ í skeið?
Skyldi’ liann eftir eiga’ að slíta, linýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?
Skyldi’ hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
Skyldi’ liann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki gizkað á;
en gamall held ég verði þá.
2
HÚSFREYJAN