Húsfreyjan - 01.07.1966, Side 8

Húsfreyjan - 01.07.1966, Side 8
þyngdar og tala um undir- og yfirvigt, mæðrunmn til mikillar mæðu. Hafi la?kn- irinn gengið úr skugga um, að barnið liafi engan sjúkdóm og að það fái fullgilda fæðu, liefir þyngdin tiltölulega lítið að seg ja. Ef ungbarnið er ánægt og heilbrigt, þótt það sé kílóinu meira eða minna en meðalþunginn segir til um, er það miklu meira virði en Jiitt, að hafa fyrirmyndar þyngd eftir töflu, en vera leitt í skapi og óánægt af því að fá ýmist aldrei fylli sína eða vera nauðbeygt til að borða meira en lystin leyfir. Sumar mæður vega barnið á undan og eflir brjóstagjöfinni og reikna síðan nákvæmlega eftir töflunni, live mikið barnið á að fá. Gefa svo barninu nákvæm- lega þennan skammt án tillits til, hvort barnið liefir lyst á því í augnablikinu eða ekki. Með þessu er aðeins vakinn órói í sambandi við máltíðirnar. -—■ Þess liefir ekki orðið vart, að barni yrði meint af að fá eins mikla viðbót og það vill, enda er það mikill léttir fyrir móðurina. Mótbárur eru oft þær, að barnið verði svo brifið af pelanum, að það muni liætta að taka hrjóst- ið. Þess vegna hefir viðbótin oftast verið gefin með skeið. En það er yfirleitt plága bæði fyrir móður og barn og dugar aldrei til langframa. Sé viðbótarmjólkin böfð ósæt eða a. m. k. minna sæt en sagt er fyrir um, þó í pela sé, mun brjóstainjólkin bragðast mun betur og barnið halda áfram að reyna að ná henni til síðasta dropa, áð- ur en það gefst upp. Mæður, sem lítið mjólka, eru yfirleitt mjög sorgmæddar yfir að geta ekki gefið börnum sínum brjóst eins lengi og æskilegt væri. Aðrar hafa samvizkubit af að láta eigin liagsmuni eða vinnu utan lieimilis liafa áhrif á brjóstagjöfina. Við vituin í rauninni lítið með vissu, livern líkamlegan ávinning brjóstabörn liafa fram yfir pela- börn, en trúlega er andlega ldiðin fullt eins mikilvæg. Að ungbarnið fái brjóst, liefur áreiðanlega inikla þýðingu fyrir framtíð- arþroska þess, enda nánasta sambandið sem það liefir við móður sína. I?að er ekkert því til fyrirstöðu, að móðir, sem ekki mjólk- ar barni sínu, leggi það á brjóst á venju- legan liátt og gefi síðan pelann á eftir. Barnið finnur börund móðurinnar, ylinn af lienni og ilminn og líður að öðru leyti líkt og brjóstabarni. Ymislegt annað getur valdið móðurinni áliyggjum á þessu tímabili. Sumar vita ekki um hægðatregðu brjóstabarnsins og byrja að gefa því pípu eða sápustaut, hafi barnið ekki haft hægðir í 1—2 daga. Til að koma í veg fyrir þetta, mætti gera mæðr- unum það fyrirfram ljóst, að brjóstabörn hafa oft ekki liægðir dögum saman, af því að þau melta móðurmjólkina svo vel og að það gerir þeim alls ekkert, ef þau þríf- ast og eru ánægð. Mörg börn eiga bágt með að hætta við pelann sinn. I þeim tilfellum má hugga mæðurnar með því, að einu gildi, þótt barn- ið tolti pelann til l1/^—2ja ára aldurs, fái það fjölbreyttan mat að auki. Hvort mjólk- in fer í barnið gegnum túttu eða úr bolla er alveg sama, aðeins ef sogþörf barnsins er fullnægt — annars fer barnið venjulega að sjúga fingurna. Á þessu sviði getur lækn- ir stöðvarinnar snemma bindrað, að til ósamkomulags dragi milli foreldra og barna. Þegar barn byrjar að sjúga fingur, er það oft merki þess, að það hafi ekki fengið sogþörf sinni fullnægt. Barnið hugg- ar sig síðan við að sjúga fingurinn, ef það er feiinið eða á í erfiðleikum og getur þetta orðið leiður vani, hinum fullorðnu til mikils ama. Oft er gripið til býsna róttækra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir þennan ,,ósið“ og þá á þeim forsendum, að barnið fái skakkar tennur. Nú eru mjög skiplar skoðanir um, livort fingursog fyrir 6 ára aldur hafi yfirleitt nokkur áhrif á tannskekkju harna, en sálfræðingar eru a. m. k. á einu máli um, að auðveldara og ódýrara sé að laga skakkar tennur en að bæta andlegt tjón, sem barnið getur orðið fyrir, sé liarðneskjulega fyrirbyggt, að svo sterk þörf fái úlrás. Að vísu er enginn vandi að fá barnið — með róttækum að- gerðum — til þess að hætta að sjúga fing- ur, en liætl er við að önnur og jafnvel ógcðfelhlari einkenni komi í staðinn. Niðurlag í næsta hefti. 4 HÚSFRF.YJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.