Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 13
s jálf að laga matinn, því ckki væri liægt að fá matreiðslukonu eins og liér heima. Hafði hún að sjálfsögðu öll nýtíztóu áhöld, og fengi nágrannakonur til þess að hjálpa sér við hreingerningu og að bera fram, en ekki væri hægt að fá hjálp til annars. Spurði ég á nokkrum stöðum, hvernig væri með hjálp þegar gesti bæri að garði og var alls staðar sama svarið, að enga lijálp væri yfirleitt að fá við matarlagningu. Frú Fallenius er ung kona, grönn, stælt, og glæsileg. Var liún mjög alúðleg við okk- ur og nutum við þar frú Anderson, sem af- henti smádúk, sænska handavinnu, frá okk- ur konunum. Frá herrasetrinu ókum við yfir „Kinne- kulle“, sem er smáliæð, skógivaxin, en í þessu héraði er sérstaklega fjölbreyttur gróður. Ekki var samt tími til að athuga það neitt nánar. Efst á liæðinni er veitinga- hús og þaðan er ágætt útsýni yfir sveitirn- ar í kring. Þaðan ókum við til Lidköbing og heimsóttum Körstrand-postulínsverk- smiðjurnar, sáum framleiðslu þeirra og livernig liinir ýmsu lilutir verða til. Var okkur öllum gefinn lítill bolli til minning- ar um heimsóknina. Nú var haldið til Skara. Þar tók frú Eva Ásbrink á móti okkur. Frú Ásbrink, sem er guðfræðingur að mennt, er auk þess að vera reklor við stóran unglingaskóla, nokkurs konar borgarstjóri í Skara. Kemur liún fram fyrir liönd borgarstjórnar við öll há- tíðleg tækifæri og veitti okkur konunum dýrðlegan miðdegisverð á Borgarhótelinu. Þar eð þetta var 6. júní, sjálfan flaggdag, Svíu, áttu að vera hátíðahöld um kvöldið og hafði frúin óskað eflir norrænum þætti í sambandi við hátíðahöldin og heimsókn okkar orlofskvennanna. Frú Anderson hafði lofað lienni að ein kona frá liverju Norður- landanna skyldi stíga í ræðustól og flytja kveðju síns lands. Vorum við konurnar ekkert hrifnar af þessu, sérstaklega ég, sem var eini íslendingurinn og gat því ekki komiö mínu hlutverki á neina aðra konu. Fóru nú flestar konurnar að skoða hina fornfrægu og fögru dómkirkju, en við urð- um fjórar að sitja eftir lil þess að athuga um hvað við ættum að tala. Ekki leið á löngu þar til við vorum drifnar ásamt fleiri konum upp í tvær gamaldags lystikerrur og voru tveir stríðaldir gæðingar fyrir hverri kerru. Fyrir þesstnn ökutækjum reið ung og glæsileg stúlka á Ijósjörpum stólpa- grip, og á eftir komu tvær ungar stúlkur á liestum. Var nú liahlið af stað eflir strætum borgarinnar, en allar konurnar gengu á eftir og síðan borgararnir bæði börn og fullorðnir. Staðnæmst var á torginu framan við ráðhúsið, en þar blöktu Norðurlanda- fánarnir og einnig fáni Bandaríkja N.-Am- eríku. Gladdist ég meira en orð fá lýst, þeg- ar ég sá fána íslands blakta við lnin. Nú liófust ræðuhöldin með því að frú Asbrink steig í stólinn og lagði út af orðun- um „Vinná og ábyrgð“, var það sérstaklega eftirminnileg ræða. Þá flutti formaður liús- mæðrafélaganna í Vasa í Finnlandi frú Slína Geust, kveðju síns lands og þakkir fyrir veitta lijálp á stríðsárunum, sem hefði verið Finnum ómetanleg, einkum þó hjálp- in við litlu börnin, sem Svíar liefðu tekið og alið upp og þannig bjargað þcim frá örbirgð. Frú Rutli Tomsen, formaður dönsku htis- mæðrafélaganna í Vejle flutti kveðju Dan- merkur og minntist Ingrid Danadroltning- ar, sem eins þess bezta, sem Danir hafa fengið frá Svíþjóð. Næst talaði frú Inga Borgen frá Þrándheimi um norrænan fé- lagsskap, þakkaði fyrir orlofið á vegum sænska húsmæðrasambandsins og viðtök- urnar í Skara. Að endingu kom ég og tal- aði um norræn samskipti og ferðir á sögu- öld, minntist Helgu Haraldsdóttur jarls af Gautalandi o. fl. Hver okkar liafði aðeins örfáar mínútur, en við vorum fegnar, þegar þessu atriði var lokið. Næstur talaði banda- ríski ræðismaðurinn í Gautaborg og síðan Svíi, búsettur í Bandaríkjunum, sem var heima í orlofi. Stúlka frá ferðaskrifstofu, sem annast um heimferðii Svía, sem bú- settir eru í fjarlægum löndum, talaði nokkur orð, flutt var gamankvæði um fyr- irmenn Skaraborgar og síðan var útlilutað heiðursverðlaunum fyrir björgunarafrek. Þessi heiðursverðlaun hlutu að mestu IIUSFUEYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.