Húsfreyjan - 01.07.1966, Qupperneq 16

Húsfreyjan - 01.07.1966, Qupperneq 16
Ég vildi gjarna líta íit eins og ekkja Win- ston Cliurcliill -— eins og sterku, laufríku eikitrén, sem endalaust hakla áfram að laufgast og veita skjól undir greinum sín- um. Ég vildi gjarna líta út eins og Coco Chan- el, tízkufrömuðurinn, sem myndast dá- samlega, þó hún sé 84 ára gömul, en getur líka litið út eins og gangandi beinagrind. Coco Chanel hefur svo lifandi andlit, að mönnum finnst hún hljóti alltaf að liafa verið eins. Sama mátti segja um franska rithöfundinn Colette. Svoleiðis andlit vildi ég liafa í ellinni. En livað skal gera, ef forsjónin hefur ekki gefið manni andlit, sem verður livað skemmtilegast urn sjötugt, andlit, sem all- ir skoða með ánægju og gleyma öllu er við- kemur tízku og klæðnaði? Beztu ráðin gaf mér ein, sem er 72 ára og hefur það fyrir venju að snerta tærnar með fingurgómunum átta sinnum á hverj- um morgni, áður en liún tekur til við hús- verkin. — Klæddu þig aldrei í svart, — sagði hún. — Svart er fyrir þær ungu með kyn- þokka. Vertu í grænu, blágrænu, jafnvel skarlatsrauðu, aldrei svörtu eða gráu, það eru kerlingalitir. Hafðu alltaf ermar á kjól- unum. Það eyðileggur útlitið að láta upp- handlegginn sjást. Hárgreiðslukonan er bezti vinur þinn. Um leið og hárið á þér er orðið óhreint, þá eldist þú um tíu ár. Kauptu góða skó, góða hanzka og einn góðan skartgrip, ef þú hefur efni á því. Haltu þér við einföldu, sígildu sniðin, ]>á þarf maður lieldur ekki að eiga eins mikið af fötum. Horfðu ekki á skrípalegan tízkuklæðn- að, hann hæfir ekki þínum aldri. Gleymdu hrukkukremi, það veldur vonbrigðum. Hvíldu fæturna uppi á stól livenær sem tækifæri gefst og fáðu þér vandað maga- belti. Mundu alltaf eftir karlmanninum, sem sagði, að kona væri kvenmaður eins lengi og hún liefði snotra fætur. Þú verður að velja milli andlitsins og vaxtarlagsins. Annað hvort verður þú hor- grind með andlitið allt í hrukkum, eða þú lítur út eins og hrezka drottningarmóð- irin. Þú getur ekki gert livort tveggja. .laija, Jiegar ég verð sjötug, jiá vona ég að ég liafi vit á að kaupa mér notalegan, víðan ullarjerseykjól og liætta að liugsa um liáralit og fallega fætur. En auðvitað mun ég óska mér þess á liverju kvöldi, að ég líti út eins og Marlene Dietricli. En þeir selja ekki í krukkum þá lífsorku, sem sú sextuga kona hefur. S. Th. þýddi. Bjargið Framli. af bls. 5. 1 miðjum þessum stóra fossi var klettur, sent vatnsstraumurinn klofnaði um. Hann stóð þar stöðugur og óliagganlegur í straum- kastinu. 1 miðjum þessum kletti eða bjargi var sprunga. Þar bafði lítill fugl byggt lireiður sitt og lá þar glaður og áhyggju- laus á eggjum sínum. Þetta inálverk hlaut verðlaunin. Það sýndi ekki þann frið, sem ríkir í kirkju- garðinum heldur Jiann frið, sem einstakl- ingurinn getur öðlast í önn og ys liins dag- lega lífs. Minnumst þess, vinir mínir, að þennan frið er Kristur fær um að gefa okkur og einnig þess, að æskufólk og uppalendur í okkar landi eru ekki nógu ríkir af þessum friði. Ég vil bera fram þá ósk, að þeim mæðr- um mætti fjölga liér hjá okkar jijóð, sem va-ri það fyllilega Ijóst, að liezta framtíð- argjöfin til hurnanna er sú, að þær byggi breiður þeirra í skjóli bjargsins, kærleiks- ríka og eilífa, seni ekki bregst, þótt stríðir straumar og storinar æði. Þá munum við eignast glöð og andlega þróttmikil ung- menni, sem líkleg eru til þess að bera fram til sigurs göfugar bugsjónir. Þá nmn okk- ar ástka;ra fósturjörð verða auðug af þeim verðmætum, sem livorki mölur eða ryð fær grandað. 12 HÚSl'KF.YJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.