Austurland - 31.08.2001, Síða 7
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
7
Myndbandstæki og brú í björtu báli
- með vinarkveðju til afmælisbarnsins
Fyrir mörgum árum var ég á
ferðalagi í Englandi og þurfti að
bíða í tvær klukkustundir á lestar-
stöð í Woking, smábæ rétt hjá
Fleathrow flugvelli. Ástæðan var
sú að á leiðinni til næstu stöðvar á
minni leið stóð jámbrautabrú í
björtu báli. Af og til komu til-
kynningar í hátalarakerfi stöðvar-
innar með skýringum á töfinni og
fréttum af slökkvistarfi. Flugher
hennar hátignar var mættur
slökkviliði til fulltingis og tæmdi
skjólur úr þyrlum yfir eldinn, að
því er manni skildist af bjöguðum
tóni hátalarakerfísins. Á endanum
var tilkynnt að búið væri að ráða
niðurlögum eldsins og lestin frá
Waterloo væri væntanleg innan
skamms. Brúin var sem sé fær og
á leiðinni skimaði ég út um allt
eftir ummerkjum um eldinn en sá
ekkert. Þegar áfangastað var náð í
Salisbury vildi ég endilega
kveikja á BBC eða Sky og reyna
að sjá myndir af þessu. Heima-
menn sögðu mér að það væri
öruggt mál að þessar stöðvar
myndu ekki segja múkk um þenn-
an atburð. Kannski kæmi smá
innskot á lítilli svæðisstöð en
líkast til bara lítil frétt í "dreif-
býlisblöðum". Það stóð heima.
Bruninn komst ekki í heimsfréttir,
ekki í breskar innanlandsfréttir og
ekki á dagskrá svæðisstöðva á
suður-Englandi.
Þessi saga rifjast oft upp fyrir
mér þegar fréttamat og afstæði
þess ber á góma. Hasarfengnar
aðfarir hersins við slökkvistarf
urðu ekki að frétt í sýslunni,
þama rneðal breskra. Á íslandi er
nóg að foreldrafélag gefi skóla
myndbandstæki til að komast á
baksíðu bæjarblaðsins. Við getum
ímyndað okkur hvað hefði orðið
fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV ef
íslenskt samgöngumannvirki
hefði bmnnið svo ákaft að þyrlur
Bandaríkjamanna á Keflavíkurflug-
velli hefði þurft til að slökkva. Já
- það er afstætt hvað fjölmiðlum
finnst vera umfjöllunarefni.
Vikublaðið Austurland, sem nú
stendur á fimmtugu, hefur alltaf
haft sitt mat. Það mat hefur helg-
ast númer eitt af þeim markaði
sem blaðið hefur sinnt en mark-
hópurinn er lítill og einsleitni
lesenda mikil. Austurland er lausn
í fjölmiðlun sem er klæðskera-
saumuð fyrir svona markað og
fjallar um það sem miðlar á
landsvísu láta eiga sig. Blaðið
endurspeglar austfirskt umhverfi
á miklu ítarlegri hátt en einstaka
fréttaskot á ljósvakanum og inn-
síðufréttir í dagblöðunum gera.
Allt plássið í Austurlandi er helg-
að landsfjórðungnum og íbúum
hans. Það er pláss fyrir Austur-
land í Austurlandi.
Það hefur reyndar verið mis-
Steinþór Þórðarson
munandi eftir ritstjórum og tíma-
bilum hversu mikið pennar Aust-
urlands hafa blandað sér í um-
ræðu á landsvísu. Þó má ábyrgj-
ast, ef eitthvað blað frá 50 ára
sögu þess er valið af handahófi,
að á því megi sjá í sviphendingu
hverjum það er ætlað - þ.e. Aust-
firðingum. Öllum vangaveltum
um mikilvægi svona blaðs vil ég
því svara með spurningunni; eru
aðrir fjölmiðlar að sinna þessu
svæði með þeim hætti að mér (og
nú svarar hver fyrir sig) þyki
fullnægjandi? Eg segi nei og vil
sjá Austurland í útgáfu í önnur 50
ár og rekast á vini og vandamenn
þar á baksíðunni - jafnvel að
afhenda myndbandstæki.
Sparisjoður Noröfjarðar
sendir Austurlandi drnaðaróskir
í tilefni 50 óra afmœlisins
og þakkar samstarfið ó
liðnum órum
SPARISJOÐURINN
SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR
-jýrirþig ogþírn
NORÐFIRÐI OG REYÐARFIRÐI
Austurland í "denn"
Ekki veit ég hvemig maður
hefði komist á legg án Austur-
lands. Hvemig átti maður að vita
hvað var í bíó og hvenær banan-
amir kæmu í Allabúð? Án blaðs-
ins vissi maður ekkert í sinn haus
og ekki einu sinni hvenær skólinn
átti að byrja og enn síður hvaða
bollaleggingar voru í gangi með
sundnámskeiðin. Með því að lesa
Austurland í hverri viku hafði
maður allt á hreinu og vissi bæði
hver stjómaði lúðrasveitinni og
hver formaður hestamannafélags-
ins var.
Hafandi alist upp með mál-
gagnið innan seilingar vissi ég
sitthvað um innviði þess þegar ég
fór að fikta við að ritstýra því í
kennaraverkfalli árið 1995. Elma
Guðmundsdóttir, sem þá var að
hætta sem ritstjóri og Smári
Geirsson ritnefndarmaður, komu
mér á sporið og endirinn varð sá
að ég stýrði blaðinu til haustsins
1997. Þetta var tími töluverðra
breytinga á skipulagi og vinnu-
brögðum við útgáfuna en efnistök
og yfirbragð blaðsins held ég að
hafi breyst minna. Svigrúm skap-
aðist til að ráða blaðamann í
hlutastarf sem stundum varð
meira en fullt starf þegar rit-
stjómin var farin að taka að sér
ýmis tilfallandi útgáfuverkefni.
Elma kom aftur og nú í hlutverk
blaðamannsins og ýmsir lausa-
pennar voru viðloðandi blaðið í
lengri og skemmri tíma, einkum
þeir Pjetur St. Arason, Gunnar
Ólafsson og Guðmundur R. Gísla-
son. Ritnefndarmenn, einkum
Smári Geirsson, Guðmundur
Bjamason og Einar Már Sigurðar-
son vom einnig áberandi í blaðinu
svo og ötulir greinahöfundar eins
og Hjörleifur Guttormsson. Aust-
urland átti víða hauk í homi í ná-
grannabyggðum Neskaupstaðar
og gjarnan birtust pistlar frá
Jóhanni Jóhannssyni á Seyðis-
firði. Ari Hallgrímsson á Vopna-
firði og Magnús Stefánsson á Fá-
skrúðsfirði vom blaðinu oft innan
handar með fréttir og annað efni
og margir eru ótaldir. Það var því
fjarri því að Austurland væri eins
manns fréttablað á þessum tíma
sem undirrituðum þótti afar mik-
ilvægt. Blaðið átti að vera vett-
vangur margra radda og skoðana-
skipta en ekki einræða ritstjórans
og einhliða miðlun á skoðunum
hans.
Það má nærri geta að oft hafi
verið líflegt á ritstjórnarskrifstof-
unni í Brennu. Ritstjómarstarfið
fól í sér mikil samskipti við fólk
um allan fjórðung og í því starfi
kynntist maður fjöldanum öllum
af góðu fólki. Allir vildu greiða
götu Austurlands. Ég á ekki von á
að það hafi breyst.
Lukku til
Austfirðingar góðir. Austurland
hefur náð þeim áfanga að hafa
verið hluti af tilveru okkar í hálfa
öld. Önnur sambærileg blöð, sem
víða finnast allt landið um kring,
hafa ekki gert betur - Austurland
er aldursforsetinn. Þetta er tilefni
til að fagna og aðstandendum
blaðsins, starfsfólki, ritnefnd og
öðrum velunnurum, svo og Aust-
firðingum öllum vil ég senda
árnaðaróskir í tilefni þessara
tímamóta. Megi Vikublaðið
Austurland og austfirsk fjöl-
miðlun dafna vel um ókomin ár.
Verkmeimtaskóli
Austurlands
Meistaraskóli / Iðnmeistaranám
Kenndar verða almennar bóklegar-
og stjórnunargretnar. Kennt verður
í lotum um helgar og í mynd-
kennslubúnaði VA eftir því sem við
verður komið.
Kennsla hefst föstudaginn 14. sept.
Skráning stendur yfir.
Upplýsingar og skráning hjá Marinó
í síma 477-1285 og 477-1620
Skólameistari