Austurland - 31.08.2001, Side 9

Austurland - 31.08.2001, Side 9
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 9 A tímamótum Ekkert austfirskt blað hefur lifað jafn langan tíma og Austur- land og mér er til efs að nokkuð annað landsmálablað eigi svo langa sögu. Þegar blaðið hóf göngu sína fyrir hálfri öld hafði ekkert blað verið gefið út í fjórð- ungnum um langa hríð, þrátt fyrir að blaðaútgáfa á Austurlandi hafi hafist nokkru fyrir aldamót og er það merkileg saga sem rakin var að nokkru í jólablaði Austurlands fyrir nokkrum árum. Blaðið er elst þeirra svokölluðu bæjar- og héraðsfréttablaða sem gefin eru reglulega út á landinu. Það er engin launung að Aust- urland var upphaflega gefið út í pólitískum tilgangi og var blaðið skeleggur málsvari sósíalista um langt skeið. Pólitísk skrif fyrsta ritstjóra blaðsins, Bjama Þórðar- sonar, náðu langt út fyrir að vera bundið við bæjarmálin í Neskaup- stað eða Austurland þrátt fyrir grein sem birtist á fyrsta tölu- blaðinu 31. ágúst 1951. Forsíður blaðsins voru stundum undir- lagðar af landsmálapólitík og jafnvel á stundum heimspólitík. Bjama var ekkert óviðkomandi þegar hagsmunir hinna minni máttar vom í húfi og gilti þá engu hvort vegið var að þeim frá Alþingi eða utan úr hinum stóra heimi. Það fer ekki hjá því að blað breytist á 50 áram. Þó í megin- dráttum hafi stefnu Bjarna verið fylgt þá urðu alltaf einhverjar breytingar með nýjum ritstjóram sem hafa þó ekki verið fleiri en átta á þessum 50 áram. Breyting- ar í fjölmiðlaheiminum á síðustu áram hafa verið örar og kallað á annars konar blað, blað óháð pólitískum skoðunum, blað með fleiri stuttum fréttum, viðtölum og síðast en ekki síst myndum að ógleymdu því að blað þarf að vera að hluta til í lit. Því hefur löngum verið haldið fram að myndir hafi skipt litlu máli fyrir Bjama Þórðarson og eftir honum haft að myndir væra fljótlesnar. Auðvitað var það á margan hátt erfiðleikum bundið að hafa myndir í blaðinu. Það þurfti að senda filmur til framköllunar til Reykjavíkur. Aftur austur og síðan aftur suður til að vinna myndimar á blýplötu. Myndir af atburðum líðandi stundar vora því afar fátíðar. Það var líka jafn eðlilegt að blaðið hefði mikinn Norðfjarðarsvip og þar áttu aug- lýsingarnar stóran hlut að máli, því auglýsingum utan Neskaup- staðar var ekki mörgum til að dreifa. Allt til dagsins í dag hefur það verið svo að flestar auglýs- ingar blaðsins era úr heimabyggð og blaðið hefur átt því láni að fagna að hafa traustan og góðan hóp auglýsenda þó á stundum þær hafi frekar verið birtar af velvilja til blaðsins en af þörf á auglýs- ingunni sem slíkri. Austurland hefur nú rannið sitt skeið sem Norðfjarðarblað þó svo að útgáfa nýs blaðs sé fyrirhuguð þar áfram. Nýtt Austurland verð- ur óháð blað sem birta mun fréttir af öllu Austurlandi. Útgefendur þessa nýja blaðs gefa sér ákveð- inn tíma til að sjá hvort tilraunin heppnast og á því hef ég fulla trú. Sjálf hef ég átt góðar stundir með blaðinu frá því að ég seldi það fyrst 10 ára gömul eða svo. Samfylgdin er því þökkuð af heilum hug og nýju blaði óskað velfamaðar. Elma Guðmundsdóttir Úr 40 ára afmælisblaðinu 'Tí^jjstu rland barat Heig' Seljan\ “A3ói« utverki að gegrta ’i Eysteinn Jónsson ‘Álít er Birgif Óh™Sm!lfös,urnsi‘°i“"-: VllhJalmur Hjáimarsson ‘TH hamingju með afmælið” Haraidur Bjarnasonl Úr blaðinu fyrir 50 árum Til lesenda Það eru nú liðin allmörg ár síðan blaðaútgáfa Austfirðinga lagðist niður að mestu. Aður hafði þessi starfsemi um langt skeið staðið með miklum blóma og þá fyrst og fremst á Seyðisfirði, þar sem prentsmiðjur höfðu verið reknar áratugum saman og landsþekkt blöð verið gefin út undir forystu landsþekktra athafnamanna og menntamanna. Nú um margra ára skeið hefur ekki verið um neina blaðaútgáfu á Austurlandi eða nánar tiltekið á öllu svæðinu frá Vestmannaeyjum til Akureyrar að ræða, að undanskildu tímariti Fjórðungsþings Austfirðinga, sem er allt annars eðlis en hér er um rætt. Þetta ástand getur ekki talist vanzalaust. - Blöð eru nútímamanninum nauðsynleg og það er illt fyrir heilan landsfjórðung að vera algjörlega upp á aðra kominn í þeim efnum. Blaði því, er hér hefur göngu sína, er ætlað að bæta úr þessari vöntun og ef til vill gæti útkoma þess orðið til þess að fleiri Austfjarðablöðum yrði hleypt af stokkunum. Eins og nafnið bendir til, er blaði þessu ætlað að vera fjórðungsblað. Það mun fyrst og fremst ræða sérmál Austurlands bæði fjórðungsins í heild og einstakra byggðarlaga. Reynt verður eftir föngum að hafa efni blaðsins fjölbreytt og almennu efni ætlað mikið rúm. Einkum verður Iagt kapp á að í blaðinu komi sem mest af fréttum af Austurlandi, en engin áherzla verður lögð á aðrar fréttir, hvorki innlendar né erlendar. Þó blaðið sé gefið út af pólitízkum félagsskap, mun hendinni ekki slegið á móti greinum utanfiokksmanna um málefni Austurlands. Framtíð þessa blaðs er undir því komin, að Austfirðingar kaupi það og lesi. - Austfirðingar heima og heiman eru því hvattir til að styðja þessa viðleitni til að endurvekja blaðaútgáfu Austfirðinga, með því að gerast áskrifendur að blaðinu. ÚTGEF. r Olíuverslun Islands sendir vikublaðinu Austurlandi kveðjur í tilefni 50 ára afmælisins og þakkar áralangt og gott samstarf olis

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.