Austurland - 31.08.2001, Blaðsíða 20

Austurland - 31.08.2001, Blaðsíða 20
Upptökustoðvirkin eru wikil mannsvirki og gefa myndirnar aðeins litla grein fyrir umfangi þeirra. Stœrri myndin er tekin ofan við Drangaskarð og til suðurs og sýitir vel garðinn og keilurnar og hin sýnir hvernig upptökustoðunum hefur verið raðað ífjallið. Uppsetning á eítir áætlun Framkvæmir við uppsetningu upptökustoðvirkja í fjallinu ofan við Neskaupstað eru nokkuð á eftir áætlun. Verkinu átti að ljúka í haust en ýmislegt hefur orðið til að seinka framkvæmdum. Mikið jarðvatn hefur tafið framkvæmdir, snjóa leysti seint og veðrið í sumar hefur ekki flýtt fyrir. Bæjarbúar telja flugmann þyrl- unnar einstakan snilling því stundum hefur þyrlan hreinlega horfið í þoku en alltaf skilað sér til baka. Búið er að flytja mest af stoðvirkjunum upp en eftir að reista nokkuð af þeim. Þyrlan sem notuð er við flutningana hafði í lok júlí farið 474 ferðir til og frá fjallinu og í ágúst voru ferðirnar mjög margar. Alls hafa um 18 manns unnið við þessar framkvæmdir, sjö frakkar, tveir ítalir og átta íslendingar. Myndimar tók einn af frökkunum. Atmælisbiaö Elsta landsmálablað lýðveldisins Stofnað 1951 Austurland Fjarðabyggð 31. ágúst 2001 Verð í lausasölu kr. 250- / Akvörðun um Hafið tekin í vikunni Eins og fram hefur komið komu fulltrúar frá kvikmynda- félaginu Sögu ehf. hingað austur í byrj- un júní. Tilgangurinn var að kynna sér aðstæður til kvik- myndagerðar. Það er Hafið byggt á Ieikriti Olafs Hauks Símon- arsonar og nú í end- urgerð höfundar og Kormáks Baltasar, sem fyrirhugað er að kvikmynda. Að sögn Lísu Kristjánsdóttur hjá Sögu ehf. þá mun hópur fólks vera þessa dagana á Norðfirði að kynna sér staðhætti og annað frekar og verður nú væntanlega tekin endanleg ákvörðun um hvort kvikmyndin verður tekin hér eða ekki. Hún sagði að til- kynning um það yrði gefin út fljótlega, væntanlega í næstu viku. Ef af verður má búast við að verkið taki að minnst kosti átta vikur og má búast við að nokkuð mikið verði umleikis því starfsfólk verður um 30 talsins auk leikara. Einstök 6. braut Ný bru yfir Norðfjarðará tilbúin í desember Allt útlit er fyrir að almennri umferð verði að nýju hleypt á brúna yfir Norðfjarðará eftir helgi. Þungaflutningar fara þó áfram yfir bráðabirgðaveg sem settur var yfir ána neðar. Byrjað verður á byggingu nýrrar brúar í næstu viku. Hún verður 35 metrum ofan við gömlu brúna og verður 36 metrar að lengd. Aætlaður kostnaður við brúarsmíðina er um 60 milljónir króna auk þess sem breyta þarf vegastæðinu beggja vegna hennar. Kostnaður vegna byggingar 1,5 km langs vegar að brúnni er áætlaður 40 milljónir króna, svo heildarkostnaður nemur um 100 milljónum króna. Samkvæmt áætlun á að ljúka við brúna í desember þannig að hægt verði að taka hana í notkun, en slitlag og lokaframkvæmd er á framkvæmdaáætlun vorið 2002. Norðfjarðarbrú var á áætlun og stóð til að bjóða hana út núna og ljúka smíði hennar næsta vor, en framkvæmdinni er nú flýtt og mun brúarvinnuflokkur frá Vega- gerðinni byggja brúna. I úrfellinu sem gekk yfir Aust- firði 21. ágúst s.l. flæddi Norð- fjarðará yfír bakka sína með þeim afleiðingum að brúin yfir ána var að komin að hruni og áin flæddi yfir golfvöllinn með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Völlurinn var um tíma óleikfær vegna aur- og malarburðar úr ánni. Ain ruddi m.a. yfir völlinn hluta efnishauga sem biðu flutnings burt úr ánni og var áttunda braut vallarins al- gjörlega umlukun vatni. Þá var völlurinn að stærstum hluta þak- inn leir. AU nokkuð hefur grafist úr bökkum árinnar að sunnan og vestanverðu, en stjórn GN hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að gera ráðstafanir til að verja völlinn frekari ágangi árinnar. Félagar í G.N. hófust þegar handa um leið og völlurinn varð fær við að lagfæra og snyrta það sem skemmdist, en í sumar hefur völlurinn verið í topp ástandi og staðist samjöfnuð við það sem best gerist annars staðar. Einar Már úr þingflokknum? Á heimasíðu DV í fyrradag kemur fram að mjög sé þrýst á Einar Má Sigurðarson að segja sig úr þingflokki Samfylkingar- innar. Vitnað er í ónafngreinda einstaklinga, sem kallaðir eru forkólfar Samfylkingarinnar á Austurlandi. Hjá öðrum þeirra kemur fram að „Menn séu búnir að fá alveg upp í kok af fram- komu flokksforustunnar í raforku- málunum, bæði því sem snúi að virkjunarmálunum og eins hvað varðar álversmálið." DV segist hafa fyrir því öruggar heimildir að talsvert hafi verið um funda- höld almennra flokksmanna fyrir austan vegna þessa og rætt um hugsanlegar hópuppsagnir úr Samfylkingunni. Annar sagði að „Það væri sama hvort það væri formaðurinn eða einhverjir aðrir úr forustunni, þeir berjast allir gegn hagsmunum okkar í þessum málum og við sjáum ekki að við eigum samleið með þessu liði.“ Ekki náðist í Einar Má vegna málsins, en hann er staddur erlendis í sumarleyfi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.