Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Síða 8

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Síða 8
2 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ og veru hafa þeir einir lialdið við lífinu í skáklistinni á landi hjer, að því leyti sem þeir hafa náð til og innan fjelagsskapar síns. En þessir menn hafa verið og eru fáir og^áhrif þeirra náð skamt út fyrir hring skákfjelaganna. Og sje litið a skák þá, sem um langan aldur, og nokkuð alment, hefir verið iðkuð í bæjum og í bygð, hefir hún oftast verið að miklu leyti sneydd viti og list hinnar sönnu skákíþróttar. Meðal annars er það nú tilgangur með útgáfu íslensks skákblaðs, að flytja þeim mönnum, sem þessa skák iðka, sem nú var nefnd, allan nauðsynlegan fróðleik skáklistarinnar. Það ætlar sjer að tak- ast á hendur, að vekja upp og glæða áhuga landsbúa fyrir hinni æfagömlu skáklist og skákíþrótt. t>að ætlar að koma sem kennari og fræðari til þeirra, sem lítið eða ekkert hafa svipast um í dular- og fyrirbrigðaheimi skáklistarinnar, hvetja menn til að iðka hana og þykja vænt um hana. Það ætlar að vera þeim og öllum, hvort held- ur eru æfðir eða óæfðir skákmenn, spegill íþróttarinnar og listar- innar, eins og hún er iðkuð í gervöllum heimi af meisturum og forystumönnum hennar. — Þessum tilgangi hygst íslenskt skákblað að ná með því, að flytja stutfar og glöggar ritgerðir um skák, kafla um viðurkendar skákbyrjanir og skákfræði, tefldar skákir, með skýr- ingum, ýmist eftir fræga skákmenn erlenda eða bestu skákmenn hjerlenda, skákdæmi o. s. frv. — Auk þess mun blaðið segja frá öllum nýjungum, er gerast í skákheimi, frá kappmótum erlenduni og innlendum, frá afrekum einstakra skákkappa og því um líkt. Blaðið ætlar einnig smám saman að flytja æfiágrip bestu skákmanna heimsins, lifandi og liðinna, og með tímanum hafa á þann hátt gert lesendum sínum kunna skáksögu þjóðanna. Fyrir rúmum tveini árum síðan var vakið máls á því í Skákfje- lagi Akureyrar, að brýn þörf væri á skáktímaiili íslensku. Varð áhuginn fyrir þessu svo eindreginn, að ákvarðað var, að byrja út- gáfu slíks rits. — En í sömu mund komu fram raddir um það, að beinasta leiðin til þess að efla viðgang íslenskrar skáklistar væri sú, að stofna til sambands milli staifandi skákfjelaga íslenskra. Urðu flest skákfjelög sammála um þetta og var Samband íslenskra skák- fjelaga stofnað og biáðabirgðastjórn kosin í vetur. Verður nánar um þessa sambandsstofnun ritað í þessu blaði. — Nú þótti eðli- legast, að stjórn Sambandsins tæki að sjer framkvæmdir um útgáfu íslensks skákblaðs, og varð það að ráði. Gerði hún þegar samn-

x

Íslenskt skákblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.