Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Qupperneq 29
ÍSLENSKT SKÁKBLAí)
23
SKÁKENDIR.
Skákenda þenna hefir pólski skákmeistarinn D. Grzepiorka búið
til. Hafa margir skákmenn spreylt sig á að ieysa hann, en orðið
þeim örðugur viðfangs. Með-
al þeirra, er hafa reynt sig á
honum, er Dr. E. Lasker og
Dr. Tatrasch, og er sagt, að
þeim hafi reynst hann eifið-
ur. Skákendinn birtist fyrir
þrem árutri í pólsku skákblaði
og gat enginn af kaupendun-
uni sent ijetta lausn. — Mundu
lesendur íslensks skákblaðs
geta gert betur? Væri ánægju-
legt, ef lesendur vildu senda
ráðningarnar til ritstjóra ísl.
skákblaðs.
TILLESENDA,
Pað eru vinsamleg tilmæli vor til yðar, skákvinir góðir, að þjer
á ýmsan hátt eflið og styrkið þessa viðleitni vora að halda úti ís-
lensku skákblaði, Petta getið þjer gert með ýmsu móti. í fyrsta
lagi er það ósk vor og von, að þjer Ieggið yður fram að útbreiða
blaðið í nágrenni yðar. Eins og þjer sjáið á þessu 1. hefti er ís-
lenskt skákblað ekki aðeins ætlað æfðum skákmönnum, lreldur er
það einnig samið við liæfi byrjenda í skák. Það eru því tilmæli
vor og krafa — og að oss virðist rjettmæt — að þjer reynið til
að útbreiða blaðið meðal þeirra, sem lítið eða ekkert hafa enn
fengist við skák. Það velfur æði mikið á yður í þessu efni,
því að lekjur Skáksambandsins veiða litlar í fyrstu, en kostnaður
við útgáfu blaðsins mikill. Vjer vitum, að í bæjum og í sveitum
landsins-eru fjölmargir, sem tefla skák, og er brýn nauðsyn á leið-
beiningum þeirn, sem blað þetta hefir að bjóða. Enda er verð
blaðsins ekki svo hátt, að öllum sje ekki kleyft að kaupa það. Vjer
væntum einnig þess, að þjer styðjið það með því, að senda því
l'nur, t. d. um skákiðkanir í nágrenni yðar, tefldar skákir og
skákdæmi og þvíuml. Fyrirspurnum mun og verða svarað eft r
bestu getu.