Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 3

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 3
f SLENSKT SkJlKBLÁB. ÚTOErANDI : SKÁKSAMBAND ÍSLANDS, AKUnETHI. II. árg. Akureyri 1. des. 1926. 1. heftl. ADOLF ANDBRSSKN. 1818—1870. t>að er að vísu að bera í bakkafullan lækinn, að minnast þessa fræga skákkonungs hjer, þótt á hinn bóginn þess væri vert að rita um hann langt mál. En bæði er, að nafn hans er kunnara víðs- vegar um heim en flestra eldri skákmeistara, og um hann hefir verið ritað meira en flesta aðra. Og minningin um skáksnilli hans, fegurð og kraft á því sviði, lifir áreiðanlega meðal allra skákmanna meðan skák verður tefld. Adolf Anderssen er fæddur í Breslau á Þýskalandi 6. júlí 1818. Ólst hann þar upp og bjó þar síðan alla æfi. Yfirgaf hann aldrei fæðingarborg sína, nema til þess, við og við, að flytja skáksnilli og orðstír hennar út um allan heim. Þessi skákferðalög voru hon- um áhugamál, því að hann unni skáklistinni hugástum, þótt hann setti aldrei á odd skákfrægð nje skáksigra. Þetta einkennir Anderssen — eins og að vísu Morphy — frá hinum síðari skák- meisturum, án þess þó að skugga sje á þá kastað. En tímarnir breytast og mennirnir með. — Ungur hneigðist Anderssen að skáktafli, og þegar í bernsku iðkaði harm skák mikið. Var hún ávalt, frá fyrstu dögum hans og til æfiloka, heitasta áhugamál hans. En þrátt fyrir ást sína á skák- listinni, var hann samt hinn ástundunarsamasti námsmaður skólaár sín við latínuskólann í fæðingarborg sinni, og var auk þess hinum bestu gáfum gæddur. Við skóla þenna tók hann stúdentspróf með ágætis einkunn. Síðan tók hann magisterpróf og fjekk kennarastöðu í fæðingarborg sinni. Nokkru síðar hlaut hann prófessors- og doktors-nafnbót. — A þessum árum var all margt góðra skákmanna í Þýskalandi. Sköruðu þar einkum frain úr þeir v. Bledow og v. d. Lahsa, — höfundar að Handbuch des Schachspieles, — Majet, Löwenthal o. fl. — Eins og geta má nærri, varð hann framan af að lúta í 'ægra haldinu fyrir slíkum köppum. Þroskaðist þó taflstyrkur hans brátt, er hann tók að þreyta kapp við bestu skákmenn. Og snemma tóku menn eftir snild þeirri, sem liann þráfaldlega síðar sýndi um- heiminum í skákum sínum. —

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.