Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 15

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 15
ÍSLENSKT SKÁKBLAD 13 36. Bb2Xf4 e5Xf4! Oefið. Skák pessi er ein af símakapptöfl- um peim, sem háð voru milli Reykja- víkur og Akureyrar nóttina milli 2. og 3. janúar síðastl. Skákin er tefld á borð 1 (Akureyri: Stefán Ólafsson, Reykjavík: Eggert G. Gilfer). — At- hugasemdir eftir Eggert G. Gilfer. L O F 'I' S K E Y I’ A-SKÁK 1 R N A R MILLI KORÐMANXA O O í 8LENDINGA. Rilstjórinn hefur beðið mig að skýra lesendum Skákblaðsins frá fyrirkontulagi á kappskákunum milli Norðmanna og íslendinga, sem háðar voru síðastliðinn vetur, og er mjer ánægja að verða við þeirri ósk hans, og skal skýra frá því helsta, sem þessar skákir snertir, án þess þó að ætla mjer þá dul, að leggja nokkurn dóm á töflin sem slík, því til þess skortir mig dómgreind. Síðastliðið haust mæltist Skáksamband Norðmanna, »Norsk Schakforbund®, í Óslo til þess við sendiherra Norðmanna hjer á landi, að Irann hlutaðist til um, að háðar yrðu ritsímakappskákir milli Norðmanna og íslendinga, og benti Skáksambandið þar á Taflfje- lag Reykjavíkur, sem væntanlegan keppenda fyrir liönd Islendinga. Málaleitun þessi var síðan send stjórn Taflfjelags Reykjavíkur, sem samþykti fyrir sitt leyti að verða við áskoruninni, og eftir að hafa ráðfært sig við væntanlega keppendur, og trygt sjer hæfan mann sem skákstjóra fyrir hönd íslendinga, tilkynti hún Skáksambandinu norska, að Taflfjelag Reykjavíkur tæki fúslega á móti áskoruninni. Síðan var tekið til að undirbúa ýmislegt, sem að þessu laut og þá fyrst að reyna að tryggja sjer notkun símans. Landssímastjóri, O. Forberg, var þá erlendis, en settur landssímastjóri taldi ýms tor- merki á, að leyfi fengist til að nota símann, nema fult gjald kæmi fyrir. Prófessor Einar Arnórsson, sem tekið hafði að sjer skák- stjórnina, hlutaðist þá til um það við stjórnarráðið, að það greiddi fyrir málinu, og varð niðurstaðan sú, að stjórnarráðið heimilaði ókeypis notkun loftskeytastöðvarinnar hjer í Reykjavík í þessu skyni, eins og norska stjórnin hafði þá gert með loftsteytastöðina í Bergen. Aður en skákirnar hófust, var gerður samningur um fyrirkomu- lagið, milli Skáksambandsins norska og Taflfjelags Reykjavíkur. Helstu ákvæði samningsins voru þessi: Tefldar skulu samh'mis tvær skákir, og hafi Norðmenn hvítt á öðru borðinu, en íslendingar hvítt á hinu,

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.