Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Síða 4

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Síða 4
20 Félcif/sril Sláturfélags SuÖurlands 53.600,00. Hér frá dregst þó þaö, sem slaka varð lil á verði við frystihúsin, eins og áður er sagt, og það tap, sem væntanlega verður á þeim hluta kjötsins, sem send- ur var til útlanda. Væri nú þetla og þau 3% af fjárverðinu, sem félag- ið fær í sölulaun (að þessu sinni tæplega meir en kr. 13.000,00) það eina, sem það hefði úr að spila í allan sinn kostnað, annan en sjálfa slátrun fénaðarins, er liætt við, að slíkt hrykki skamt. Nægir í því efni að minna á einn útgjaldalið félagsins, þ. e. vaxtagreiðsl- ur þess, er námu árið 1931 rúmum 84 þús. krónum, og ekki eru minni síðastl. ár. Sf. Sl. mun nú vcra eina stofnunin á öllu Islandi, sem borgar allar sláturfjárafurðir í peningum við mót- töku. Bændur annarsstaðar á landinu' lcvarta mjög und- an því, að þeir fái enga handhæra peninga 1‘yrir fé sitt, þvi að hæði lcaupmenn og kaupfélög kaupa fé aðallega upp í viðskipti. Hættir félagsmönnum Sf. Sl. mjög við, að taka of lítið tillit til þess, liver munur er á því, að borga féð út með peningum, sem kosta háa vexti, eða greiða það með vörum, sem húið er að leggja meira og minna á. Af þessu er auðséð, að það er ekki hagnaðurinn af sölu nýja kjötsins á haustin, sem gelur horið uppi starf- semi félagsins; það gera hinar ýmsu starfsgreinir, sem félagið rekur, til þess að hreyta kjöti i enn verðmæt- ari vöru, að svo miklu leyti, sem unt er. Annars ætti félagsmönnum að vcra það glcðiefni, að félagið gæti fengið sem allra mest fyrir vörur sínar umfram það, sem þær eru rciknaðar i innkaupi. Því fremur er von um, að rekstur þess geti borið sig og það geli skilað einhverjum afgangi, ef vel gengur. En fjarri fer því, að allir líti þannig á. Sumir eru bein- línis lineykslaðir yfir því, að félagið skuli reyna til að selja vöruna dýrara en það kaupir hana. Með lwerju

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.