Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Síða 14

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Síða 14
30 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Reynsla danskra bænda. Danir munu standa fremst allra þjó'ða í svínarœkt, og telja fróðir menn, að það hafi verið ein aðal-hjálparhella danskra bœnda nú i kreppunni, hve þeim liafði tekist að stytta eldis- tíma svinanna með kynbótum og aukinni þekkingu á fóðrun og allri meðferð þeirra. Er talið, að þeir fái nú jafngott slátr- unarsvín eftir 1—V/> mánaðar styttra eldi en fyrir nokkrum árum, og verður framleiðslan því að sama skapi ódýrari. — Mundu íslenskir bændur ekki geta gert eitthvað svipað, að því er snertir framleiðslu búpenings síns? Egg eru enn ekki framleidd hér í nægilega stórum stíl, til að full- nægja innlendri þörf. Þó hefir framleiðsla þeirra farið hraðvax- andi á seinni árum. Aðeins stuttan tíma, fyrra liluta siðastl. sum- ars, var framboð þeirra nóg. Alla aðra ársins tíma hefir orðið að flytja inn töluvert af eggjum. Nauðsynlegt er að koma hænsna- rækt hér i það horf, að cggjaframboð sé sem jafnast ait árið, því að eggjaframleiðsla getur borgað sig vel, sé hún rekin af aliið og hagsýni. Nyslátrað nauta- og kálfakjöt er Sláturfélaginu mjög haganlegt að fá sem oftast á þeim tima scm ekki er um að ræða nema frosið dilkakjöt. Fjölgar þeim neyt- endum með ári hverju, sem heldur vilja slíkt nýslátrað kjöt en frosið dilkakjöt, og félaginu er auðvitað nauðsyn, að hafa sem fjölbreyttast vöruval, til að geta fullnægt sem mest þörf við- skiptavína sinna. Enda er mjög ólíklegt, að það sé ekki arðvæn- legra fyrir bændur að ala nautgripi og kálfa lil sölu yfir vetur- inn og vorið, en lömb til slátrunar á haustin, svo mikill sem verðmunurinn er á nýju kjöti á þessum árstímum. Þér, sem slátrið gripum heima og sendið félaginu kjötið, at- hugið leiðbeiningar um það efni á öðrum stað i riti þessu.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.