Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 4

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 4
84 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands inn á flokkunum í úlsölu hlutfallslega mestur, enda varð þá ekki séð, að neitt væri tiægt við smálambakjötið að gera annað en selja það fyrir það verð, sem liægt var að fá fyrir það, úr því að ekki varð hælt við niðursuðu- birgðirnar. Þó var ea. 45% af sölunni þá af besta dilka- kjötinu, en aðeins sem næst 11% af því lakasta. Hvað á nú að gera við magra smálambakjötið, þegar Englendingar vilja það ekki, Norðmenn ekki nema að nokkuru lej'ti, og það mcð tregðu, og Reykvíkingar elcki nema að mjög litlu leyti jafnvel þó að það sé þriðjungi ódýrara cn besta dilkakjötið? Menn spyrja, hvort rýra kjötið sé ekki jafngott liinu vænna í niðursuðu og pylsur. Auðvitað má nota rýrt kjöt til þeirra liluta með öðru betra, þegar markaður er nógur fyrir þær vörur og hef- ir það mikið verið gert. En allir vita það, að þvi rýrara sem kjötið er, því meira er í því af beinum, sinum og öðrum ónothæfum efnum, hlutfallslega við kroppþunga, og auk þess er miklu meiri vinna að vinna úr rýru kjöti en vænu. Rýra kjötið verður því að vera til muna ódýrara í innkaupi, til þess að vörur þær, sem úr þvi eru unn- ar, verði ekki óeðlilega dýrar, samanborið við verð á góðu kjöti. Það, sem menn eiga að gera, er ekki það, að heimta óeðlilega hátt verð fyrir lélega vöru, heldur eiga þeir að gera sitt ýtrasta til þess, að framleiða sem mest af góðri vöru, en sem minnst af hinni lakari. Á því sviði, sein liér ræðir um, gera menn það fyrst og fremst með því, að bæta fjárstofninn og fara bctur með ærnar, svo að minna verði um smálömjbin. En að svo miklu leyti sem þau verða til samt, þá að slátra þeim ekki eins og þau koma fyrir á haustin, heldur taka þau á eldi, svo að þau fitni og stækki og slátra þeim síðan, þegar kem- ur fram á vetur.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.