Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 13

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 13
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 93 Einnig mega kjötbirgðir félagsins, sem vinna á úr pyls- iii' o. s. frv., lieita uppgengnar. Eigi félagsmenn geldar eða illa mjólkandi kýr, sem farga á í haust, er rétt að senda þær heldur í sumar og það sem fyrst. Getur félagið áreið- anlega borgað þær til muna betur nú, en likur eru til, að hægt verði að gera í haust. í'rá Skotlandi hefir rikisstjórnin nýlega keypt nokkra nautgripi af holdakynjum, sem ætlunin er að reyna til blöndunar með isl. nautgripalcyni. Er það 1 kvíga og 1 boli af Galloway- hyni, 1 boh af stutthyrninga-kyni, 1 boli af Aberdeen Angus-kyni og 1 boli af Highland-kyni. Gripirnir eru nú i sótlkví i Þerney, en verða síðan seldir búnaðarfélögum og ef til vill einstaklingum. Er þess full þörf, að meiri liold yrðu á nautgripum þeim, sem leiddir eru til slátrunar, en verið hefir hingað til, og er vonandi, að þessi tilraun stuðli að því. Á fundum, sem haldnir hafa verið í Sláturfélagi Suðurlands í vor, hefir það komið fram, að sumir félagsmenn standa í þeirri meiningu, að flokkun dilkakjöts hjá félaginu gildi aðeins í innkaupi, en að það selji lcjötið út óflokkað og með einu og sama verði. Þetta er gjörsamlega tilhæfulaust. Félagið selur kjötið nákvæmlega eins flolckað út og það er keypt inn, og hvern flokk með sínu ákveðna verði. Um þetta geta bor- ið vitni allir þeir, sem unnið liafa að kjötsölu lijá félag- inu, enda er kjötið á hverju hausti auglýst með mismunandi verði á flokkunum, og má nærri geta, hvort kaupendurnir athuga ekki, hvernig þessu er framfylgt. Einu undantekningarnar frá þessu eru það, sem selt er i smásölu (sundurhöggvið) í búðum félagsins. Þar eru

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.