Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 14

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 14
94 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands tveir bestu flokkarnir seldir út með einu og sama meðal- verði, en lakasta lambakjötið þýðir ekki að sýna þar. Frá félaginu fá búðirnar kjöt þetta þó nákvæmlega eins flokkað eins og það er í innkauiii hjá félaginu. Sama gildir um það kjöt, sem félagið selur til annara verslana, frystiliúsa o. s. frv., að það er allt selt þeim eins flokkað og það er keypt inn. Til frystingar hjá félaginu og síðari sölu, er aðeins um að ræða tvo bestu flokkana, og er það kjöt aftur selt verslununum til smásölu með einu meðalverði. Missagnir. Nýlega hefir það heyrst, að um eina deild á félags- svæðinu liafi á síðastliðnu hausti gengið sú orðsending, að félagið vildi ekki fé þaðan, vegna þess live rýrt það væri. Deild þessi reyndist venju fremur hrotleg það haust, og telja félagsmenn í deildinni sig liafa nokkrar málsbætur, þar sem þeir vissu eklci betur en að orðsend- ing þessi kæmi frá viðkomandi deildarstjóra. Þarf naumast að taka það fram, að félagið liefir aldrei sent orðsendingu þessa frá sér. Einasti fótur fyrir henni gæti verið eftirfarandi grein úr bréfi til deildarstjóra fé- lagsins, dags. 9. ág. 1932, þar segir: „Rétt mun að vekja athygli félagsmanna enn einu sinni á því, að svo dauflegar sem horfur eru um verðlag slát- urfjárafurða í liaust yfirleitt er þó víst, að rýr lömb og milkar ær verður almesta vandræðavaran. Ættu bænd- ur því að athuga að takmarka sölu þeirra tegunda svo sem mögulegt er, en sérstaklega verður slikt kjöt þó óvel- komið á þeim tíma, sem slálrað verður fyrir enskan markað, vegna þess, að þá verður ekkert hægt við það að gera. Undanfarin ár liefir félagið notað töluvert af slíku kjöti til niðursuðu, en nú eru niðursuðubirgðir þess svo mildar, að óhugsandi er að bæta við þær á næsta hausti.“

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.