Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 12
92 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Reykjavikur, Hafnarfjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak- m-eyrar, Neskaupstaðar, Yestmannaeyja, og sennilega Akraness, Seyðisfjarðar og ef til vill fleiri bæja og kaup- túna. Þegar athugaðar eru þær kröfur, sem aðrar menningar- þjóðir gera í þessum efnum, gegnir það furðu, hve lengi hefir dregist að koma slíkri löggjöf á hér á landi. N autakj ötsmapkaðuFÍnn í vetur og vor hefir verið mjög stöðugur. Nokkuru fyr- ir jól byrjaði félagið að borga gott nautgripakjöt með kr. 1,00 hvert kgr. Á miðjum vetri hækkaði svo verðið upp í kr. 1,10 til 1,20 kgr. og má lieita, að það verð liafi lialdist síðan. Þó hafa nokkrir ágætisgripir verið borgaðir með kr. 1,25 og 1,30 síðast í vetur og vor. Alikálfakjöt hefir aftur á móti mátt heila í sama vcrði allan timann, kr. 1,30 til 1,40 hvert kgr., en þó hefir það borið við, að borgað hefir verið kr. 1,45 til 1,50 kgr. Má telja, að verzlunin með nauta- og kálfa-kjöt hafi gcngið ágætlega að þessu sinni. Að vísu barst til muna of mikið að.félaginu fyrra hluta vorsins, svo að þá varð að frysta töluvert, eftir að leiðin yfir Hellisheiði hafði verið svo lengi lokuð, en seinni hluta vorsins hefir bæði komið minna og sala verið örari eftir að frosna lambakjöt- ið þraut. Mun láta nærri, að nú standist á, að nautgripir þeir, er farga átti, séu búnir, þegar byrjað er að slátra lömbunum. Birgðir félagsins af nauta- og kálfakjöti eru nú ekki teljandi, en altaf getur félagið tekið nokkra gripi sam- timis lambakjötinu. Séu einhverjir, sem enn eiga góða gripi, sem farga á fyrir næsta vetur, er óhætt að senda félaginu þá, en rétt er að draga það ekki lengi, þvi að sjálfsögðu lækkar verð þeirra, þegar lambakjötið lækkar til nokkurra muna.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.