Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 4

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 4
100 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Kjfitsalan í sumar. Oft liefir verið erfitt að halda kjötverðinu nokkurnveg- inn í horfinu, en líklega þó aldrei eins og nú í sumar. Áður en félagið byrjaði á lamhaslátrun í s. 1. júlímán- uði, voru ýmsar smáverslanir hér og í Hafnarfirði farnar að selja kjöt af fé, er þær nefndu „veturgamalt og sauði“. Mun innkaupsverð á því kjöti hafa verið um kr. 1,60 pr. kgr. Fyrstu lömbunum slátraði Sf. Sl. 13. júlí, og var inn- kaupsverð á því kjöti kr. 1,80, en heildsöluverð til versl- ana kr. 1,90. Ekki leið þó lengur en til 21. júlí, að lieild- sali einn i bænum var með eitthvað af kjöti, og bauð það verslunum fyrir kr. 1,60 pr. kgr. — eða 30 aurum lægra en félagið seldi þá fyi'ir. Urðu þá ýmsar verslanir lil þess að lækka verðið að sama skapi og seldu í nokkra daga fyrir 30 aurum lægra verð en búðir félagsins og aðrar aðal-kjötverslanir bæjarins. í næstu viku á eftir lækkaði svo félagið verð sitt um 20 aura kgr. Þannig liélt verðfallið áfram lállaust og óviðráðanlega um 20 til 30 aura kgr. í hvert sinn, svo að 25. ágúst var heildsöluverð félagsins komið niður i kr. 1,10 livert kgr. Auk sveilakaupmanna og annara, scm altaf selja undir verði félagsins og bjóða kjötið i allar hugsanlegar versl- anir, matsöluhús, veitingahús og sjúkrahús og jafnvel til einstaklinga alt með sama lága verðinu, seldu nú ýmsir lieildsalar kjöt í pakkhúsum sínum, alt niður í *4 úr kropp> og auðvitað meira og minna undir vei-ði félagsins. Dærni eru einnig til þess, að maður úr sveit seldi kjöt á götum bæjarins úr handvagni. Eftirtektarvert er það, að félaginu tekst ávalt að halda samvinnu um kjötverðið við hinar eldri og reyndari kjöt- verslanir, sem lengi hafa starfað í bænum. Það eru því ekki þær, sem markaðinum spilla, heldur hinir sem fyr eru nefndir, en þó einkanlega ýmsir menn, sem hlaupa i

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.