Eining - 01.10.1957, Síða 8
8
E I N I N G
hinir fínu og fornemmu í landinu, þeir
sem talið hafa sig sjálfkjörna til forust-
unnar, drukkið og drukkið, og þeir, sem
töldu sig ekki þeirra jafningja, ekki eins
,,fína“ menn, reyndu svo að apa eftir
þeim í þögulum ótta um, að þeir mundu
ekki komast þar með tærnar, sem hinir
hefðu hælana. Einasta vonin væri að
herma eftir þeim og þá ekki sízt einmitt
á þessu sviði.
Á hinum síðari árum hafa menn verið
dáleiddir svo, að þeir hafa trúað að
aukin áfengisneyzla væri aukinn gróði
ríkisins, þar sem afgangur tekna áfeng-
iseinkasölu ríkisins rynni í sameiginlegan
sjóð Iandsins, og svo sveifla menn áfeng-
isbikarnum af einskærri ættjarðarást.
Samt sem áður, þegar þess er gætt,
við hvílíkt ofurefli bindindishreyfingin
hefur átt að stríða og alltaf orðið að
sækja á brattann gegn þeim ráðandi öfl-
um í þjóðfélögunum, sem jafnan hafa
gefið fordæmið, er allur þorri manna í
öllum stéttum hefur apað eftir, og gegn
nautnasýki og auragræðgi karla og
kvenna, — Þá er það næstum undra-
vert, hverju hefur þó verið til vegar kom-
ið á hinum stutta tíma frá upphafi al-
bindindishreyfingarinnar, en upphafs-
maður hennar, í þeirri mynd sem hún
nú er, var bandaríski læknirinn, vísinda-
og stjómmálamaðurinn Benjamín Rus,
en hann var einn þeirra, sem árið 1776
undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Banda-
ríkjanna, er fól í sér algert slit allra
tengsla við Bretland. Þessi maður sagði
m. a. í bæklingi, er hann ritaði um þessi
mál, að ,,þjóð, smituð af nautn áfengra
drykkja, gæti ekki haldið áfram að vera
frjáls þjóð. Forustumenn slíkrar þjóðar
mundu smitast af lesti áfengisneyzlunn-
ar og lög öll og samþykktir verða fyrir
áhrifum drykkjutízkunnar.“ Maður þessi
vissi hvað hann söng, og orð hans eru
enn í fullu gildi eins og fyrir 170—80
árum, er hann sagði þau.
Munum svo að síðustu þetta: Öll er-
um viS fcedd algáS, og einhvern tíma
kemur að því, að maðurinn muni ná þar
í þroska, að verða algerlega frjáls. Ein-
hvern tíma kemur að því, að önnur eins
villimennska og orsök félagslegrar eymd-
ar og hörmungar, og niðurlægingar
mannlegs eðlis sem áfengisnautnin er,
verður skilin utangátta í samfélaginu. I
hinu margþætta þjóðfélagi nútímans,
þar sem véltæknin bæði úti og inni er
slík, sem aldrei hefur áður þekkzt og
á enn eftir að aukast, þar sem líf og lim-
ir hvers og eins veltur á algáðum stjórn-
endum vélanna, þar gildir ekki að vera
aðeins hér um bil algáður. Þar verður
hver áfengisdropi að hverfa, og hann
mun hverfa. E- B-
------ooOoo------
Frakkland.
Ofdrykkjan kostaði Frakkland 170,000
mannslíf árið 1955. Drykkjuskapur Frakka
er fjórða aðaldánarorsök í landinu.
Viljum við vifta
hið réftfta
Kynslóð okkar er óspör á auglýsing-
ar og upphrópanir. Menn eru dregnir í
flokka, félög og hópa. Hver hópur sem-
ur stefnuskrá sína og játningar, og þar
er aldrei sparað að hafa hverja stefnu-
skrá áferðarfallega. Allir þykjast ætla
að þjóna sannleika og réttlæti.
Hver á svo að tjá okkur örugglega á
hverri stundu, hvað sé rétt og satt í einu
og öðru ? Getum við treyst flokknum,
félaginu, hópnum til þess? Nei, þar
myndast ævinlega eins konar múgsál,
misjafnlega ráðandi, en múgsálin er
ævinlega í einhverjum hafvillum og vill-
ir aðra. Frumstætt eðli mannsins
er sjálfselskuríkt og eigingjamt og
þess vegna hefur maðurinn mikla
hæfileika til þess að blekkja sig og
láta blekkjast, en andleg viðleitni
hans til vaxtar heimtar það að hann
dylji þetta undir blæju fallegra játninga
og yfirlýsinga.
I hverjum manni er þó guðsneistinn,
en hann er ekki hávaðasamur og því
hætt við, að maðurinn heyri oft alls ekki
rödd hans innan um allar háværu radd-
irnar, sem kalla : fylgið mér.
Til þess að heyra glöggt og greini-
lega rödd Guðs í brjóstum okkar, þurf-
um við að eiga hljóðar stundir, en hver
má vera að því, nú á dögum hávaðans
og hraðans og annríkisins, að eiga
hljóða stund?
Þetta er nærgöngul spurning: Viljum
við vita hið rétta ? Erum við fúsir til
þess að setjast niður árla dags og bíða
þess hljóðir og algerlega opnir og mót-
spyrnulaust, að andi Guðs í brjóstum
okkar tjái okkur hið sanna og rétta í
stóru og smáu, að hann segi okkur hvað
okkur beri að gera í hverju vandamáli,
hvort sem það er stórt eða lítið? Og
erum við svo fúsir til þess að hlýða þeirri
raust ?
Ef hver þjóðfélagsþegn væri fús til að
gera þetta, fús til þess af fullkominni
einlægni hjartans, mundi hvert þjóðfélag
fljótt breytast í ríki réttlætis og friðar,
og margir kvillar sálar og líkama manna
læknast.
Góðar hugsanir okkar um náungann
leika eins og bjartir hollustuenglar í
kringum hann, en vondu hugsanirnar
aftur á móti eins og kolsvartir og mein-
ráðir púkar. Þannig ýmist spillum við
okkur sjálfum og öðrum og bætum, allt
eftir því, hve sterkt er innstreymi hins
góða í sálir okkar, en það fer mjög eftir
því, hve margar hljóðar stundir við eig-
um í samfélaginu við Guð alls réttlætis,
friðar og sannleika.
Leiðin er mörkuð, og hún missir ekki
marks, en viljum við fara hana?
Röksemdagrauftur
og ölvaðir æsku-
menn
Snemma í júlí sl. véku dagblöðin
nokkuð að ölvun ungmenna, en stund-
um slá menn þó þann varnagla, er þeir
ræða slíkt, að taka það skýrt fram, að
ekki tali þeir þannig vegna þess að
þeir séu neinir bindindismenn. Já, það
er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Þess er svo venjulega krafizt, að al-
menningsálitið lagi allt sem illa fer í
áfengismálunum, og þá er oft ekki spar-
að að spyrja: Hvað gera bindindis-
menn? Þeir gera auðvitað það sem þeir
hafa ævinlega gert: fordæma alla hálf-
velgju í þessum málum, vont fordæmi
þeirra, sem leiðir æskumenn út á hinn
hála ís, og fordæma einnig áfengissöl-
una, veizlusiði fyrirmanna og höfðingja,
en gefa sjálfir hið rétta fordæmi og
reyna eftir föngum að beina fótum æsku-
manna burt frá snörunni.
Hverjir skyldu annars hafa betri að-
stöðu en blöðin til þess að skapa hið
æskilega almenningsálit? En ef þau ætla
sér slíkt, er þeim bezt að marka hreina
stefnu, en stíga ekki annað sproið áfram
en hitt afturábak. Alltaf er talað um
þetta blessaða almenningsálit, eins og
það er nú líka stöðugt, en hvað gera
þeir sva, sem mest tala um þetta
almenningsálit, til þess að skapa það?
Og hugsum okkur svo samræmið í
þessu öllu. Einmitt um sama leyti, sem
blöðin víta drykkjuskap ungmenna,
sérstaklega á Þingvöllum, sem auðvit-
að var sjálfsagt að víta, þá baular ríkis-
útvarpið með endurtekinni áherzlu:
,,Mikið lifandis, skelfingar, ósköp er
gaman, að vera svolítið hífaður“.
Væri nokkuð óeðlilegt, þótt æsku-
menn reyndu að taka ríkið sjálft á orð-
inu, og sýna í verki, að það sé ,,lifandis,
skelfingar, ósköp gaman, að vera svo-
lítið hífaður?“
Tilhvers allan þenna röksemdagraut
og fáránaskap í þessum málum. Ef það
er fordæmanlegt, hvort sem er hjá ung-
um eða öldruðum, að vera við skál,
hvers vegna þá að lofsyngja þetta í eyru
allrar þjóðarinnar, hvort sem er í alvöru
eða gamni? Og tilhvers þá að leika sér
að áfengisdrykkju í veizlum og sam-
kvæmum og hafa áfengi um hönd í
heimahúsum og kenna æskumönnum
þannig óðsinn? Það er gamla sagan, að
heimta, að unglingar aðhafist ekki það,
sem þeir sjá fyrirmyndirnar leika sér að.
Hvílíkt uppeldi.
-----000—-—
í sambandi við frásögn um stofnfund
landssambands Bindindisfélags ökumanna
var nafn eins fulltrúans skakkt í síðasta tbl.
Par átti að vera: Vilhjálmur Halldórsson,
en ekki Þorsteinn. Hlutaðeigandi er beðinn
velvirðingar á þessu.