Eining - 01.10.1957, Qupperneq 9
EINING
9
Gengið á fflelgafell
Ræða, fluti af skólastjóra gagnfræ'ðaskólans í Vestmannaeyjum,
Þorsíeini Þ. Víglundssyni.
Að afloknum öllum prófum vorið
1955 fóru nemendur 3. bekkjar hér í
skólanum í ferðalag vestur á Snæfells-
nes. £g átti að heita leiðtogi fararinnar.
Um ferðalag þetta skrifaði einn nemand-
inn skemmtilega frásögn og birti í Bliki
í fyrra.
Á heimleiðinni gerðum við dálitla
lykkju á Ieið okkar og ókum heim að
Helgafelli, bæ Snorra goða. Bær þessi
stendur undir samnefndu felli. Helgafell
er lágt og auðgengið. Það er hálft á
hæð við Helgafell okkar en grösugt og
fagurt. Snemma á öldum trúðu forfeð-
ur okkar því, að menn dæju í fjöll og
hæðir, tækju sér þar dvalarstað eftir
andlátið. Þórólfur Mostrarskegg nam
land á Þórsnesi, þar sem Helgafell rís.
Hann hóf fyrstur átrúnað á fell þetta
og gaf því nafn. Hann trúði því, að
hann sjálfur og frændur hans mundu
þangað fara eftir andlátið. Þessi eða
annar átrúnaður á Helgafell hélzt öld-
um saman. Eitt sinn, er Snorri goði
skyldi ráða fram úr vandamálum, sagði
hann við þann, sem til hans leitaði: ,,Þá
skulum við ganga upp á Helgafell; þau
ráð hafa sízt að engu orðið, er þar
hafa ráðin verið.“
Við höfum afráðið að ganga á Helga-
fell og haga göngu okkar eftir fornri
sögn með vissum ásetningi. Sögnin er
á þessa leið:
Þú afræður í huga þér þrjár óskir
göfugar og frómar, gengur síðan á
Helgafell með þær í huga, þögull og
einbeittur. Aldrei máttu líta aftur á leið-
inni upp fellið.
Þegar upp kemur snýrðu ásjónu þinni
gegn austri og berð fram óskirnar þrjár.
Trúin flytur fjöll, segir gamalt orðtak.
Svo djúpt er tekið í árinni um mátt trú-
arinnar. Henni verður því eigi mikið fyr-
ir því að uppfylla þrjár frómar óskir þín-
ar, ef hugur þinn og hjarta fylgir máli.
Afturlitið skal vera sönnun þess, að
viljinn um óskirnar er veikur og reikull,
og þá færðu þeim ekki fullnægt. Guð
hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir,
segir annað orðtak. Þegar viljann vant-
ar og framtakssemina, er hætt við, að
okkur gangi seint að ná markmiðinu eða
fá óskum okkar fullnægt.
Ég hafði gilda ástæðu til að ætla,
að við hefðum öll, þegnar skólans, sem
þarna vorum á ferð, öðlazt trú á hina
fornu sögn, ef við færum rétt að og
höguðum ferð okkar eftir settum regl-
um. Til þess að tryggja okkur það,
drápum við á dyr að bænum Helgafelli
í von um að fá að bera saman ráð okk-
ar við kunnugan. Húsfreyjan sjálf kom
til dyra. Við tjáðum henni erindi okkar.
Hún tók því sérstaklega alúðlega. Virt-
ist okkur, að hún tryði sjálf hinni fornu
sögn um dulmögnun Helgafells og ósk-
aði innilega, að okkur mætti verða að
trú okkar. Það styrkti mig í trú minni.
Áður en við lögðum á fellið, fylgdi
húsfreyja okkur handan fyrir bæinn og
sýndi okkur leiði Guðrúnar Osvífurs-
dóttur, sem þar er. Síðan lagði hún á
ráðin um gönguna á Helgafell. Við skip-
uðum okkur í eina röð. Hæst á fellinu
er grjótbyrgi, sem Snorri goði á sjálfur
að hafa hlaðið. Inn í það skal gengið,
snúa andliti í austur og bera svo fram í
huga hinar þrjár óskir. Ég gat ekki ann-
að fundið, en við værum öll staðráðin
í því að hlíta settum reglum og bera
síðan fram óskirnar af föstum vilja,
bljúgu hjarta og einbeittum hug.
Ég gekk fyrstur hina troðnu slóð upp
á fellið. Ekki fyrst og fremst vegna þess,
að ég átti að heita leiðtogi fararinnar,
heldur með þeim ásetningi að fá aðstöðu
til að lesa í andlit nemenda minna, sem
á eftir mér gengju í byrgið, eftir að ég
hefði borið þar fram sjálfur þrjár óskir.
Allt gekk þetta samkvæmt reglunum.
Við einbeittum huga okkar og vilja að
óskunum þrem, gengum þögul á fellið
og litum aldrei aftur á leiðinni. Þar geng-
um við beint í byrgið og bárum fram
óskirnar, sem voru og eru einkamál
okkar. Andlit nemenda minna voru ein-
beitt og ákveðin, og gat ég ekki betur
séð, en hjörtun slægju með og hugur
fylgdi máli.
Tvær óska minna voru þannig vaxn-
ar, að þeim varð fullnægt á næstu 10—
12 mánuðum eða þá ekki. Vissulega
fékk ég þeim báðum fullnægt á s.I. ári.
Hin þriðja bíður síns tíma. Þær voru
allar frómar, lausar við alla eigingirni
og miðuðu að heillamálum almennings
í þessu bæjarfélagi eftir minni gerð og
mínum takmarkaða skilningi.
Þessi forna sögn um óskirnar þrjár
og Helgafell er mjög merkileg frá mín-
um bæjardyrum séð. Hún er að einu
leyti smækkuð mynd af lífinu sjálfu.
Beitum við ekki viljanum og hugarorku
í daglegu striti og stríði, verður okkur
harla lítið ágengt. Það hafið þið sannar-
lega fengið að reyna sjálfir, nemendur
mínir, — þið, sem hlotið hafið góðar
gáfur í vöggugjöf, en þó borið úr býtum
mjög lítinn árangur af löngu barnaskóla-
námi. Einkunnir ykkar, sem þann flokk
fyllið, og reynsla okkar kennaranna
segja sína sögu, hörmulega sögu um
pund, sem grafið hefur verið í jörðu,
gáfur illa notaðar — sögu um afturlit
og reikult ráð. Við verðum að vona það,
nemendur, að þetta standi allt til bóta,
og megi verða til viðvörunar og skiln-
ingsauka hinum, sem betur eru á vegi
staddir.
Nú vík ég máli mínu að öðru ferða-
lagi.
Helg rit greina frá því, að það hafi
átt sér stað austur í Gyðingalandi. Við
Dauðahafið stóð eitt sinn borg, sem
Sódóma hét. Sagan segir, að líf fólksins
þar hafi verið saurugt og syndsamlegt í
meira lagi. Þess vegna afréð Guð að
tortíma borginni. Einn var sá maður
þar, sem sérstaklega gekk á guðs veg-
um og forsjónin vildi ekki láta farast.
Hann hét Lot. Honum bauð því Guð
að ganga út úr borginni. Það þáði hann
með þökkum. Kona Lots var viljaveik,
götukær og gjálíf. Hún fylgdi þó manni
sínum út úr borginni, vildi gjarnan
njóta vináttu hans við Drottinn og njóta
þannig ávaxta hins hreina lífernis.
Á leiðinni út úr borginni hvarflaði
hugur hennar sífellt til hins bága sið-
gæðislífs, sem hún hafði tamið sér í
Sódóma og unni. Viljinn til betrunar
var veikur. Hún þráði gjálífið, veslings
konan. Þess vegna leit hún aftur. Og
Drottinn lét hana verða að saltstólpa.
Þegar við börnin í barnaskólanum lás-
um í Biblíusögunum okkar um konu
Lots, sem leit aftur og varð að salt-
stólpa, skildum við ekki söguna. Ekki
fengum við heldur skýringu á henni,
þegar við gengum til prestsins. Nú þyk-
ist ég skilja þessa sögu prýðisvel. Hún
greinir frá mannveru, sem engan vilja
hefur til þess að lifa siðferðilegu lífi
eða þiggja handleiðslu æðri máttar-
valda. Þetta viljaleysi konunnar leiðir
hana til andlegs dauða. Hún varð að
saltstólpa þarna í nánd við Dauðahafið,
af því að þar rísa slíkar vörður upp úr
sandflæmunum, en hér á íslandi mund-
um við hafa getað orðað það svo, að
konan hefði orðið að hraundranga eða
stuðlabergsstólpa.
Alltaf kemur mér þessi saga í hug,
þegar nemendur mínir láta botninn
detta úr náminu eða sjálfum sér, ef ég
mætti orða það svo, líta sem sé aftur á
miðjum vetri, og gefast upp við námið.
Sálarslénið heltekur viljann, hugur-
inn verður reikull og ráfandi. Sannan-
lega leiðir oft til þess, að þetta viljaslén
veldur þessu æskufólki andlegum dauða,
breytir því í steingjörvinga. Viljinn bíð-
ur hnekki, hugurinn hvarflar af heilla-
braut og frómar óskir láta sér þess
vegna til skammar verða.
I kvæði sínu, „Myndin“ fjallar
Þorsteinn Erlingsson um hugsjónamál
æskumannsins og afturhvarf eða upp-
gjöf. Skáldið Iíkir hugsjón æskumanns-