Eining - 01.10.1957, Page 10
10
EIN ING
ins við brúði, sem æskumaðurinn geng-
ur til faðmlaga við. ,,Brúðargangan“
var auðveld í fyrstu, en þegar tók að
þyngjast fyrir fæti á þessari morgun-
göngu lífsins, reyndi á kjarkinn, vilja-
styrkinn og þolgæðið, ef settu marki
skyldi náð. ,,Þá leistu aftur, vinur, það
varð þín dauðasynd“.
„Þú manst hinn fagra morgun;
meö brosi þín hún bei'ö
í brúöarklæöum sínum
og heimti þig á leiö;
þar þgrsti breiddan fáöminn
í armlög ungra sveina,
og opinn stóö hann hverjum,
sem þoröi aö koma og regna.
Þá fannslu allt i einu
sem eld í hverri taug,
og áfram þutu fælur,
en lengra liugur flaug;
svo bein og stull var brautin
aö brunni nautna þinna,
en brúöur ung og fögur,
og lítiö til aö vinna.
En lúniö þitt var þrotiö
og þar var engin mær,
en þér gekk fljótt á engjar,
en hún var ekki nær,
en ijúft og létt var sporiö,
þó lengdist brúöargangan
um löndin þau hin næstu,
um dalinn endilangan
Þannig lýsir skáldið þessari brúðar-
göngu æskumannsins, þegar hann leitar
í faðm sinnar æskuhugsjónar. Allt virð-
ist auðvelt í fyrstu. Hugurinn er heitur
og ör á þeim árum. Stutt leið virðist á
stefnumótið við veruleikann eða stað-
reyndirnar. Markið er skammt undan,
finnst æskumanninum. En þessi brúð-
arganga lengist, það reynir á þolrifin,
— og svo kemur afturhvarf hugans og
uppgjöfin.
„Þá leiztu aftur, vinur,
þaö var þín dauöasynd;
þá varö þitt fjör aö lúa,
þá hvarf hin fagra mgnd;
Og væna sveitin víöa,
sem var þér nóg og öllum:
nú varö hún þröngur dalur
og luktur liáum fjöllum."
Eins og í sögunni um konu Lots, þá
fullyrðir skáldið íslenzka, að þetta aft-
urhvarf æskumannsins frá göfugri hug-
sjón, leiði til andlegs dauða. Allt verð-
ur svo þröngt og ömurlegt. Hugsjóna-
eldurinn í augunum slokknar, þung-
lyndið og deiglyndið heltekur hugann.
Allir erfiðleikar verða að háum fjöllum,
sem engin tök virðast á að yfirstíga.
Svo er þá gripið til þess ráðs, að deifa
hugarangrið með nautnum eiturlyfja og
annarri ólyfjan. Og kvæði skáldsins um
uppgjöf æskumannsins endar á þessu
erindi:
„Því sá, sem hræöist fjalliö
og einlægt aftur smjr,
fær aldrei lcijsl þá gátu:
hvaö hinumegin býr.
En þeim, sem eina lifiö
er bjarta brúöarmyndin,
þeir brjótast upp á fjalliö
og upp á hæsta lindinn."
Nemendur mínir. Þessi hugvekja mín
er flutt ykkur í vissum tilgangi. Ég þekki
það úr 30 ára skólastarfi, hve margir
unglingar koma hingað í skólann með
þeim fasta ásetningi að starfa vel, starfa
með hug og hönd að náminu. I fyrstu
virðast þeir hugfangnir af hugsjón sinni.
Óskirnar um mark og mið eru þeim efst-
ar í huga. Allt virðist svo auðvelt, með-
an hugsjónaeldurinn logar. Engum
kemur þá til hugar að líta aftur, meðan
allt leikur í lyndi. — En svo tekur að
sækja á brattann. Þá fer að reyna á
viljann og þróttinn. Sem betur fer hrós-
ar fjöldinn af ykkur miklum sigri í þess-
ari fjallgöngu okkar eða brúðargöngu.
En því miður reyndist sumum hún of
erfið. Hugurinn reynist hvikull, viljinn
veikur; umhverfið býður margs konar
freistingar, sérstaklega á vertíð. Og fyrr
en varir er sem allar frómar óskir séu
gufaðar upp úr hugskotinu, fjörið orðið
að lúa, hin fagra mynd horfin, ungling-
urinn orðinn að saltstólpa eða andlegri
hraunstrýtu.
Ég þekki engan ungling á ykkar reki,
sem ekki æskir þess að verða nýtur og
góður þjóðfélagsþegn. Það er göfug
hugsjón. Til þess þarf hug og dug. Á
þeirri göngu að settu marki má ekki líta
aftur, þó að mótvindur blási og öldur
ýfist við keipa.
Fátæk þjóð, fátækt land hefur löng-
um verið viðkvæðið um íslenzku þjóð-
ina. Nú eru þær harmatölur horfnar
að mestu. Af hverju? Af því að þjóðin
okkar hefur á undanförnum 100 árum
eignazt nógu marga hugsjónamenn,
sem ekki litu aftur, þó að á móti blési,
heldur báru ótrauðir og einbeittir frelsis-
og framfarahugsjónir þjóðarinnar fram
til sigurs. Þessi fjölmenni hópur góðra
íslendinga á að vera fyrirmynd hinna
uppvaxandi kynslóða á hverjum tíma.
„Iívort sem þú í hendi hefur
hamar, skóflu eöa pál,
pentskúf, meitil, penna, nál,
lwaöa starf, sem Guö þér gefur,
geröu þaö af lífi og sál.
Láttu dag hvern Ijós þitt slærra
lýsa, — klif þú sérlivern múr,
áfram gegnum skin og skúr.
Iijörorö þiti sé: Hærra, hærra!
Ilugsjón þinni vertu trúr."
Þannig hvatti skáldið okkar, Sigur-
björn Sveinsson, æskulýð Eyjanna til
hugsjónalífs, — til dugs og dáða.
En hvað sem öllum öðrum hugsjón-
um líður, þá skyldi það vera hugsjón
hugsjónanna hverjum æskumanni að
vera maður. I þeirri brúðargöngu um
fjöll og firnindi er hollt að minnast þess,
þegar á reynir, að hugur mannsins á
eðli til að vera dulmagnað segulafl til
Frelsi og ábyrgð.
heitir bæklingur, sem áfengisvarnaráð hef-
ur nýlega gefið út. Höfundurinn er Karl
Marthinussen biskup í Stafangri í Noregi,
en íslenzkað hefur Björn Magnússon,
prófessor.
Bæklingur þessi, sem er 58 blaðsíður, er
allefnismikill, fróðlegur mjög og yfirleitt
ágætt innlegg í upplýsingarstarfsemi bind-
indishreyfingarinnar. Par er gerð rækileg
grein fyrir því, hvaða öfl gróðursettu upp-
haflega bindindishreyfinguna og áttu drýgst-
an þáttinn í að bera hana fram til sigurs.
Það var ekki fyrst og fremst liin vísinda-
lega rökhyggja, heldur skilningur mannvin-
arins -—- liins góðviljaða kristna manns,
hvort sem var kennimaður eða leikmaður.
Sú lífsskoðun var runnin frá hjartahlýju
hins ræktaða sálarlífs. Skaðsemi áfengis-
neyzlunnar var svo augljós, að ekki þurfti
vísindalega þekkingu á málinu til þess að
ráðast gegn bölinu, heldur fyrst og fremst
mannkærleika, og í þeim anda og skilningi
verður bindindislireyfingin að vinna sinn
fullnaðarsigur og má ekki treysta um of á
hina hlutlausu og þurru fræðslu. Andi mann-
kærleikans, sprottinn af guðselsku, verður
að gefa öllu starfinu líf og kraft.
----—ooOoo------
Ilall Caine hefur sagt: „Eg get varla rifj-
að upp í liuga mér nokkra þá ógæfu né
eyðileggingu, sem hefur ekki átt rót sína að
rekja benlínis eða óbeinlínis til áfengis-
neyzlunnar. Það er hræðilega langur listi,
sem eg á í safni minninganna, og eru þar
á meðal nöfn göfugra og vel efnaðra manna,
sem áfengisneyzlan liefur leitt út í dauð-
ann“.
Góðtemplarahúsið í Reykja-
vík 70 óra.
8á merkisviðburður gerðist í sögu bind-
indismála á íslandi, og reyndar fleiri félags-
mála, 2. október 1887, að þá vígði Jón Ólafs-
son, rithöfundur og skáld, Góðtemplarahús-
ið í Reykjavík. Það átti því 70 ára afmæli
2. okt. sl.
Skyldu þeir menn ekki vera tiltölulega
fáir, er gera sér ljóst, hvílíka þjónustu þetta
hús er búið að láta Reykvíkingum í té, og
reyndar allri þjóðinni. Ef til vill ætti þar
við orðtækið : Gleymt er þegar gleypt er.
Allir munu þó ekki hafa gleymt og verður
ef til vill eittlivað af sögu hússins rifjað
upp við tækifæri.
------ooOoo-----
Maður nokkur hrotugjarn kom í heim-
sókn til sonar síns, sem átti lítinn son.
Gamli maðurinn settist í hægindastól, sofn-
aði og tók að lirjóta hátt. Litli snáðinn í
húsinu skreið upp á kné afans og tók að
snúa upp á hnapp í treyju hans.
Hvað ertu að gera? spurði faðir drengs-
ins. Þú mátt ekki trufla afa þinn. Eg er
ekkert að trufla liann, svaraði litli snáðinn,
eg er aðeins að reyna að ná sambandi við
aðra útvarpsstöð.
manntaks og dáða í atbeina með huld-
um guðseðlisöflum, ef við þjálfum hug-
ann og temjum viljann í þá átt. Til þess
þarf stál í sál og einbeittan ásetning, —
og svo þarf hjartað, sem undir slær, að
vera hlýtt og næmt.
Mætti lífið náðarsamlegast veita ykk-
ur það allt saman.
Blik, 1957. - Þ. Þ. V.