Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 4
4 EI NING Fimmtíu manna íörin til Machinac og siðbótarþingið þar Skyldi íslenzka ríkisstjórnin harma það eða henda gaman að slíku, ef eitt- hvað gerðist hér á landi svipað því, er átti sér stað í Oslo, þegar MRA-siðbót- arhreyfingin hóf innreið sína þar? Á ör- fáum dögum eða vikum skiluðu menn í Noregi 6 milljónum norskra króna í rikiskassann og sögðust vera að bæta fyrir skattsvik sín. Skiljanlegt er það, að menn sem ekk- ert siðalögmál eiga, kunni að henda gaman að mönnum er taka upp á þeirri sérvizku að reyna að lifa réttlátu lífi, bæði innan ramma fjölskyldunnar, í félagslífinu og þjóðfélaginu. En það er enginn hægðarleikur að lifa strangheið- arlegu lífi í nútíma þjóðfélagi, þar sem lög} eru samin þannig, að löggjafinn gerir ráð fyrir, að þau séu fótum troð- in að einhverju leyti. Þá er og skiljanlegt, að stefnur, sem ríkja vilja yfir þjóðunum með harð- stjórn, reyni að gera hlægilegar siðbót- arhreyfingar, sem kunna að vera þeim skæðir keppinautar. En sá hlær bezt, er síðast hlær. Hinir hógværli ákulu erfa landið, kennir htið guíðinnblásna orð. Þegar allir hrokagikkir, sem ætlað hafa með sverð í hönd að leggja undir sig heiminn, eru grafnir og gleymdir, munu ,,hinir hógværu“ búa öruggir í landinu. ,,Vei yður, ef allir tala vel um yður“, sagði Kristur við lærisveina sína. Engin siðbótarhreyfing getur komizt hjá því að vekja andstöðu. Sóttkveikjur og sjúk- dómar Iáta oftast treglega undan lækn- ingunni Með þetta í huga, vil eg nú gera ofur- Iitla grein fyrir þinginu á Machinaceyju og för okkar Islendinganna þangað. Eg hef beðið með þetta, þar til hinir yngri menn í hópnum voru búnir að taka til máls í blöðunum um þingið. Og nú þakka eg þeim fyrir greinar þeirra og alla ánægjulega samveru á ferðalaginu. Ekki bar á öðru en að ungir og aldraðir væru þar í ákjósanlegu samlyndi. Móttökurnar vestra. Eftir farsæla för um loftvegu háa lenti farskjóti okkar á meginlandinu skammt frá eyjunni Machinac (frb. Makkinó). Stutt var á ferju yfir til eyjar- innar, og þægilegt var að stíga fæti á land, því að þar voru engir bílar á göt- um og leiðin örstutt að þingstaðnum. Við vorum leidd í mikil salarkynni og þar angaði blessaður viðarilmur, er inn- fyrir dyrustafi var komið. Hagar og dug- legar hendur höfðu tekið stórviðu úr skóginum og reist þarna mikla borðsali, er rúma á annað þúsund manns, og þarna eru raftarnir gildir og traustir að fornum sið og lítt eða ekkert skemmdir af manna höndum. Trén eru enn svo lifandi að þau anga. Ungar snótir, klæddar þjóðbúningi ýmissa landa, sérstaklega Norðurlanda, báru gestum góðgerðir og var nú liðið langt á kvöld, gestir því fegnir að ganga til náða, því að vakan var orðin löng. Næsta morgunn voru Islendingarnir leiddir til fremstu sæta í hinum mikla og mjög svo sérkennilega fundarsal. Reis þá myndarlegur söngkór, saman- settur af mörgum þjóðum, og söng svo vel þjóðsöng okkar Islendinga, fram- burður orðanna einnig ágætur, að mér varð hugsað: ,,allt getur sá, sem trúna hefur“. Trúnni fylgir ævinlega líf og kraftur og mikil geta. — Þannig var okkur yfirleitt fagnað hjartanlega. Vonbrigðin. Enga hneigð hef eg til þess að hrósa, því sem mér þykir ekki hrósvert. Við urðum víst flest fyrir nokkrum vonbrigð- um. Árum saman hefði mig langað til að heimsækja þingin á Machinac-eyju, en var þó lengi, er til kom, að ráða við mig, hvort eg ætti að slást með í för. Hefði eg verið þarna einn á ferð frá fslands hálfu, hefði eg sennilega ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum, en eg hafði fulla samúð með samferðamönn- um minum og hlaut að taka þátt í von- brigðum sumra þeirra. Við eldri mennirnir erum búnir að sannreyna það, að flest öll verk manna í menningar- og félagsmálum eru þannig mannleg og að einhverju leyti ófullkom- in, að við verðum alltaf að þiggja þau eins og þegar við snæðum fisk eða kjöt. Við verðum að kasta beinunum, þótt saðningu fáum við góða. Hin vísdóms- fulla ráðlegging er: „Rannsakið allt, haldið því sem gott er“. Gallana verð- um við að strika út, en hagnýta kostina. Það sem sérstaklega olli vonbrigðum, einkum þeirra af yngri kynslóðinni, var barnalegur og klaufalegur áhugi nokk- urra nýliða af heimamönnum, fyrir ,,sáluhjálp“ okkar efnilegu ungu manna“. Sá ofuráhugi, samfara opin- skáum ,,skriftum“, hafði auðvitað öfug áhrif á ungu mennina, sem leiða átti í allan sannleika. Þetta varpaði nokkrum skugga á veru okkar á staðnum. Eg tók málstað minna ungu samferðamanna við ýmsa ágæta heimamenn, sem hafa ef til vill þess vegna grunað mig um blendni í trúnni. Hér er nú frómt sagt frá og skugga- hliðin dregin strax fram, sem skynsam- lega skoðuð verður ekki þung á metun- um, en ekki þarf nema lítið ský til að hylja sólina, og þetta hefðum við viljað ver alausir við. Kenningin og boSunin. Hvað kennir svo þessi siðbótarhreyf- ing? I raun og veru ekkert nýtt. Ekki er það ný kenning að menn eigi að lifa heiSarlegu, hreinu, óeigingjörnu og kœr- leiksríku lífi. Þetta eru hornsúlur sið- bótarhreyfingarinnar MRA og þetta eru grundvallarkenningar kristindómsins og annarra háleitra trúarbragða. Sumum finnst MRA taka djúpt í árinni, er þeir bæta framan við hverja eina þessara fjögurra dyggða orðinu ,,absolut“. Þeim mönnum finnst of langt gengið í því að heimta algeran heiðarleik og hin- ar höfuðdyggðirnar þrár einnig alger- ar. En erum við ekki oftast óánægðir, ef við fáum ekki sem flest algert. Erum við ánægðir við mann, sem við lánum 100 krónur, ef hann vill ekki borga aftur nema 90 ? Erum við ánægðir með maka, sem lifir skírlífi aðeins að nokkru leyti, en ekki algerlega? Fáum við nokk- ur rafmagnsljós, ef við tengjum aðeins að nokkru leyti, en ekki algerlega? Ná- um við farartækinu þótt við náum því hérumbil, en ekki alveg? Og verður dyggðin ekki að vera alger, eftir mann- legri getu, ef hún á að vera dyggð? Kenning MRA er ekki ný, en þeim hefur tekizt að magna grundvallarkenn- ingar kristindómsins nýju lífi, svo að þeim er mikill gaumur gefinn, hvar sem þeir fara, og eg fullyrði, að á meðal margra þjóða hafa þeir unnið furðuverk til góðs, en það yrði langt mál upp að telja. Boðun þeirra er falslaus, kemur frá hjartanu og nær til hjartnanna. ASferSin. Siðbótarmaðurinn John Wesley og samherjar hans unnu slíkt verk meðal ensku þjóðarinnar, að þar varð í raun og veru andleg bylting, sem bjargaði þjóðinni frá sams konar blóðugri bylt- ingu, sem Frakkar urðu að þola. En Wesley og kirkja sú er hann grund- vallaði var kennd við orðið ,,Method“ — aSferS, sökum þess að siðbótarmað- urinn lagði svo mikla áherzlu á aðferð- ina, the method. Kirkjan heitir því meþódístakirk j a. Sömuleiðis leggja MRA-mennirnir mikla áherzlu á aðferðina. Fyrst og fremst það, hvað maðurinn eigi að gera til þess að fá leiðsögn Guðs. Þeir rísa því helzt, eins og John Wesley, þó ekki jafn snemma, úr rekkju og eiga sína hljóðu stund. Þeir vilja ekki treysta minninu til fulls og hafa því við hend- ina blað og ritblý og skrifa hjá sér það sem samvizkan eða Guð í gegnum sam- vizkuna tjáir þeim. Þannig vilja þeir fá vitneskju að morgni dags um það, hvemig þeim beri að nota daginn. Get- um við ekki rennt grun í, hvað Guð eða samvizka okkar muni segja okkur, ef við leitum einlæglega hins sanna og rétta í smáu sem stóru? Mundi stjórn-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.