Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 8
8 E I NING E I N I N G Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur SigurSsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956. Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Skipzt á gjöfum gleði stundum gefa menn hver öðrum gjafir. Það /i er og jólasiður. Jólin minna á hina miklu gjöf / / Guðs mannkyni til handa. Glöð lund og ham- y\§ ingjusöm er gjöful og fórnfús. Eigingirnin og sjálfselskan þrammar myrka stígu helstefnunn- ar. Fórnarlundin er á vegum Guðs og eilífa lífs- ins. „Deyi ekki hveitikornið, sem fellur í jörð- ina, verður það einsamalt“, og ,,hver, sem vill bjarga lífi sínu mun týna £>ví“. Illa hefur einstaklingum og þjóðum tekizt að tileinka sér þessa lífsspeki Meistarans. Lífið er gjöfult. Gjafir Guðs eru miklar og góðar og í þeim eru að verki endursköpunarmáttur kærleikans (kærlighedens genskabermagt), eins og stórskáldið orðaði þetta. Auðlegð lífsins og fegurð, og elska Guðs á að vekja bergmál himinsins í hjörtum okkar. Guð girnist aðeins eina gjöf frá okkur: „Son minn, gef mér hjarta þitt“. Þessi er föðurbænin. Ef hjartað er Guðs, þá er líka öllu borgið. Ef andi Guðs, andi réttlætis, kærleika og sannleika, er konungur hjartans, þá eru hugsanir manna hreinar og verk þeirra góð. Hætti menn að stjórnast af þeim anda og tilbiðja hinn eina eilífa og órannsakanlega Guð, þá ofurselja þeir sig fávíslegri manndýrkun og nautnadýrkun, þá lúta þeir afvegaleiðandi öndum myrkravaldanna, hvort heldur það eru kúgunaröfl og undirokandi einræðisherrar, áfengisflaska, peningar, valdagræðgi og metorð, ýmsar nautnir eða eitt- hvað annað af hinu ótal marga, sem leiðir menn burt frá hinu sanna og farsæla lífi, sem stráir blessun umhverfis sig. Á þessum jólum verða vafalaust gefnar margar og stund- um miklar gjafir. Mætti sjálfsagt oft vera meira hóf í slíku. En gleymum nú ekki um þessi jól og áramót tveimur aðilj- um, sem við eigum að færa okkar beztu gjafir. Aðiljar þess- ir eru Guð og þjoðin okkar. Ekki þarfnast Guð gjafa okkar, en vegna ræktunar sálna okkar þurfum við að færa honum þá einu gjöf, sem hann girnist. Son minn, gef mér hjarta þitt. — Þessi er föðurbænin. Ef við gefum Guði hjarta okkar, þá gefum við líka um leið þjóðinni okkar góða menn, og það er eina gjöfin sem henni kemur að fullum notum og getur orðið varanlegt bjarg- ráð hennar. Allir heilvita menn skynja þetta orðaval, að gefa Guði hjarta sitt. Það er að vígja líf sitt réttlæti, góðvild og sann- leika í þjónustu mannkynsins. Geri menn þetta, þá hætta þeir heimskupörum eigingirninnar í blindni sjálfselskunnar, hætta allri ásælni og öllum heimskulegum og óréttmætum kröfum, sem steypa atvinnuvegum þjóðarinnar, stofna sjálf- stæði hennar í voða og rækta peninga dýrkun og henni sam- fara nautnalíf, siðleysi og alls konar spillingu. En allt leiðir þetta þá á helvegu. Sjálfselska einstaklinganna á Islandi er nú komin mjög nærri því marki að glata fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og því þjóðræði, sem frjálsar þjóðir státa mjög af. Þannig blindar peningagræðgin menn, en vegni þjóðarheildinni illa og glati þjóðin sjálfstæði sínu, verðum við þrælar einhverra óheillaafla, sem þykjast ætla að bjarga okkur, en sjúga svo blóð þjóðarinnar. Höfum við gleymt löngum öldum einokunar, ófrelsis, eymdar, þjáninga og niðurlægingar? Ætlum við að steypa þjóðinni aftur út í ánauð? Á sundurlyndis fjandinn og sín- girnin enn að fá leyfi til þess að glata því bezta, sem áunn- izt hefur? Guð forði okkur frá þeirri ógæfu. Öruggasta bjarg- ráðið er, að gefa Guði hjartað og gefa þjóðinni þar með góða menn. Það yrði veglegasta jóla og nýjársgjöfin. Pétur Sigurðsson. Sftórstúkuþing Norðmanna 1957 Skólastjórinn í Húsavík, Signirður Gunnarsson, segir hér frá för sinni til Norðurlanda. y* sumar átti eg því láni að fagna að dvelja um tíma / I meðal bindindissystkina í Noregi og Finnlandi. Tók \§ eg þá sem fulltrúi áfengisvarnaráðs, Stórstúku Is- ^ y lands og Bindindisfélags ísl. kennara, þátt í nokkr- mótum þar ytra. Alls staðar fékk eg frábærar mót- tökur og var beinlínis borinn á höndum þessa elskulega fólks, sem var og margt þess einnig stéttarsystkini mín. Gott er því að minnast samverustundanna, er seint munu mást úr huga. Dagana 21.—24. júlí sat eg stórstúkuþing Norðmanna. Það var háð að þessu sinni í Suður-Noregi, í fögrum og þekktum iðnaðarbæ — Skien í Þelamörk. Bær þessi á langa og merka sögu og verður hann nú 600 ára á næsta ári. íbúar eru 22 þúsund. Margar fagrar byggingar eru í Skien og geysimikil iðnaðarfyrirtæki. Fegurst og veglegust þeirra bygginga er þó tvímælalaust kirkjan, sem að allra dómi er ein hin stærsta, tignarlegasta og íburðarmesta kirkja Noregs, með tveimur himinháum turnum. Skemmtigarður bæjarins — Brekkeparken, er óvenju stór og fagur, og er þar mark- vert þjóðminjasafn. Bær þessi er þjóðkunnur, m.a. fyrir það, að þar fæddist eitt mesta skáld Norðmanna, Henrik Ibsen, og dvaldi þar sem barn nokkur ár. Er hann því stundum nefndur ,,bær Ibsens“ og dregur það ekki úr ferðamannastraumnum þang- að. Veglegur minnisvarði hefur skáldinu verið reistur á einu tilkomumesta torgi bæjarins, skammt frá kirkjunni fögru. I þessari kirkju hófst stórstúkuþingið með guðsþjónustu sunnudaginn 21. júlí kl. 2, og flutti prédikun prestur frá Osló, Erling Ulltveit. Klukkan 3,30 var þingið svo sett í af- armikilli íþróttahöll og erlendir gestir boðnir velkomnir, en þeir voru frá fjórum þjóðum. Einnig var minnst látinna félaga. Við setningu þingsins vakti sérstaklega athygli mína hið geysimikla fjölmenni, á annað þúsund manns. Þótti mér strax sýnt, að ekki gætu þeir allir verið fulltrúar. Fékk eg að vita, að Stórstúka Noregs héldi þing sín annað hvort ár og fjölmenntu templarar þá á þingin, þótt ekki séu þeir allir fulltrúar þar. Taka þeir þá gjarnan sumarfrí sín í sambandi við þingin. Setur hinn mikli templaraskari tilkomumikinn svip á stórstúkuþing Norðmanna. Klukkan 8 síðd. hófst svo móttökuhátíð í stærstu húsa- kynnum borgarinnar, Stefnihallen. Munu þátttakendur hafa verið mikið á annað þúsund. Þetta var stórglæsileg og hríf- andi samkoma. Þar skiptust á prýðilegar ræður forvígis- manna norskra templara, úrvals tónlist, bæði hjá kór templ- ara í Skien og hljómsveit borgarinnar, skemmtilegir þjóð- dansar, ágætur einsöngur, veitingar, almennur söngur og fl. Einnig fluttu erlendu gestirnir stuttar ræður og lék þá hljóm- sveit þjóðsöng hvers viðkomandi lands. Eftirminnilegustu ræðuna flutti stórtemplar Norðmanna,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.