Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 7
EINING 7 Það sem biður úrlausnar Þannig leyfi eg mér að nefna kafla úr skólaslitaræðu Þórarins Björns- sonar, skólameistara á Akureyri. Ræða sú var flutt 1950 og er prent- uð í nýlega útkominni skýrslu Menntaskólans á Akureyri. Eining leyfir sér að birta þenna kafla og fer hann hér á eftir. P. S. ,,[ byrjun aldarinnar ríkti tiltöluleg bjartsýni. Þá bjartsýni má tneðal annars lesa út úr burstum þessa virðulega húss (menntaskólans), sem vér nú erum stödd í, en það er reist á fyrstu árum aldarinnar (1904). Þá bjartsýni má sennilega að nokkru rekja til þess, að vér íslendingar vorum þá í þann veginn að öðlast aukin völd í sjálfra vor málum. En aldan kom lengra að, utan úr lönd- um. Hinn vestræni heimur trúði á fram- farir. Vísindin höfðu þá þegar unnið ýmsa sigra, og menn þóttust vissir um, að fleiri mundu á eftir fara, sem og varð. Margir ætluðu, að með tímanum myndu vísindunum takast að leysa hin torræð- ustu vandamál, jafnvel sjálfa ráðgátu tilverunnar. Einkunnarorð vísindanna var ,,determinismi“ (einbeitni). Hann kenndi, að efnisheimurinn allur væri háður ákveðnum lögmálum, þar sem orsakalögmálið var alls ráðandi. Þegar þessi lögmál væru fundin, væri fenginn lykillinn að leyndardómum náttúrunnar og um leið vald yfir þeirri orku, sem hún hefði að geyma. Þannig gæfist kost- ur á að taka náttúruöflin í þjónustu mannkynsins. Óendanlegir möguleikar til friðsamlegra framfara virtust blasa við. Trúin á vísindin og getu þeirra var sá hornsteinn, sem bjartsýnin var reist á. Og það var ekki aðeins, að menn héldu, að vísindin myndu ná tökum á hinni dauðu náttúru. Aðferðum vísind- anna skyldi og beitt við sjálfan manns- andann, sálina í líkamanum. Hún átti einnig sín lögmál. Þær rúnir varð að ráða með vísindalegum aðferðum, til- raunum og mælingum. Sama gegndi og um þjóðfélögin. Þau áttu sín lögmál, hagfræðileg og siðferðileg. Lögmálin varð að finna, og þá hlaut lausn vanda- málsins einnig að finnast. Öllu skyldi að síðustu stjórnað með skynsemi og vís- indalegum reikningum. Þá yrði trú og tilfinningum ofaukið. Þannig munu ýms- ir hafa hugsað á fyrsta tug þessarar ald- ar, áður en fyrri heimsstyrjöldin skall á. Vestræn menning leit framtíðina björt- um augum. Vísindin áttu að skapa aukin þægindi og farsælla líf, létta erfiði mannsins, bægja burt hungri, kulda og sjúkdómum, færa mannkyninu meira öryggi. En margt fer öðru vísi en skammsýn- ir menn ætla. Vísindin hafa að vísu hald- ið áfram að uppgötva ný og ný sann- indi, ná valdi á nýjum og nýjum öflum, auka margvísleg þægindi og vinna bug á fárlegustu pestum. En eru menn að sama skapi hamingjusamari en áður eða öryggiskenndin meiri? Munu ekki sumir telja, að sjaldan hafi ríkt meiri óvissa og uggur í mannheimi en einmitt nú ? (Þetta var sagt, þegar horfur í heimsmálum voru einna ískyggileg- astar). Jafnvel efnisheimurinn, sem menn töldu, að væri skorðaður óhagg- anlegum lögmálum, virðist á leið að gliðna sundur í höndum vísindamann- anna sjálfra. Orsakalögmálið sjálft, sem verið hefur hornsteinn heimsmyndarinn- ar, hefur beðið hnekki. Þið vitið, að í atóminu eru örsmáar agnir, sem alltaf eru á fleygiferð. Hreyfing sumra þess- ara agna virðist frjáls og óháð lögum, eftir því sem mér er tjáð. Dutlungar ein- ir eða hending eða dulinn frjáls vilji virðist ráða kasti þeirra. Hér verður ekki allt séð fyrir né reiknað út. Hér þrýtur veldi orsakalögmálsins. Hefur mér jafn- vel skilizt, að sumir hafi látið sér detta í hug, að það frelsi, sem þarna hefur fundizt í innsta kjarna efnisins, kynni að eiga eitthvað skylt við það frelsi, frelsi til að velja og hafna, sem oss mennsk- um verum finnst, að búi í sjálfra vor barmi. Innsti kjarni tilverunnar væri frjáls. Orsakalögmálið næði aðeins til skurnsins. Efnið sjálft er ekki lengur efni, líkt og það var áður skilið, heldur orka, hreyfing, bundin hið ytra, en frjáls hið innra. Að baki öllu byggi hinn óháði máttur. Og um mannsandann er það svo, að þar sem menn höfðu vonað að finna skynsamleg lögmál, verður það nú Ijós- ara, að rökvís hugsun nær einkum til efsta borðsins. Undir niðri í hugardjúp- um þruma villtar hvatir, sem erfiðlega verður komið lögum yfir. Þið vitið, að hálfmenntuðum mönn- um hættir til að miklast af þekkingu sinni og ætla sig lærðari og færari en þeir eru. Mér virðist, að í byrjun aldar- innar hafi vísindin verið ískyggilega nærri þessu stigi hálfmenntunar. Nú er lengra komið. Ýmsir vísindamenn virð- ast hafa öðlazt auðmýkt hinnar sönnu þekkingar. Þeir viðurkenna vanmátt mannlegrar rökhyggju frammi fyrir innsta kjarna tilverunnar. Þeir gerast dultrúarmenn, viðurkenna hinn óræða mátt alheimsins, hverju nafni sem þeir kunna að nefna hann, hvort þeir kalla hann Guð eða eitthvað annað. Trúin á almætti vísindanna er brostin. Vísindin geta aðeins verið þjónn. En þjónn hvers? Hér vandast málið, og eg ætla mér ekki þá dul á þessum fáu mínútum að svara þeirri spurningu. En eg held, að fleirum og fleirum sé að skiljast, að við- fangsefnin, sem bíða úrlausnar, eru ekki fyrst og fremst vísindalegs eðlis, heldur mannlegs eðlis, siðferðilegs eðlis, jafn- vel trúarlegs eðlis. Vísindin, sem eru lögmálsbundin, ná ekki til þess, sem í eðli sínu er frjálst. Þess vegna verður vandi hins frjálsa manns aldrei leystur endanlega, aldrei með stærðfræðilegri nákvæmni. Hver einstaklingur verður að leysa vandann daglega, við hvert fót- mál, svo að segja. I þessu er fólginn mikilleiki mannsins. Þess vegna er hverj- um einstaklingi, sem vill heita maður, fengið það veglega hlutverk, að bera ábyrgð á sjálfum sér“. Dæmisaga I fögru landi býr tápmikil þjóð. Hún miklast þó helzt af frjálslyndi sínu og bókmenntum. Um land hennar renna margar ár, en eitt er þar fljót frábrugð ið öllum hinum, straumþungt og geig- vænlegt. Á fljóti þessu er brú sem leið allra landsmanna liggur um. Ræningja- foringi nokkur hefur sett þjóna sína á brúna. Þeir viðhafa ginningar og fagur- gala við þá, sem um brúna fara. Ef menn eru varkárir sleppa þeir klakk- laust, en hina hremma þeir, ræna þá og kasta þeim síðan í fljótið, ofanvert við brúna. Neðan við brúna hafa nokkrir menn tekið sér stöðu og leitast við að bjarga þeim, sem kastað er í fljótið. Það er erfitt verk og misheppnast oft, en mörg- um er þó bjargað á þurrt land og hjúkr- að. Auðvitað dáizt allur landslýður að góðverki þessara manna, en svo um- burðarlynd er þjóðin og frjálslynd, að hún lætur bófana á brúnni afskiptalausa og lofar þeim að halda áfram að ræna menn og kasta þeim í fljótið, en svo er mikið masað um nauðsyn þess að bjarga mönnunum úr fljótinu og bent á ýms ráð til þess, en margt ber það lítinn árangur. Myndum við bera okkur að eins og þessi þjóð? Eða myndum við leggja bóf- ana í bönd? íslenzka þjóðin ver fé til bindindis- mála og krefst þess, að margt sé gert til þess að bjarga drykkjumönnum, en hún umber áfengissöluna og leyfir henni að halda áfram að kasta æsku- mönnum í áfengisflauminn. Þekkir nútímamaðurinn nokkuð heimskulegra en áfengissölu og styrj- aldir ?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.