Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 13
E I NING 13 Hvers vegna hafa bannlög verið afnumin hér og þar? Fyrir nokkrum árum sendi undirrit- aður bréí til vissra ráðamanna í Prince Edward Island og spurðist fyrir um bannlögin þar. Svar kom aldrei. Bezt mun að segja strax, þeim sem ekki vita, hvar Prince Edward Island er. Það er eyland í St. Lawrence flóanum við norð- austurströnd Canada, en St. Lawrence fljótið er mikil siglingaleið. Ibúar eru um 90 þúsundir, eða voru fyrir nokkr- um árum. Nýlega las ég athyglisverðan kafla í ensku riti, er gaf mér í skyn, hvers vegna bréfi mínu var aldrei svarað. Bannlög- in hafa þá sennilega verið afnumin og ráðamenn átt erfitt með að greina frá, hvers vegna þau voru afnumin. Og nú skulum við heyra furðulega sögu. Enskur lögfræðingur, H. Cecil Heath, hefur oft setið ýms alþjóðaþing um áfengismál, og man ég eftir honum á slíku þingi í París. Haustið 1956 sat hann þingið í Istanbul og var einn af forsetum þess. Árið 1948 flutti hann erindi á einu slíku þingi í Lucerne í Sviss og sagði þá meðal annars þetta um bannið í Prince Edward Island: ,,Árið 1900 var öll áfengissala bönn- uð á Prince Edward Island. Og árið 1946 var fyrir löngu svo komið' að þar þekktist ekkert áfengisvandamál, og atvinnuleysi ekki heldur. Um áratugi hafði aðeins einn hjónaskilnaður átt sér stað. Glæpir voru engir og ekkert fangelsi. Þessar 90 þúsundir íbúa kom- ust vel af með 13 lögregluþjóna. Spari- sjóðsfé íbúanna hafði aukizt hlutfalls- lega meira en í nokkru öðru fylki í Canada, og miðað við stærðarhlutföll voru þar fleiri járnbrautir, fleiri pósthús og meira um símalagnir en í hinum fylkj- unum. Island, standi fast og óhagganlega gegn tilhneigingu stjórnarvaldanna að slaka til á banninu eða afnema það, og að hún ekki aðeins fái að búa áfram við þessa löggjöf, en takizt einnig að bæta úr þeim hættulegu tilslökunum, sem hnignandi siðferði styrjaldar- og eftirstríðsáranna hefur áorkað.“ Hér stingur sannleikurinn upp koll- inum. Hvers vegna bannlög eru afnum- in. Það eru stjórnarvöldin, sem vilja slaka til og láta undan svívirðilegum og látlausum áróðri og blekkingum áíengis- auðmagnsins, sem aldrei eygir annað mark en hagsmuni sína. Stjórnum og þjóðum er talin trú um, að áfengissalan létti sköttum af mönnum og sé ríkiskass- anum ein hans bezta mjólkurkýr. Mundi fólkinu á Prince Edward Is- land hafa komið til hugar að afnema lög, sem um áratugi hafði gert þetta litla fylki Canada að farsælasta fylkinu að ýmsu leyti? Nei, alls ekki. Árásin kom fyrst og fremst utan frá' og þar á, sem varnirnar voru veikastar, á stjórn- arvöldin, sem ævinlega skortir tekju- lindir. Árásirnar á bannlögin koma alls staðar og ævinlega úr einni átt. Ágirnd- in er í því máli eins og annars staðar rót alls hins illa. Þessu margrædda vandamáli var eitt sinn svarað á þá leið, að ljósið hafi kom- ið til mannanna, en þeir veittu því ekki viðtöku sökum þess, að þeir elskuðu myrkrið meira en ljósið, af því að verk þeirra voru vond. Það eru vond áform sumra manna og aftur meiri ást annarra á nautnum en velferð bræðra þeirra, sem enn veldur því, að áfengi er selt um heim allan, milljónum manna til falls og öðrum milljónum til armæðu og kvala, þjóðunum sjálfum til niðurdreps og ræktunar glæpum, slysum og siðleysi í öllum myndum. Slíkt er vissulega vont verk. Engin rök duga, því að menn elska myrkrið meira en ljósið, lúta frem- ur blekkingum, rangfærslum og ósann- indum en hinum augljósa sannleika, sem reynsla mannanna vitnar bezt um. Fræðslu geta menn nú fengið nóga um skaðsemi áfengisneyzlunnar, en elskuna til sannleikans skortir, af því að enn stjórnast menn af hinum lágu hvötum, nautnasýki og ágirnd, og þá hljóta verk manna einnig að verða vond. Eigin- girnin blindar og þannig ganga menn í myrkri. Enski lögfræðingurinn getur þess í erindi sínu, sem áður var minnzt á, að árið 1948 hafi bruggarar í Sydney í Ástralíu gert verkfall í marzmánuði. Verkfall þetta jafngilti næstum algeru banni. Þá skrifaði eitt víðlesnasta tíma- ritið þar, Sydney Bulletin, stóra fyrir- sögn: „ENGINN BJÓR“, og dómur rit- stjórans var þessi: „Ekkert gerðist' eng- in uppþot. Fólkið komst að raun um, að það gat vel verið án sopans, sparaði peninga, kom fyrr heim á kvöldin og hafði meiri tíma til að stunda gagnleg störf.“ Fleiri voru orð ritstjórans á þessa leið. Bruggararnir reyndu að taka einnig gos- drykki og kóla frá unga fólkinu, en það kom að engu haldi, engir ókyrrðust. Undrandi lýsti lögreglan því, hversu dregið hefði úr glæpum og slysum, helgihald páskanna var rólegra en nokkru sinni áður, en einnig fegurra og hátíðlegra. Seinast gripu bruggararnir til þess að benda á að ríkið tapaði á verkfallinu á aðra milljón enskra punda, en almenningur lét það sig engu skipta, undi þurrkinum vel og því góða ástandi, sem áfengisleysið hafði komið til leiðar. I áberandi fyrirsögn birti Sydney Morning Herald 31. marz 1948 þessar setningar: „Þakka má það áfengisþurrð- inni, að skýrsla lögreglunnar sýnir næst- um engin afbrot né slys um páskahelg- Þrátt fyrir mjög bugðótta og hættu- lega þjóðvegi, og 10 þúsundir bíla á eynni, voru þar mjög fá umferðar- slys, sum árin aðeins tvö. Leyndardóm- urinn við þessa einstöku velgengni fólks- ins var afstaða þess til áfengisbannsins. Almenningsálitið var heilhuga með bannlögunum, og tvær kynslóðir höfðu lært að meta þá blessun, sem áfengis- laust samfélag manna verður aðnjót- andi.“ Getur nú nokkur maður, óblindaður af hagsmunahyggju eða nautnasýki, tal- ið sér trú um, að almenningur vilji losna við löggjöf, sem hefur þau áhrif á lífs- kjör manna og alla sambúð þeirra, sem hér hefur verið lýst? Nei' og takið nú eftir hvað enski lögfræðingurinn segir enn fremur: „Þess er fastlega að vænta, að kyn- slóð sú, sem nú er uppi á Prince Edward Siðbótarmaðurinn með öxina veit hvar greiða skal ófreskj- unni höggið. Oxin er áfeng- isbannið. Háls ófreskjunnar er áfengissalan. Þar skal liöggið falla og þá falla og allir hausarnir: Glæpir, of- beldi, siðleysi, betl, úrkynjun og aðrar fylgjur áfengisneyzl- unnar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.