Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 2
2 EINING Nú skal knæpan fá spariföt Samkvæmt sænska blaðinu Reforma- torn 18. nóv. 1962 helgaði Financial Times bruggiðnaðinum í Bretlandi eitt þar til valið tölublað. Er þar rætt, hve sterkur þáttur ölkráin eða knæpan hafi jafnan verið í félagslífi þjóðarinnar, en á síðari árum hafi þessir veitinga- staðir dregizt mjög aftur úr og sam- svari nú ekki nútímasamkvæmisvistar- verum manna. Þetta skal nú lagfært og knæpan gerð aðlaðandi og góðum þægindum búin. Þess er getið, að ýms- ir knæpubúendur ráði ekki yfir nægi- legu fjármagni til slíkra aðgerða, en þá er því lofað, að hin fjárhagslega sterku samtök muni hlaupa undir bagga og bjóða aðstoð sína. Fólk krefjist nú þæginda, góðrar þjónustu og alls hins bezta, og þetta verði að láta því í té. Knæpan verði að samsvara hinum vel búnu og notalegu heimilum. Hér verði að gera eitt heljar átak til þess að hefja þessar veitingakrár upp til virðuleiks. Það verði að rækta drykkju- menningu, sem fullnægi ungu kynslóð- inni. „Stóru nýju borgarhverfin og önnur. nýbyggð svæði leggja nú tækifærið upp í hendur okkar“, segir þar, „til Framh. af 1. bls. saman hafði það verið umhugsunar- og umræðuefni hlutaðeigandi aðila. Á sama tíma og sameining þessi fór fram, voru saman komnir til fundar. í Hollandi þessir úr framkvæmdaráði alþjóða-hástúkunnar: Ruben Wagnsson, hátemplar, Sven Elmgren, báðir sænsk- ir, Erling Sörli, norskur og Christopher Peet, ritari hástúkunnar, enskur, til þess að geta tekið þátt í upptöku þessara 15 þúsunda í Stórstúku Hol- lands. Fulltrúar voru þar einnig frá Þýzkalandi og Frakklandi. Blað sænsku stórstúkunnar, Refor- matorn, segir allítarlega frá þessum viðburði, nefnir nokkur félögin, sem sameinuðust, svo sem gamla hollenzka bindindisfélagið frá 1842, þá bindind- isfélag ökumanna, og bindindisfélag járnbrautarmanna og fleiri. Norska bindindisblaðið — Folket — segir: „Þetta gera þeir í Hollandi. Hvað gerum við?“ Hér verður svar norska blaðsins ekki birt, miklu fremur spurt: „Hvað gerum við á lslandi?“ Holland gaf hið góða fordæmi. þess að gera krána á ný eins konar mið- stöð fyrir samkvæmislíf fólksins, þar sem hinir nýkomnu til staðarins geta kynnzt nágrönnum sínum. Það er ef til vill ekki enn hægt að tala um krána, sem samkomustað allrar fjölskyld- unnar, en að öllu leyti góð þjónusta og nægileg þægindi geta stuðlað mjög að því að gera krána að félagslegri mið- stöð samkvæmislífsins, en ekki aðeins drykkjukrá“. Hér geta bindindismenn enn einu sinni vaknað upp til meðvitundar um, hvílíkt stórveldi það er, sem þeir eiga í höggi við. Það er hið almáttuga pen- ingavald. Áfengissalan hefur jafnan verið, og er ekki sízt nú, góður gróða- vegur. Gegn slíku voðavaldi verður öll sókn í raun og veru að ofurefli. Að- eins sterkari getur sigrað hinn sterka. Það þarf yfirmannlegan mátt til að sigra þær meinsemdir mannfélagsins, sem gróðahyggjan magnar. )f )f )f Áfengisverbib skal hækkab Fréttablað frá landssambandi bind- indisvina í Svíþjóð segir, að nú séu menn þar í landi orðnir sammála um nauðsyn þess að hækka enn verðið á áfengum drykkjum. Breytingin á áfengisneyzlu lands- manna hafi í seinni tíð aðallega orðið sú, að neyzla víntegundanna hafi tvö- faldast, en neyzla sterku drykkjanna haldi sig það sem hún hafi verið á ár- unum 1951—55. Drykkja sterka ölsins hafi aukizt mjög á kostnað veikari öl- tegundanna. Annað blað bindindismanna, Ariel (NTO) segir að lítið gagni allt hið fal- lega tal um áfengisbölið, sem samfé- lags- og læknisfræðilegt vandamál, um að liðsinna og bjarga ofdrykkjumönn- unum, að viðhafa ekki refsiaðgerðir., en láta alls konar hjálp í té, auka rann- sóknir, upplýsingu og fræðslu, og láta góða leiðsögn í té, já, að allt þetta fallega tal gagni lítið ef menn þori ekki að gera sér ljóst, hvað þetta allt kosti. Hér komi til greina hið raunalega hik og hræðsla ríkisvaldsins við að hafast það að, sem mest gagni, en kosti um leið ekki neitt, það, er að hækka verðið á áfengum drykkjum. Það sé yf- irleitt máttugasta vopnið í baráttunni, og vilji menn draga úr áfengisböli morgundagsins, verði að minnka áfeng- Hvað á frelsíB að ná langt? Börn rellast og heimta eitt og ann- að í hugsunarleysi, og þetta gerir marg- ur fullorðinn einnig. Krafan er oft ekki liugsuð til enda. Væri einhver maður svo illa settur, að vera aleinn á heilli jarðstjörnu, þá gæti hann hrifs- að til sín ótakmarkað frelsi á öllum sviðum, en í þéttbýli verður hann að sætta sig við annað. Stundum illskast menn í blöðunum yfir því, að bannað skuli vera hunda- hald í bæ eins og Reykjavík, en hafa þessir menn athugað, hve skemmti- leg Reykjavík yrði, ef hver fjölskylda í bænum hefði einn hund eða fleiri? Sé hundahald leyft hlýtur það að ná til allra. Yrði ekki skemmtilegt að búa í há- húsahverfinu í Reykjavík, þar sem eru mörg 6 hæða fjölbýlishús og það allt upp í 9 eða 12 hæðir, ef hver fjöl- skylda hefði þar geltandi hund á svöl- unum og með sér á gangstéttum, þar sem þeir myndu gera allar. þarfir sín- ar? Getið þið hugsað ykkur slíkt á- stand? En ef ein fjölskylda heimtar að fá að hafa hund, því skyldu þær ekki allar hafa sömu réttindin? Það er auð- velt að heimta, en kröfurnar eru ekki alltaf skynsamlegar. Allstór er sá hópur manna, sem vill helzt engar hömlur þola varðandi á- fengisverzlun. Allt skal frjálst. Þar sem er frjáls áfengissala, er auðvitað ætlazt til að menn drekki áfengi, en ef allir diykkju áfengi? Hvað þá? Hvernig myndi lífið verða í Reykjavík, ef hver fulltíða maður drykki þar á- fenga drykki? Jafnvel þótt þeir reyndu að iðka hófdrykkju? Við höfum nú séð hvemig það gefst, bæði á nýárs- nóttum og endranær. Eitthvað kann lögreglan að greina frá því. Vissulega yrði ólíft í bænum ef hver maður þar stundaði áfengisneyzlu, þótt ekki væri nema annað slagið, og þar sem ástand- ið yrði háskalegt þannig, ætti ekki fremur einn en annar að hafa réttindi til áfengiskaupa, og því algerlega bönn- uð öll áfengissala. Gagnslaust er að vitna í vínlöndin í þessum efnum, þau sanna ekkert nema slæma útkomu. isneyzlu dagsins í dag. Án áfengis sé ekkert áfengisböl, og til þess að unnt verði að liðsinna þeim, sem illa eru á vegi staddir, verði að knýja áfengis- neyzluna niður.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.